Rudy Giuliani versti aukaleikari þessa árs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. apríl 2021 16:10 Rudy Giuliani var valinn versti aukaleikari þessa árs, fyrir hlutverk sitt í myndinni Borat Subsequent Moviefilm. EPA Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og lögmaður Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hlaut tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni Hindberinu (e. Raspberry Awards). Hlaut hann þar verðlaun fyrir versta aukahlutverkið og versta samleikinn á síðasta ári. Raspberry kvikmyndahátíðin veitir verðlaun fyrir verstu kvikmyndirnar sem gefnar voru út á liðnu ári, einmitt andstaðan við Óskarsverðlaunahátíðina sem fer fram á morgun. Giuliani fékk verðlaunin fyrir leik sinni í kvikmyndinni Borat Subsequent Moviefilm, sem er gerviheimildamynd (e. mockumentary). Þar bregður leikarinn Sacha Baron Cohen sér í hlutverk Borats en kemur sér í raunverulegar aðstæður með alvöru fólki. Giuliani fór með hlutverk sjálfs síns í einu atriði í myndinni, án þess að vita af því, þar sem dóttir Borats þykist vera fréttamaður og tekur viðtal við Giuliani á hótelherbergi fyrir íhaldssaman fréttamiðil. Að loknu viðtalinu stingur hún upp á því að þau fái sér drykk inni í svefnherberginu sem þau gera. Í atriðinu sést Giuliani, sem er 76 ára gamall, hneppa frá buxunum og stinga hendinni inn á þær áður en Borat brýst inn í herbergið og hrópar: „Hún er fimmtán ára, hún er of gömul fyrir þig!“ Verðlaunin fyrir versta samleikinn hlaut hann ásamt buxnarennilásnum sem hann rennir niður áður en hann stingur hendinni niður. Giuliani varð fyrir miklu aðkasti eftir að myndin kom út, enda virðist hann gera hosur sínar grænar fyrir ungri „fréttakonunni.“ Auk Giuliani sló tónlistarkonan Sia í gegn á hátíðinni, eða kannski ekki, en hún hlaut þrenn verðlaun fyrir kvikmyndina Music sem hún leikstýrði og framleiddi. Kvikmyndin fjallar um einhverfa stelpu, sem talar ekki, en Maddie Ziegler fer með hlutverkið en hún er ekki einhverf. Myndin sópaði sannarlega að sér verðlaunum, fyrir verstu aðalleikkonuna, sem er Kate Hudson, verstu aukaleikkonuna, Maddie Ziegler, og versta leikstjórann. Skoðanir um kvikmyndina virðast hins vegar vera skiptar en hún var tilnefnd til tvennra Golden Globe verðlauna. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Razzie Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Raspberry kvikmyndahátíðin veitir verðlaun fyrir verstu kvikmyndirnar sem gefnar voru út á liðnu ári, einmitt andstaðan við Óskarsverðlaunahátíðina sem fer fram á morgun. Giuliani fékk verðlaunin fyrir leik sinni í kvikmyndinni Borat Subsequent Moviefilm, sem er gerviheimildamynd (e. mockumentary). Þar bregður leikarinn Sacha Baron Cohen sér í hlutverk Borats en kemur sér í raunverulegar aðstæður með alvöru fólki. Giuliani fór með hlutverk sjálfs síns í einu atriði í myndinni, án þess að vita af því, þar sem dóttir Borats þykist vera fréttamaður og tekur viðtal við Giuliani á hótelherbergi fyrir íhaldssaman fréttamiðil. Að loknu viðtalinu stingur hún upp á því að þau fái sér drykk inni í svefnherberginu sem þau gera. Í atriðinu sést Giuliani, sem er 76 ára gamall, hneppa frá buxunum og stinga hendinni inn á þær áður en Borat brýst inn í herbergið og hrópar: „Hún er fimmtán ára, hún er of gömul fyrir þig!“ Verðlaunin fyrir versta samleikinn hlaut hann ásamt buxnarennilásnum sem hann rennir niður áður en hann stingur hendinni niður. Giuliani varð fyrir miklu aðkasti eftir að myndin kom út, enda virðist hann gera hosur sínar grænar fyrir ungri „fréttakonunni.“ Auk Giuliani sló tónlistarkonan Sia í gegn á hátíðinni, eða kannski ekki, en hún hlaut þrenn verðlaun fyrir kvikmyndina Music sem hún leikstýrði og framleiddi. Kvikmyndin fjallar um einhverfa stelpu, sem talar ekki, en Maddie Ziegler fer með hlutverkið en hún er ekki einhverf. Myndin sópaði sannarlega að sér verðlaunum, fyrir verstu aðalleikkonuna, sem er Kate Hudson, verstu aukaleikkonuna, Maddie Ziegler, og versta leikstjórann. Skoðanir um kvikmyndina virðast hins vegar vera skiptar en hún var tilnefnd til tvennra Golden Globe verðlauna.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Razzie Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira