„Kostaði okkur töluvert þessi villa sem við fengum ekki“ Atli Arason skrifar 24. apríl 2021 18:35 Ívar Ásgrímsson stýrði Breiðabliki gegn uppeldisfélaginu í dag. VÍSIR/DANÍEL Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sá ánægðasti er hann kom í viðtal eftir 6 stiga tap gegn Haukum í Ólafssal í dag. „Sex stig lýsa kannski ekki úrslitum leiksins. Ég held að þetta sé fjórði leikurinn í vetur sem við töpum á buzzer. Það er eins og öll lið hitti á buzzer á móti okkur. Mér fannst samt liðið mitt sýna mikinn karakter að koma til baka. Mér fannst við vera að stjórna leiknum eiginlega allan leikinn en þær settu pressu á okkur og við fórum að drippla of mikið. Við urðum slakar sóknarlega þegar við fórum að drippla of mikið og þá misstum við stjórn á leiknum,“ sagði Ívar eftir leik Breiðablik var yfir í hálfleik og var inn í leiknum allt þangað til í fjórða leikhluta þegar Haukar náðu góðu áhlaupi á gestina og komust mest í 11 stiga forystu. „Við fórum að drippla of mikið og hnoðast of mikið. Við fundum ekki fríu skotin, það vantaði meiri stjórnun í sóknirnar okkar og við missum Jessie út af á viðkvæmum tíma vegna meiðsla. Mér fannst við samt sýna karakter aftur og við hefðum getað stolið þessu aftur þegar þær voru búnar að ná forustunni,“ svaraði Ívar aðspurður að því af hverju liðinu gekk svo illa í upphafi fjórða leikhluta. Jessica Kay, sem er bæði stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Breiðabliks meiddist undir lok þriðja leikhluta þegar hún lenti í samstuði við Evu Margréti, leikmann Hauka. Ívar var öskureiður á hliðarlínunni eftir atvikið þegar ekkert var dæmt. „Ég vildi fá villu þegar Jessie meiddist. Ég get ekki séð hver býr til snertinguna, önnur en sú sem hendir sér í gólfið þegar hin liggur. Þetta leit samt ekki út fyrir að vera eitthvað viljandi, það er langt því frá að einhver hafi verið að reyna að meiða einhvern en þetta var bara villa og það átti að dæma villu á þetta. Þetta kostaði okkur töluvert, þessi villa sem við fengum ekki. Við misstum boltann að auki og þetta var á krítískum tíma og þarna fannst mér við missa svolítið stjórnina á leiknum,“ sagði Ívar áður en hann bætti við að meiðslin líta ekki alvarlega út eins og er. Blikarnir spila næst við Keflavík í Kópavoginum. Ívar er sannfærður um að Blikarnir geti tekið stig í þeim leik. „Ég held að við sjáum það í þessum leik að við getum unnið, við erum að keppa við eitt af tveim bestu liðum á landinu í dag. Við eigum Keflavík heima næst og við hljótum að gera þá kröfu að vinna heimaleiki okkar. Þær eru með mjög gott lið og við þurfum bara að koma eins gíraðar í þann leik og við komum inn í þennan og auðvitað ætlum við okkur sigur þar,“ sagði Ívar að lokum. Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
„Sex stig lýsa kannski ekki úrslitum leiksins. Ég held að þetta sé fjórði leikurinn í vetur sem við töpum á buzzer. Það er eins og öll lið hitti á buzzer á móti okkur. Mér fannst samt liðið mitt sýna mikinn karakter að koma til baka. Mér fannst við vera að stjórna leiknum eiginlega allan leikinn en þær settu pressu á okkur og við fórum að drippla of mikið. Við urðum slakar sóknarlega þegar við fórum að drippla of mikið og þá misstum við stjórn á leiknum,“ sagði Ívar eftir leik Breiðablik var yfir í hálfleik og var inn í leiknum allt þangað til í fjórða leikhluta þegar Haukar náðu góðu áhlaupi á gestina og komust mest í 11 stiga forystu. „Við fórum að drippla of mikið og hnoðast of mikið. Við fundum ekki fríu skotin, það vantaði meiri stjórnun í sóknirnar okkar og við missum Jessie út af á viðkvæmum tíma vegna meiðsla. Mér fannst við samt sýna karakter aftur og við hefðum getað stolið þessu aftur þegar þær voru búnar að ná forustunni,“ svaraði Ívar aðspurður að því af hverju liðinu gekk svo illa í upphafi fjórða leikhluta. Jessica Kay, sem er bæði stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Breiðabliks meiddist undir lok þriðja leikhluta þegar hún lenti í samstuði við Evu Margréti, leikmann Hauka. Ívar var öskureiður á hliðarlínunni eftir atvikið þegar ekkert var dæmt. „Ég vildi fá villu þegar Jessie meiddist. Ég get ekki séð hver býr til snertinguna, önnur en sú sem hendir sér í gólfið þegar hin liggur. Þetta leit samt ekki út fyrir að vera eitthvað viljandi, það er langt því frá að einhver hafi verið að reyna að meiða einhvern en þetta var bara villa og það átti að dæma villu á þetta. Þetta kostaði okkur töluvert, þessi villa sem við fengum ekki. Við misstum boltann að auki og þetta var á krítískum tíma og þarna fannst mér við missa svolítið stjórnina á leiknum,“ sagði Ívar áður en hann bætti við að meiðslin líta ekki alvarlega út eins og er. Blikarnir spila næst við Keflavík í Kópavoginum. Ívar er sannfærður um að Blikarnir geti tekið stig í þeim leik. „Ég held að við sjáum það í þessum leik að við getum unnið, við erum að keppa við eitt af tveim bestu liðum á landinu í dag. Við eigum Keflavík heima næst og við hljótum að gera þá kröfu að vinna heimaleiki okkar. Þær eru með mjög gott lið og við þurfum bara að koma eins gíraðar í þann leik og við komum inn í þennan og auðvitað ætlum við okkur sigur þar,“ sagði Ívar að lokum.
Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli