„Kostaði okkur töluvert þessi villa sem við fengum ekki“ Atli Arason skrifar 24. apríl 2021 18:35 Ívar Ásgrímsson stýrði Breiðabliki gegn uppeldisfélaginu í dag. VÍSIR/DANÍEL Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sá ánægðasti er hann kom í viðtal eftir 6 stiga tap gegn Haukum í Ólafssal í dag. „Sex stig lýsa kannski ekki úrslitum leiksins. Ég held að þetta sé fjórði leikurinn í vetur sem við töpum á buzzer. Það er eins og öll lið hitti á buzzer á móti okkur. Mér fannst samt liðið mitt sýna mikinn karakter að koma til baka. Mér fannst við vera að stjórna leiknum eiginlega allan leikinn en þær settu pressu á okkur og við fórum að drippla of mikið. Við urðum slakar sóknarlega þegar við fórum að drippla of mikið og þá misstum við stjórn á leiknum,“ sagði Ívar eftir leik Breiðablik var yfir í hálfleik og var inn í leiknum allt þangað til í fjórða leikhluta þegar Haukar náðu góðu áhlaupi á gestina og komust mest í 11 stiga forystu. „Við fórum að drippla of mikið og hnoðast of mikið. Við fundum ekki fríu skotin, það vantaði meiri stjórnun í sóknirnar okkar og við missum Jessie út af á viðkvæmum tíma vegna meiðsla. Mér fannst við samt sýna karakter aftur og við hefðum getað stolið þessu aftur þegar þær voru búnar að ná forustunni,“ svaraði Ívar aðspurður að því af hverju liðinu gekk svo illa í upphafi fjórða leikhluta. Jessica Kay, sem er bæði stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Breiðabliks meiddist undir lok þriðja leikhluta þegar hún lenti í samstuði við Evu Margréti, leikmann Hauka. Ívar var öskureiður á hliðarlínunni eftir atvikið þegar ekkert var dæmt. „Ég vildi fá villu þegar Jessie meiddist. Ég get ekki séð hver býr til snertinguna, önnur en sú sem hendir sér í gólfið þegar hin liggur. Þetta leit samt ekki út fyrir að vera eitthvað viljandi, það er langt því frá að einhver hafi verið að reyna að meiða einhvern en þetta var bara villa og það átti að dæma villu á þetta. Þetta kostaði okkur töluvert, þessi villa sem við fengum ekki. Við misstum boltann að auki og þetta var á krítískum tíma og þarna fannst mér við missa svolítið stjórnina á leiknum,“ sagði Ívar áður en hann bætti við að meiðslin líta ekki alvarlega út eins og er. Blikarnir spila næst við Keflavík í Kópavoginum. Ívar er sannfærður um að Blikarnir geti tekið stig í þeim leik. „Ég held að við sjáum það í þessum leik að við getum unnið, við erum að keppa við eitt af tveim bestu liðum á landinu í dag. Við eigum Keflavík heima næst og við hljótum að gera þá kröfu að vinna heimaleiki okkar. Þær eru með mjög gott lið og við þurfum bara að koma eins gíraðar í þann leik og við komum inn í þennan og auðvitað ætlum við okkur sigur þar,“ sagði Ívar að lokum. Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
„Sex stig lýsa kannski ekki úrslitum leiksins. Ég held að þetta sé fjórði leikurinn í vetur sem við töpum á buzzer. Það er eins og öll lið hitti á buzzer á móti okkur. Mér fannst samt liðið mitt sýna mikinn karakter að koma til baka. Mér fannst við vera að stjórna leiknum eiginlega allan leikinn en þær settu pressu á okkur og við fórum að drippla of mikið. Við urðum slakar sóknarlega þegar við fórum að drippla of mikið og þá misstum við stjórn á leiknum,“ sagði Ívar eftir leik Breiðablik var yfir í hálfleik og var inn í leiknum allt þangað til í fjórða leikhluta þegar Haukar náðu góðu áhlaupi á gestina og komust mest í 11 stiga forystu. „Við fórum að drippla of mikið og hnoðast of mikið. Við fundum ekki fríu skotin, það vantaði meiri stjórnun í sóknirnar okkar og við missum Jessie út af á viðkvæmum tíma vegna meiðsla. Mér fannst við samt sýna karakter aftur og við hefðum getað stolið þessu aftur þegar þær voru búnar að ná forustunni,“ svaraði Ívar aðspurður að því af hverju liðinu gekk svo illa í upphafi fjórða leikhluta. Jessica Kay, sem er bæði stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Breiðabliks meiddist undir lok þriðja leikhluta þegar hún lenti í samstuði við Evu Margréti, leikmann Hauka. Ívar var öskureiður á hliðarlínunni eftir atvikið þegar ekkert var dæmt. „Ég vildi fá villu þegar Jessie meiddist. Ég get ekki séð hver býr til snertinguna, önnur en sú sem hendir sér í gólfið þegar hin liggur. Þetta leit samt ekki út fyrir að vera eitthvað viljandi, það er langt því frá að einhver hafi verið að reyna að meiða einhvern en þetta var bara villa og það átti að dæma villu á þetta. Þetta kostaði okkur töluvert, þessi villa sem við fengum ekki. Við misstum boltann að auki og þetta var á krítískum tíma og þarna fannst mér við missa svolítið stjórnina á leiknum,“ sagði Ívar áður en hann bætti við að meiðslin líta ekki alvarlega út eins og er. Blikarnir spila næst við Keflavík í Kópavoginum. Ívar er sannfærður um að Blikarnir geti tekið stig í þeim leik. „Ég held að við sjáum það í þessum leik að við getum unnið, við erum að keppa við eitt af tveim bestu liðum á landinu í dag. Við eigum Keflavík heima næst og við hljótum að gera þá kröfu að vinna heimaleiki okkar. Þær eru með mjög gott lið og við þurfum bara að koma eins gíraðar í þann leik og við komum inn í þennan og auðvitað ætlum við okkur sigur þar,“ sagði Ívar að lokum.
Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira