Barnaheill – Verndarar barna? Björgvin Herjólfsson, Magnús E. Smith og Sveinn Svavarsson skrifa 26. apríl 2021 08:31 Í þessari umfjöllun er lýsing á því hvernig Barnaheill – Save the children á Íslandi hafa vikið frá aðalstefnu sinni sem er að vernda börn fyrir ofbeldi með breyttri afstöðu samtakanna þegar kemur að ónauðsynlegum skurðaðgerðum á drengjum. Barnaheill sameinaðist Verndurum barna í byrjun mars árið 2019, tilgangurinn með sameiningunni var að berjast gegn ofbeldi á börnum. Á innan við þremur árum hafa samtökin horfið frá afstöðu sinni er varðar umskurð drengja (án læknisfræðilegra ábendinga) sem var „að matiBarnaheilla ómannúðleg meðferð á barni og með engu réttlætanleg“ yfir í að tryggt sé að drengir séu umskornir af þar til menntuðum sérfræðingum í öruggu umhverfi sem uppfyllir kröfur um hreinlæti og aðbúnað. Greinarhöfundar voru styrktaraðilar Barnaheilla og telja því nauðsynlegt að vekja máls á breyttri afstöðu samtakanna. Upphaf málsins Hinn 3. september 2012 kom út ársskýrsla umboðsmanns barna fyrir árið 2011. Þar kemur fram að embættið telji mikilvægt að endurskoða lög og kveða skýrt á um að ekki sé heimilt að umskera drengi (sú háttsemi að fjarlægja forhúð þeirra) nema læknar mæli með slíkri aðgerð. Ekkert ákvæði sé í íslenskum lögum sem beinlínis bannar umskurð drengja. Hinn 13. september 2013 skrifuðu umboðsmenn barna á Norðurlöndum og ýmsir heilbrigðisstarfsmenn undir yfirlýsingu gegn umskurði ungra drengja. Margrét María Sigurðardóttir, þáv. umboðsmaður barna, Ingólfur Einarsson þáv. formaður félags barnalækna á Íslandi, Þráinn Rósmundsson yfirlæknir barnaskurðlækninga á Barnaspítala Hringsins og fulltrúi Barnaskurðlæknafélags Íslands og Ragnar Bjarnason prófessor og yfirlæknir barnalækninga á Barnaspítala Hringsins skrifuðu undir yfirlýsinguna fyrir hönd Íslands. Í kjölfarið voru ríkisstjórnir á öllum Norðurlöndum hvattar til þess að stuðla að fræðslu um réttindi barna og þá áhættu sem fylgir umskurði. Umskurður á ungum börnum brýtur gegn grundvallarréttindum barna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er lögfestur hér á landi. Umskurður felur í sér óafturkræft inngrip í líkama drengja sem getur haft í för með sér mikinn sársauka, auk þess sem slíkri aðgerð fylgir hætta á sýkingum og öðrum vandamálum. Umskurður á ungum drengjum felur í sér brot á réttindum þeirra, nema slík aðgerð sé talin af sérfræðilækni nauðsynleg af heilsufarslegum ástæðum. Umskurður felur í sér varanlegt inngrip í líkama barns sem getur haft í för með sér mikinn sársauka, auk þess sem slíkri aðgerð fylgir hætta á sýkingum og öðrum vandamálum. Alþingi tekur málið á dagskrá Á 148. löggjafarþingi 2017 – 2018 á Alþingi lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir ásamt átta öðrum þingmönnum, fram 114. mál um breytingu á almennum hegningarlögum og var markmið laganna að banna umskurð drengja í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Í umfjöllun um málið á Alþingi stigu nokkrir alþingismenn í ræðustól og fjölluðu um hinar ýmsu hliðar málsins. Hinn 1. mars 2018 kl. 13:06 tjáði Brynjar Níelsson, alþingismaður og lögfræðingur, sig um málið og sagði meðal annars að: „Alla jafna er svona ekki heimilt, hvorki inngrip í kynfæri né annað“. Um tvö þúsund íslenskir heilbrigðisstarfsmenn studdu frumvarpið með undirskrift sinni. Málið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis hinn 1. mars 2018 og var fjallað um málið á sjö fundum nefndarinnar og er málinu ólokið í meðförum Alþingis. Umsögn Barnaheilla Sögulegur fjöldi umsagna um málið barst til Alþingis og var ein af þeim frá Barnaheillum, dagsett 23. mars 2018. Á vefsíðu samtakanna segir: „Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem stofnuð voru árið 1919 og vinna að réttindum og velferð barna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra“. Í umsögn Barnaheilla um málið til Alþingis dags. 23. mars 2018 kemur fram: „Afstaða Barnaheilla til umskurða á drengjum er eftirfarandi: Samtökin hvetja til þess að settar séu lágmarksreglur um framkvæmd á umskurðum á drengjum. Barnaheill eru þeirrar skoðunar að umskurð eigi ekki að framkvæma nema í samráði við barnið sjálft þegar það hefur þroska og aldur til að taka upplýsta ákvörðun um umskurð á sér, nema að læknir telji nauðsynlegt af heilsufarsástæðum að umskurður verði gerður á barninu.“ Samtökin byggja álit sitt á ákvæðum Barnasáttmálans; 12. gr. og 13. gr. sem kveða á um að barn eigi rétt til að láta frjálslega í ljós og tjá skoðun sína um málefni sem það varða, 14. gr. sem varðar sjálfstætt trúfrelsi barns, 16. gr. sem kveður á um friðhelgi einkalífs barns, 19. gr. sem kveður á um skyldur ríkja til að vernda barn gegn líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiðingum og/eða illri meðferð, 24. gr. sem kveður á um rétt barns til bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu og heilsufars og sérstaklega 3. mgr. sem skyldar ríki til að gera allar viðeigandi ráðstafanir til að vinna gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Og jafnframt á 2. gr., bann við mismunun, 3. gr., sem skyldar ríki til að taka ákvarðanir byggðar á því sem barni er talið fyrir bestu og 6. gr., sem kveður á um að barn skuli eiga rétt til að lifa og þroskast við bestu mögulegu aðstæður. „Að mati Barnaheilla á að virða sjálfsákvörðunarrétt barns um aðgerðir eins og umskurð og aðrar óafturkræfar aðgerðir sem ekki eru metnar nauðsynlegar af læknisfræðilegum ástæðum. Vitað er að umskurður á getnaðarlim ungbarns er afar sársaukafull aðgerð sem veldur barninu alvarlegu áfalli sem getur haft mikil áhrif á líf þess. Slík ónauðsynleg aðgerð sem m.a. er ekki gerð með deyfingu eða svæfingu, því það er ekki hægt vegna ungs aldurs barnsins, er að mati Barnaheilla ómannúðleg meðferð á barni og með engu réttlætanleg.“ „Barnaheill - Save the Children á Íslandi leggja mikla áherslu á að börn eiga sjálfstæð mannréttindi og ber foreldrum að þekkja þau og virða. Að mati Barnaheilla eiga börn að hafa sjálfsákvörðunarrétt um líkamlegar aðgerðir sem ekki teljast nauðsynlegar í læknisfræðilegum tilgangi. Jafnframt eiga börn rétt á að velja sér eigin trú og lífsafstöðu eftir því sem aldur og þroski gerir þeim kleift. Ef barn er umskorið á unga aldri áður en það sjálft getur myndað sér sjálfstæða skoðun á hvaða trúarbrögð það aðhyllist og vilji iðka, er verið að taka fram fyrir rétt þess til að velja sjálft, að mati Barnaheilla.“ Við lestur umsagnarinnar töldum við greinarhöfundar að Barnaheill hefði lagt mikla vinnu í umsögn sína, rökstutt mál sitt vel og komið inn á ýmsar hliðar málsins. Samtökin væru traustsins verð og ynnu göfugt og mikilvægt starf í íslensku þjóðfélagi. Í kjölfarið ákváðum við að styrkja Barnaheill með mánaðarlegum framlögum og einstaka styrkjum og nam heildarupphæð styrkja frá okkur fleiri tugum þúsunda íslenskra króna. Þá má benda á að samtökin þiggja tugi milljóna króna í opinber framlög ár hvert skv. ársreikningum. Ekki töldum við greinarhöfundar að Barnaheill myndi fljótlega breyta afstöðu sinni. Viðbótarskýrsla til Sameinuðu þjóðanna árið 2020 Hinn 30. september 2020 var kynnt viðbótarskýrsla við fimmtu og sjöttu skýrslu Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna 2020. Samstarfsaðilar eru: Barnaheill – Save the Children á Íslandi (ritstjórn), Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Landssamtökin Þroskahjálp (kjörorð: Mannréttindi fyrir alla!), Mannréttindaskrifstofa Íslands (ritstjórn), Rauði krossinn á Íslandi (kjörorð eru m.a.: Mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi), Landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, Ungmennafélag Íslands, UNICEF á Íslandi – fyrir öll börn (ritstjórn) og Öryrkjabandalag Íslands (kjörorð: Við stöndum fyrir réttlæti – Ekkert um okkur án okkar). Í inngangi skýrslunnar kemur fram að hún sé afrakstur tímamótasamstarfs níu félagasamtaka sem fjalla um réttindi barna með einum eða öðrum hætti. Í V. kafla er fjallað um ofbeldi gegn börnum. Greinar 19, 24 (3), 28 (2), 34, 37A, 39 Barnasáttmálans. Þegar fjallað er um 24. grein er snýr að aðgerðum gegn skaðlegum hefðum segir: Umskurður á drengjum „Tryggja þarf að umskurðir á drengjum séu framkvæmdir af þar til menntuðum sérfræðingum, s.s. barnalæknum eða skurðlæknum, í öruggu umhverfi sem uppfyllir kröfur um hreinlæti og aðbúnað. Fáir drengir eru umskornir á Íslandi skv. skráningu og upplýsingum frá heilbrigðisstofnunum og yfirvöldum. Hins vegar þarf að tryggja að öll tilfelli umskurða séu skráð og ástæður aðgerðar. Umskurður er óafturkræf og sársaukafull aðgerð sem er sjaldnast framkvæmd með deyfingu og ætti ekki að framkvæma í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Að lágmarki þarf að gefa barninu kost á að taka sjálft ákvörðun um umskurð, þ.e. þegar það hefur náð viðeigandi þroska og þekkingu til að geta tekið upplýsta ákvörðun.“ „Mælt er með að settar verði lágmarksreglur um framkvæmd á umskurði drengja í læknisfræðilegum tilgangi. Gefa þarf barninu kost á að taka sjálft ákvörðun um umskurð, þ.e. þegar það hefur náð viðeigandi þroska og þekkingu til að geta tekið upplýsta ákvörðun. Umskurður í trúarlegum tilgangi er hefð sem ætti að hverfa frá, sbr. 3. mgr. 24. gr. Barnasáttmálans.“ Þessi hluti skýrslunnar er í meginatriðum í verulegu ósamræmi við fyrri málflutning Barnaheilla, sem þó var í ritstjórn skýrslunnar. Strax í kjölfarið hættum við greinarhöfundar að styðja Barnaheill fjárhagslega. Í umræddri tímamótaskýrslu er ljóst að umskurður á drengjum er viðurkennt sem ofbeldi gegn börnum sem sé skaðleg hefð! Hvernig ætla skýrsluhöfundar að tryggja að barna- eða skurðlæknar umskeri drengi þegar slíkir sérfræðingar hafa nú þegar hafnað að framkvæma slíkar skurðaðgerðir séu læknisfræðilegar ábendingar ekki fyrir hendi? Krafa er gerð um að slíkir sérfræðingar framkvæmi þannig aðgerðir, sem uppfylli kröfur um hreinlæti og aðbúnað. Er verið að gefa í skyn að barna- eða skurðlæknar séu nú þegar að gera skurðaðgerðir á börnum sem uppfylla ekki slík skilyrði? Þá er fjallað um að tryggja þurfi að öll tilfelli umskurða séu skráð og ástæður aðgerðar. Draga má þá ályktun að verið sé að gefa í skyn að sérfræðilæknar séu að framkvæma skurðaðgerðir á börnum án viðunandi skráningar og án ástæðu. Einnig má velta fyrir sér ef verið er að framkvæma umskurði án læknisfræðilegra ábendinga (eins og stendur í skýrslunni að tryggt verði) gæti drengurinn þá mögulega kært lækninn fyrir líkamsárás síðar meir? – Þá má einnig benda á að í forhúð drengja má finna stofnfrumur sem er dýrmæt söluvara og því er forhúð sveinbarna eftirsótt í líftækni- og snyrtivöruiðnaði. Um er að ræða iðnað sem veltir milljörðum dala á hverju ári. Þess vegna hefur skapast sú hefð í sumum löndum að umskera drengi án læknisfræðilegra ábendinga til þess að komast yfir slík verðmæti. Gæti umskorinn drengur gert tilkall í slíkum hagnaði? Í áðurnefndri skýrslu er mælt með að settar verði lágmarksreglur um framkvæmd á umskurði drengja í læknisfræðilegum tilgangi. Hvað með aðrar skurðaðgerðir sem framkvæmdar eru í læknisfræðilegum tilgangi? Nú þegar gilda skýrar verklagsreglur um slíkar aðgerðir. Eru skýrsluhöfundar að gefa í skyn að það regluverk sem nú þegar er í gildi um aðgerðir sem framkvæmdar eru í læknisfræðilegum tilgangi séu ekki nógu skýrar? Þá segir að lágmarki þurfi að gefa barninu kost á að taka sjálft ákvörðun um umskurð, þ.e. þegar það hefur náð viðeigandi þroska og þekkingu til að geta tekið upplýsta ákvörðun. Liggur þá beint við að spyrja: Hvenær hefur barn náð viðeigandi þroska til þess að geta aflað sér slíkrar þekkingar og tekið þannig upplýsta ákvörðun? Í þessu samhengi er nauðsynlegt að benda á 1. gr. lögræðislaga nr. 71 frá 28. maí 1997 en þar segir að lögráða verða menn 18 ára. Þeir læknar sem rætt hefur verið við um innihald umræddrar skýrslu níu frjálsra félagasamtaka telja málsgreinina er varðar umskurð á drengjum vera illa skrifaða og bjóða upp á misskilning af ýmsu tagi, auk þess að gefa ranga mynd af læknum. Skilaboðin eiga að vera skýr, hafna beri öllum skurðaðgerðum hjá ósjálfráða einstaklingum sem ekki hafa skýr heilsufarsleg markmið og læknisfræðilegar ábendingar vegna undirliggjandi sjúkdóma. Niðurstaða Í ljósi sögulegrar umræðu um málið síðasta áratuginn hér á landi er ljóst að lagaleg staða barna þegar kemur að ónauðsynlegum skurðaðgerðum er nokkuð á reiki. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður, ritaði grein í Morgunblaðið 26. febrúar 2018 í tilefni þess að Alþingi tók bann við umskurði drengja á dagskrá og taldi Jón Steinar að það þyrfti enga lagabreytingu til að banna mönnum að valda börnum líkamsmeiðslum. Samkvæmt almennum hegningarlögum er refsivert að valda með vísvitandi líkamsárás öðrum manni tjóni á líkama og heilbrigði. Spurði Jón Steinar í þeirri grein: Hvernig ætli standi á því að sumt fólk telji sjálfsagt að valda vísvitandi líkamstjóni hjá ómálga börnum? Ákvæði um slíkt væri þegar í lögum. Eru þá mikilsvirt samtök, þar með talið Barnaheill að senda þau skilaboð til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna að tryggja skuli að ómálga börn verði fyrir líkamsárás hér á landi, eins og fram kemur í áðurnefndri skýrslu níu félagasamtaka? Ljóst þykir að verulegur skortur er á fræðsluefni um réttindi barna hér á landi samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamþykktum sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist að framfylgja svo og um mögulegar afleiðingar og fylgikvilla ónauðsynlegra aðgerða á ytri kynfærum barna. Í ljósi þess er þeim tilmælum beint til heilbrigðisráðherra að gangast fyrir því að útbúið verði slíkt fræðsluefni sem komið skuli á framfæri við verðandi foreldra sem íhuga slíkar aðgerðir án læknisfræðilegra ábendinga ásamt viðeigandi ráðgjöf, samkvæmt áliti Læknafélags Íslands frá 8. mars 2018. Ljóst þykir að þeim aðilum sem þiggja stórfé í styrki og titla sig verndara barna þurfa nauðsynlega á slíkri fræðslu að halda. Skýrt bann þarf við umskurði drengja eins og umboðsmaður barna kallaði eftir fyrir um áratug. Björgvin Herjólfsson, ráðgjafiMagnús E. Smith, heilbrigðisstarfsmaðurSveinn Svavarsson, rafeindavirki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Félagasamtök Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í þessari umfjöllun er lýsing á því hvernig Barnaheill – Save the children á Íslandi hafa vikið frá aðalstefnu sinni sem er að vernda börn fyrir ofbeldi með breyttri afstöðu samtakanna þegar kemur að ónauðsynlegum skurðaðgerðum á drengjum. Barnaheill sameinaðist Verndurum barna í byrjun mars árið 2019, tilgangurinn með sameiningunni var að berjast gegn ofbeldi á börnum. Á innan við þremur árum hafa samtökin horfið frá afstöðu sinni er varðar umskurð drengja (án læknisfræðilegra ábendinga) sem var „að matiBarnaheilla ómannúðleg meðferð á barni og með engu réttlætanleg“ yfir í að tryggt sé að drengir séu umskornir af þar til menntuðum sérfræðingum í öruggu umhverfi sem uppfyllir kröfur um hreinlæti og aðbúnað. Greinarhöfundar voru styrktaraðilar Barnaheilla og telja því nauðsynlegt að vekja máls á breyttri afstöðu samtakanna. Upphaf málsins Hinn 3. september 2012 kom út ársskýrsla umboðsmanns barna fyrir árið 2011. Þar kemur fram að embættið telji mikilvægt að endurskoða lög og kveða skýrt á um að ekki sé heimilt að umskera drengi (sú háttsemi að fjarlægja forhúð þeirra) nema læknar mæli með slíkri aðgerð. Ekkert ákvæði sé í íslenskum lögum sem beinlínis bannar umskurð drengja. Hinn 13. september 2013 skrifuðu umboðsmenn barna á Norðurlöndum og ýmsir heilbrigðisstarfsmenn undir yfirlýsingu gegn umskurði ungra drengja. Margrét María Sigurðardóttir, þáv. umboðsmaður barna, Ingólfur Einarsson þáv. formaður félags barnalækna á Íslandi, Þráinn Rósmundsson yfirlæknir barnaskurðlækninga á Barnaspítala Hringsins og fulltrúi Barnaskurðlæknafélags Íslands og Ragnar Bjarnason prófessor og yfirlæknir barnalækninga á Barnaspítala Hringsins skrifuðu undir yfirlýsinguna fyrir hönd Íslands. Í kjölfarið voru ríkisstjórnir á öllum Norðurlöndum hvattar til þess að stuðla að fræðslu um réttindi barna og þá áhættu sem fylgir umskurði. Umskurður á ungum börnum brýtur gegn grundvallarréttindum barna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er lögfestur hér á landi. Umskurður felur í sér óafturkræft inngrip í líkama drengja sem getur haft í för með sér mikinn sársauka, auk þess sem slíkri aðgerð fylgir hætta á sýkingum og öðrum vandamálum. Umskurður á ungum drengjum felur í sér brot á réttindum þeirra, nema slík aðgerð sé talin af sérfræðilækni nauðsynleg af heilsufarslegum ástæðum. Umskurður felur í sér varanlegt inngrip í líkama barns sem getur haft í för með sér mikinn sársauka, auk þess sem slíkri aðgerð fylgir hætta á sýkingum og öðrum vandamálum. Alþingi tekur málið á dagskrá Á 148. löggjafarþingi 2017 – 2018 á Alþingi lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir ásamt átta öðrum þingmönnum, fram 114. mál um breytingu á almennum hegningarlögum og var markmið laganna að banna umskurð drengja í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Í umfjöllun um málið á Alþingi stigu nokkrir alþingismenn í ræðustól og fjölluðu um hinar ýmsu hliðar málsins. Hinn 1. mars 2018 kl. 13:06 tjáði Brynjar Níelsson, alþingismaður og lögfræðingur, sig um málið og sagði meðal annars að: „Alla jafna er svona ekki heimilt, hvorki inngrip í kynfæri né annað“. Um tvö þúsund íslenskir heilbrigðisstarfsmenn studdu frumvarpið með undirskrift sinni. Málið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis hinn 1. mars 2018 og var fjallað um málið á sjö fundum nefndarinnar og er málinu ólokið í meðförum Alþingis. Umsögn Barnaheilla Sögulegur fjöldi umsagna um málið barst til Alþingis og var ein af þeim frá Barnaheillum, dagsett 23. mars 2018. Á vefsíðu samtakanna segir: „Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem stofnuð voru árið 1919 og vinna að réttindum og velferð barna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra“. Í umsögn Barnaheilla um málið til Alþingis dags. 23. mars 2018 kemur fram: „Afstaða Barnaheilla til umskurða á drengjum er eftirfarandi: Samtökin hvetja til þess að settar séu lágmarksreglur um framkvæmd á umskurðum á drengjum. Barnaheill eru þeirrar skoðunar að umskurð eigi ekki að framkvæma nema í samráði við barnið sjálft þegar það hefur þroska og aldur til að taka upplýsta ákvörðun um umskurð á sér, nema að læknir telji nauðsynlegt af heilsufarsástæðum að umskurður verði gerður á barninu.“ Samtökin byggja álit sitt á ákvæðum Barnasáttmálans; 12. gr. og 13. gr. sem kveða á um að barn eigi rétt til að láta frjálslega í ljós og tjá skoðun sína um málefni sem það varða, 14. gr. sem varðar sjálfstætt trúfrelsi barns, 16. gr. sem kveður á um friðhelgi einkalífs barns, 19. gr. sem kveður á um skyldur ríkja til að vernda barn gegn líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiðingum og/eða illri meðferð, 24. gr. sem kveður á um rétt barns til bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu og heilsufars og sérstaklega 3. mgr. sem skyldar ríki til að gera allar viðeigandi ráðstafanir til að vinna gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði barna. Og jafnframt á 2. gr., bann við mismunun, 3. gr., sem skyldar ríki til að taka ákvarðanir byggðar á því sem barni er talið fyrir bestu og 6. gr., sem kveður á um að barn skuli eiga rétt til að lifa og þroskast við bestu mögulegu aðstæður. „Að mati Barnaheilla á að virða sjálfsákvörðunarrétt barns um aðgerðir eins og umskurð og aðrar óafturkræfar aðgerðir sem ekki eru metnar nauðsynlegar af læknisfræðilegum ástæðum. Vitað er að umskurður á getnaðarlim ungbarns er afar sársaukafull aðgerð sem veldur barninu alvarlegu áfalli sem getur haft mikil áhrif á líf þess. Slík ónauðsynleg aðgerð sem m.a. er ekki gerð með deyfingu eða svæfingu, því það er ekki hægt vegna ungs aldurs barnsins, er að mati Barnaheilla ómannúðleg meðferð á barni og með engu réttlætanleg.“ „Barnaheill - Save the Children á Íslandi leggja mikla áherslu á að börn eiga sjálfstæð mannréttindi og ber foreldrum að þekkja þau og virða. Að mati Barnaheilla eiga börn að hafa sjálfsákvörðunarrétt um líkamlegar aðgerðir sem ekki teljast nauðsynlegar í læknisfræðilegum tilgangi. Jafnframt eiga börn rétt á að velja sér eigin trú og lífsafstöðu eftir því sem aldur og þroski gerir þeim kleift. Ef barn er umskorið á unga aldri áður en það sjálft getur myndað sér sjálfstæða skoðun á hvaða trúarbrögð það aðhyllist og vilji iðka, er verið að taka fram fyrir rétt þess til að velja sjálft, að mati Barnaheilla.“ Við lestur umsagnarinnar töldum við greinarhöfundar að Barnaheill hefði lagt mikla vinnu í umsögn sína, rökstutt mál sitt vel og komið inn á ýmsar hliðar málsins. Samtökin væru traustsins verð og ynnu göfugt og mikilvægt starf í íslensku þjóðfélagi. Í kjölfarið ákváðum við að styrkja Barnaheill með mánaðarlegum framlögum og einstaka styrkjum og nam heildarupphæð styrkja frá okkur fleiri tugum þúsunda íslenskra króna. Þá má benda á að samtökin þiggja tugi milljóna króna í opinber framlög ár hvert skv. ársreikningum. Ekki töldum við greinarhöfundar að Barnaheill myndi fljótlega breyta afstöðu sinni. Viðbótarskýrsla til Sameinuðu þjóðanna árið 2020 Hinn 30. september 2020 var kynnt viðbótarskýrsla við fimmtu og sjöttu skýrslu Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna 2020. Samstarfsaðilar eru: Barnaheill – Save the Children á Íslandi (ritstjórn), Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Landssamtökin Þroskahjálp (kjörorð: Mannréttindi fyrir alla!), Mannréttindaskrifstofa Íslands (ritstjórn), Rauði krossinn á Íslandi (kjörorð eru m.a.: Mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi), Landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, Ungmennafélag Íslands, UNICEF á Íslandi – fyrir öll börn (ritstjórn) og Öryrkjabandalag Íslands (kjörorð: Við stöndum fyrir réttlæti – Ekkert um okkur án okkar). Í inngangi skýrslunnar kemur fram að hún sé afrakstur tímamótasamstarfs níu félagasamtaka sem fjalla um réttindi barna með einum eða öðrum hætti. Í V. kafla er fjallað um ofbeldi gegn börnum. Greinar 19, 24 (3), 28 (2), 34, 37A, 39 Barnasáttmálans. Þegar fjallað er um 24. grein er snýr að aðgerðum gegn skaðlegum hefðum segir: Umskurður á drengjum „Tryggja þarf að umskurðir á drengjum séu framkvæmdir af þar til menntuðum sérfræðingum, s.s. barnalæknum eða skurðlæknum, í öruggu umhverfi sem uppfyllir kröfur um hreinlæti og aðbúnað. Fáir drengir eru umskornir á Íslandi skv. skráningu og upplýsingum frá heilbrigðisstofnunum og yfirvöldum. Hins vegar þarf að tryggja að öll tilfelli umskurða séu skráð og ástæður aðgerðar. Umskurður er óafturkræf og sársaukafull aðgerð sem er sjaldnast framkvæmd með deyfingu og ætti ekki að framkvæma í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Að lágmarki þarf að gefa barninu kost á að taka sjálft ákvörðun um umskurð, þ.e. þegar það hefur náð viðeigandi þroska og þekkingu til að geta tekið upplýsta ákvörðun.“ „Mælt er með að settar verði lágmarksreglur um framkvæmd á umskurði drengja í læknisfræðilegum tilgangi. Gefa þarf barninu kost á að taka sjálft ákvörðun um umskurð, þ.e. þegar það hefur náð viðeigandi þroska og þekkingu til að geta tekið upplýsta ákvörðun. Umskurður í trúarlegum tilgangi er hefð sem ætti að hverfa frá, sbr. 3. mgr. 24. gr. Barnasáttmálans.“ Þessi hluti skýrslunnar er í meginatriðum í verulegu ósamræmi við fyrri málflutning Barnaheilla, sem þó var í ritstjórn skýrslunnar. Strax í kjölfarið hættum við greinarhöfundar að styðja Barnaheill fjárhagslega. Í umræddri tímamótaskýrslu er ljóst að umskurður á drengjum er viðurkennt sem ofbeldi gegn börnum sem sé skaðleg hefð! Hvernig ætla skýrsluhöfundar að tryggja að barna- eða skurðlæknar umskeri drengi þegar slíkir sérfræðingar hafa nú þegar hafnað að framkvæma slíkar skurðaðgerðir séu læknisfræðilegar ábendingar ekki fyrir hendi? Krafa er gerð um að slíkir sérfræðingar framkvæmi þannig aðgerðir, sem uppfylli kröfur um hreinlæti og aðbúnað. Er verið að gefa í skyn að barna- eða skurðlæknar séu nú þegar að gera skurðaðgerðir á börnum sem uppfylla ekki slík skilyrði? Þá er fjallað um að tryggja þurfi að öll tilfelli umskurða séu skráð og ástæður aðgerðar. Draga má þá ályktun að verið sé að gefa í skyn að sérfræðilæknar séu að framkvæma skurðaðgerðir á börnum án viðunandi skráningar og án ástæðu. Einnig má velta fyrir sér ef verið er að framkvæma umskurði án læknisfræðilegra ábendinga (eins og stendur í skýrslunni að tryggt verði) gæti drengurinn þá mögulega kært lækninn fyrir líkamsárás síðar meir? – Þá má einnig benda á að í forhúð drengja má finna stofnfrumur sem er dýrmæt söluvara og því er forhúð sveinbarna eftirsótt í líftækni- og snyrtivöruiðnaði. Um er að ræða iðnað sem veltir milljörðum dala á hverju ári. Þess vegna hefur skapast sú hefð í sumum löndum að umskera drengi án læknisfræðilegra ábendinga til þess að komast yfir slík verðmæti. Gæti umskorinn drengur gert tilkall í slíkum hagnaði? Í áðurnefndri skýrslu er mælt með að settar verði lágmarksreglur um framkvæmd á umskurði drengja í læknisfræðilegum tilgangi. Hvað með aðrar skurðaðgerðir sem framkvæmdar eru í læknisfræðilegum tilgangi? Nú þegar gilda skýrar verklagsreglur um slíkar aðgerðir. Eru skýrsluhöfundar að gefa í skyn að það regluverk sem nú þegar er í gildi um aðgerðir sem framkvæmdar eru í læknisfræðilegum tilgangi séu ekki nógu skýrar? Þá segir að lágmarki þurfi að gefa barninu kost á að taka sjálft ákvörðun um umskurð, þ.e. þegar það hefur náð viðeigandi þroska og þekkingu til að geta tekið upplýsta ákvörðun. Liggur þá beint við að spyrja: Hvenær hefur barn náð viðeigandi þroska til þess að geta aflað sér slíkrar þekkingar og tekið þannig upplýsta ákvörðun? Í þessu samhengi er nauðsynlegt að benda á 1. gr. lögræðislaga nr. 71 frá 28. maí 1997 en þar segir að lögráða verða menn 18 ára. Þeir læknar sem rætt hefur verið við um innihald umræddrar skýrslu níu frjálsra félagasamtaka telja málsgreinina er varðar umskurð á drengjum vera illa skrifaða og bjóða upp á misskilning af ýmsu tagi, auk þess að gefa ranga mynd af læknum. Skilaboðin eiga að vera skýr, hafna beri öllum skurðaðgerðum hjá ósjálfráða einstaklingum sem ekki hafa skýr heilsufarsleg markmið og læknisfræðilegar ábendingar vegna undirliggjandi sjúkdóma. Niðurstaða Í ljósi sögulegrar umræðu um málið síðasta áratuginn hér á landi er ljóst að lagaleg staða barna þegar kemur að ónauðsynlegum skurðaðgerðum er nokkuð á reiki. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður, ritaði grein í Morgunblaðið 26. febrúar 2018 í tilefni þess að Alþingi tók bann við umskurði drengja á dagskrá og taldi Jón Steinar að það þyrfti enga lagabreytingu til að banna mönnum að valda börnum líkamsmeiðslum. Samkvæmt almennum hegningarlögum er refsivert að valda með vísvitandi líkamsárás öðrum manni tjóni á líkama og heilbrigði. Spurði Jón Steinar í þeirri grein: Hvernig ætli standi á því að sumt fólk telji sjálfsagt að valda vísvitandi líkamstjóni hjá ómálga börnum? Ákvæði um slíkt væri þegar í lögum. Eru þá mikilsvirt samtök, þar með talið Barnaheill að senda þau skilaboð til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna að tryggja skuli að ómálga börn verði fyrir líkamsárás hér á landi, eins og fram kemur í áðurnefndri skýrslu níu félagasamtaka? Ljóst þykir að verulegur skortur er á fræðsluefni um réttindi barna hér á landi samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamþykktum sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist að framfylgja svo og um mögulegar afleiðingar og fylgikvilla ónauðsynlegra aðgerða á ytri kynfærum barna. Í ljósi þess er þeim tilmælum beint til heilbrigðisráðherra að gangast fyrir því að útbúið verði slíkt fræðsluefni sem komið skuli á framfæri við verðandi foreldra sem íhuga slíkar aðgerðir án læknisfræðilegra ábendinga ásamt viðeigandi ráðgjöf, samkvæmt áliti Læknafélags Íslands frá 8. mars 2018. Ljóst þykir að þeim aðilum sem þiggja stórfé í styrki og titla sig verndara barna þurfa nauðsynlega á slíkri fræðslu að halda. Skýrt bann þarf við umskurði drengja eins og umboðsmaður barna kallaði eftir fyrir um áratug. Björgvin Herjólfsson, ráðgjafiMagnús E. Smith, heilbrigðisstarfsmaðurSveinn Svavarsson, rafeindavirki
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun