Samherjar Samherja og skrímslið sem stjórnmálastéttin bjó til Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 26. apríl 2021 07:01 „Það sem slær mann sérstaklega er þögn þingmanna þjóðarinnar sem klárlega heyra og sjá það sem er að gerast,“ segir Bubbi Morthens í pistli sínum um yfirgang Samherja og árásirnar á Helga Seljan. En það er ekki bara þögn margra þingmanna sem er sláandi heldur líka hin virka varðstaða ráðandi stjórnmálaafla um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi þar sem kvóta er úthlutað langt undir markaðsverði, meirihlutanum til örfárra fyrirtækja og fjölskyldna. Þetta er kerfið sem gerir eigendum Samherja og annarra stórútgerða kleift að raka til sín arðinum af fiskveiðiauðlindinni og nota hann til að öðlast æ meiri ítök í íslensku viðskiptalífi. Veiðigjöldin sem útgerðarfyrirtæki greiða fyrir aðgang að auðlindinni hafa lækkað umtalsvert á yfirstandandi kjörtímabili og blikna í samanburði við arðgreiðslurnar sem renna til eigenda fyrirtækjanna. Sú þróun er pólitísk ákvörðun stjórnarflokkanna, fólksins sem stjórnar landinu. Þau sitja hjá meðan kvóti safnast á hendur æ færri nátengdra fyrirtækja og viðhalda ónýtum reglum um hámarksaflahlutdeild, m.a. hvað teljist tengdir aðilar og raunveruleg yfirráð. Þau gelda stofnanirnar sem hafa eftirlit með nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar og skattakúnstum Samherja; fyrst með því að grafa undan starfsgetu Fiskistofu og svo með því að leggja niður embætti skattrannsóknarstjóra. Þau styðja við gegndarlausa auðsöfnun hinna fáu með því að viðhalda skattkerfi sem hyglar þeim tekju- og eignamestu á kostnað okkar hinna. Þau hunsa ákallið um þjóðareign auðlinda sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og leggja í staðinn fram bitlaust ákvæði þar sem hvorki er kveðið skýrt á um tímabindingu afnotaréttarins né eðlilega gjaldtöku. Stjórnmálamenn bjuggu til ofurstéttina sem eignar sér fiskinn í sjónum. Olígarkana sem eitra og skekkja þjóðmálaumræðu á Íslandi með því að kaupa upp fjölmiðla og pólitíkusa og reka áróðursstríð gegn blaðamönnum, embættismönnum og eftirlitsstofnunum, hverjum þeim sem ógna sérhagsmunum þeirra. Olígarka sem virðast einfaldlega hafa sagt sig úr lögum við samfélagið okkar. Yfirgangurinn mun halda áfram að eitra út frá sér og bitna á okkur öllum meðan samherjar Samherja stjórna Íslandi. En búum okkur líka undir að hamagangurinn verði enn tryllingslegri ef ný ríkisstjórn, staðráðin í tryggja almenningi réttmætan arð af auðlindum sjávar, tekur við stjórnartaumunum eftir Alþingiskosningar í haust. Þá verða ramakvein Samherjavaldsins staðfesting á því að við séum réttri leið. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Fjölmiðlar Jóhann Páll Jóhannsson Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
„Það sem slær mann sérstaklega er þögn þingmanna þjóðarinnar sem klárlega heyra og sjá það sem er að gerast,“ segir Bubbi Morthens í pistli sínum um yfirgang Samherja og árásirnar á Helga Seljan. En það er ekki bara þögn margra þingmanna sem er sláandi heldur líka hin virka varðstaða ráðandi stjórnmálaafla um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi þar sem kvóta er úthlutað langt undir markaðsverði, meirihlutanum til örfárra fyrirtækja og fjölskyldna. Þetta er kerfið sem gerir eigendum Samherja og annarra stórútgerða kleift að raka til sín arðinum af fiskveiðiauðlindinni og nota hann til að öðlast æ meiri ítök í íslensku viðskiptalífi. Veiðigjöldin sem útgerðarfyrirtæki greiða fyrir aðgang að auðlindinni hafa lækkað umtalsvert á yfirstandandi kjörtímabili og blikna í samanburði við arðgreiðslurnar sem renna til eigenda fyrirtækjanna. Sú þróun er pólitísk ákvörðun stjórnarflokkanna, fólksins sem stjórnar landinu. Þau sitja hjá meðan kvóti safnast á hendur æ færri nátengdra fyrirtækja og viðhalda ónýtum reglum um hámarksaflahlutdeild, m.a. hvað teljist tengdir aðilar og raunveruleg yfirráð. Þau gelda stofnanirnar sem hafa eftirlit með nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar og skattakúnstum Samherja; fyrst með því að grafa undan starfsgetu Fiskistofu og svo með því að leggja niður embætti skattrannsóknarstjóra. Þau styðja við gegndarlausa auðsöfnun hinna fáu með því að viðhalda skattkerfi sem hyglar þeim tekju- og eignamestu á kostnað okkar hinna. Þau hunsa ákallið um þjóðareign auðlinda sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og leggja í staðinn fram bitlaust ákvæði þar sem hvorki er kveðið skýrt á um tímabindingu afnotaréttarins né eðlilega gjaldtöku. Stjórnmálamenn bjuggu til ofurstéttina sem eignar sér fiskinn í sjónum. Olígarkana sem eitra og skekkja þjóðmálaumræðu á Íslandi með því að kaupa upp fjölmiðla og pólitíkusa og reka áróðursstríð gegn blaðamönnum, embættismönnum og eftirlitsstofnunum, hverjum þeim sem ógna sérhagsmunum þeirra. Olígarka sem virðast einfaldlega hafa sagt sig úr lögum við samfélagið okkar. Yfirgangurinn mun halda áfram að eitra út frá sér og bitna á okkur öllum meðan samherjar Samherja stjórna Íslandi. En búum okkur líka undir að hamagangurinn verði enn tryllingslegri ef ný ríkisstjórn, staðráðin í tryggja almenningi réttmætan arð af auðlindum sjávar, tekur við stjórnartaumunum eftir Alþingiskosningar í haust. Þá verða ramakvein Samherjavaldsins staðfesting á því að við séum réttri leið. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun