Svona var klömbruhleðsla notuð til að gera aðstöðu baðlónsins í Kársnesi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. apríl 2021 12:31 Frá uppbyggingunni á Kársnesi. Youtube Baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi verður opnað á föstudag en baðlónið á að skapa 110 ný störf. Mjög mikið er lagt í baðlónið og vandað er til verka varðandi hönnun og upplifun fyrir gesti samkvæmt tilkynningu um opnunina. Áætlaður framkvæmdakostnaður er um fimm milljarðar króna. Nú þegar hefur verið opnað fyrir bókanir í lónið. „Hefðirnar í kringum baðmenningu Íslendinga eru grafnar djúpt í þjóðarsálina. Þessar hefðir eru kjarninn í upplifunni sem við bjóðum í Sky Lagoon,“ segir Dagný Pétursdóttir framkvæmdastjóri Sky Lagoon. „Gestir lónsins munu því tengja hug, líkama og sál í faðmi náttúru, kletta, óendanleika hafsins ásamt yndislegu sjö skrefa spa ferðalagi.“ Gamli íslenski byggingarstíllinn skín í gegn þar sem meðal annars er notuð klömbruhleðsla sem hélt lífi og hita í Íslendingum um ár og aldir en þetta er í fyrsta skipti sem þessi forna byggingatækni er notuð í nútímabygginu. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig torfveggurinn varð til. Þar er meðal annars rætt við Guðjón S. Kristinsson sérfræðing í torfhleðslu. „Staðnum er ætlað að upphefja íslenska baðmenningu, byggingarsögu og náttúru. Gestir Sky Lagoon ganga inn í séríslenskan ævintýraheim innan um einstaka náttúru með magnað útsýni yfir hafið, skerin og nesin, verandi samt á miðju höfuðborgarsvæðinu. 75 metra langur óendanleikakantur gefur þá tilfinningu að himinn og haf renni saman þegar horft er úr lóninu,“ segir í tilkynningunni. Sky lagoon „Kjarninn í upplifun gesta er sjö skrefa spa ferðalag sem er innifalið fyrir alla gesti. Heilunarmáttur heita og kalda vatnsins, blautgufa, þurrgufa og ferska sjávarloftið stuðla að vellíðan og efla líkama og sál. Í lóninu er þurrgufa með stærsta glerrúðu á Íslandi með mögnuðu útsýni út á hafið.“ Dagný Pétursdóttir framkvæmdastjóri Sky lagoon segir að verkefnið skapi 110 störf. Að verkefninu stendur fyrirtækið Nature Resort ehf. og kanadíska fyrirtækið Pursuit mun sjá um rekstur baðlónsins. Pursuit þekkir vel til ferðaþjónustu á Íslandi í gegnum rekstur sinn á Fly Over Iceland. „Vellíðan og upplifun af náttúrunni er enn mikilvægari í framhaldi af þessu erfiða tímabili sem er senn á enda,“ segir David Barry, forstjóri Pursuit. Sky lagoon „Þörfin á að slaka á, aftengja sig frá amstri dagsins og koma endurnýjuð til baka er gríðarlega mikilvægt fyrir líkamla og sál. Við hlökkum til að bjóða gestum Sky Lagoon upp á einstaka upplifun og vellíðan hér í lóninu.“ Sundlaugar Tíska og hönnun Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Mjög mikið er lagt í baðlónið og vandað er til verka varðandi hönnun og upplifun fyrir gesti samkvæmt tilkynningu um opnunina. Áætlaður framkvæmdakostnaður er um fimm milljarðar króna. Nú þegar hefur verið opnað fyrir bókanir í lónið. „Hefðirnar í kringum baðmenningu Íslendinga eru grafnar djúpt í þjóðarsálina. Þessar hefðir eru kjarninn í upplifunni sem við bjóðum í Sky Lagoon,“ segir Dagný Pétursdóttir framkvæmdastjóri Sky Lagoon. „Gestir lónsins munu því tengja hug, líkama og sál í faðmi náttúru, kletta, óendanleika hafsins ásamt yndislegu sjö skrefa spa ferðalagi.“ Gamli íslenski byggingarstíllinn skín í gegn þar sem meðal annars er notuð klömbruhleðsla sem hélt lífi og hita í Íslendingum um ár og aldir en þetta er í fyrsta skipti sem þessi forna byggingatækni er notuð í nútímabygginu. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig torfveggurinn varð til. Þar er meðal annars rætt við Guðjón S. Kristinsson sérfræðing í torfhleðslu. „Staðnum er ætlað að upphefja íslenska baðmenningu, byggingarsögu og náttúru. Gestir Sky Lagoon ganga inn í séríslenskan ævintýraheim innan um einstaka náttúru með magnað útsýni yfir hafið, skerin og nesin, verandi samt á miðju höfuðborgarsvæðinu. 75 metra langur óendanleikakantur gefur þá tilfinningu að himinn og haf renni saman þegar horft er úr lóninu,“ segir í tilkynningunni. Sky lagoon „Kjarninn í upplifun gesta er sjö skrefa spa ferðalag sem er innifalið fyrir alla gesti. Heilunarmáttur heita og kalda vatnsins, blautgufa, þurrgufa og ferska sjávarloftið stuðla að vellíðan og efla líkama og sál. Í lóninu er þurrgufa með stærsta glerrúðu á Íslandi með mögnuðu útsýni út á hafið.“ Dagný Pétursdóttir framkvæmdastjóri Sky lagoon segir að verkefnið skapi 110 störf. Að verkefninu stendur fyrirtækið Nature Resort ehf. og kanadíska fyrirtækið Pursuit mun sjá um rekstur baðlónsins. Pursuit þekkir vel til ferðaþjónustu á Íslandi í gegnum rekstur sinn á Fly Over Iceland. „Vellíðan og upplifun af náttúrunni er enn mikilvægari í framhaldi af þessu erfiða tímabili sem er senn á enda,“ segir David Barry, forstjóri Pursuit. Sky lagoon „Þörfin á að slaka á, aftengja sig frá amstri dagsins og koma endurnýjuð til baka er gríðarlega mikilvægt fyrir líkamla og sál. Við hlökkum til að bjóða gestum Sky Lagoon upp á einstaka upplifun og vellíðan hér í lóninu.“
Sundlaugar Tíska og hönnun Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira