Nú þarf sjálfbærni í öllum rekstri Tómas Njáll Möller skrifar 27. apríl 2021 07:31 Við erum á tímamótunvarðandi þróun umhverfis okkar og samfélaga. Við stöndum á krossgötum þar sem val um leiðir, aðgerðir og aðgerðarleysi ræður miklu um hvort við náum að snúa samfélögum okkar, framleiðslu og neyslu á braut sjálfbærni. Það mun hafa mikil áhrif á framtíð okkar, barna okkar og afkomenda þeirra. Við stöndum frammi fyrir gríðarlegri áskorun varðandi loftslagmál og grundvöllvistkerfa sem við treystum á. Þessar áskoranir kunna að virka ógnvekjandi en þær fela í líka í sér óþrjótandi tækifæri fyrir nýsköpun, ný atvinnutækifæri og sterkari samkeppnisstöðu. Frá Holocene til Anthropocene – hvað er það? Í fyrsta sinn í sögu jarðar eru athafnir manna ráðandi þáttur í þróun vistkerfa. Við lok síðustu ísaldar tók við rúmlega tíu þúsund ára tímabil sem er nefnt Holocene (nútíminn). Á þeim tíma hefur hitastig sveiflast á um einnar gráðu bili. Það skapaði aðstæður fyrir manninn að þróa þau nútímasamfélög sem við þekkjum. Upp úr 1950 tók við nýtt tímabil sem nefnist Anthropocene. Það vísar til áhrifa mannsins sem birtast m.a. í óæskilegri hlýnun loftslags, ógnun líffræðilegs fjölbreytileika og ójafnvægis í mikilvægum vistkerfum. Þessi áhrif mannsins munu að óbreyttu valda mannkyninu gríðarlegum búsifjum. Iðnbyltingin hefur fært okkur fordæmalausa velmegun en því miður byggir hún ekki á sjálfbærum forsendum. Mikilvægur vitnisburður um stöðuna og leiðir fram á við Sir David Attenborough dregur upp sterka mynd í bók sinni A Life on Our Planet sem og í samnefndri kvikmynd. Bókin byggir á ævistarfi hans en hann er nú 94 ára.Attenborough bendir okkur á að frá árinu 1938 hafi mannfjöldi farið úr 2,3 milljörðum í 7,8 milljarða og villt landsvæði minnkað úr 64% í 35%. Á sama tíma hefur kolefni í andrúmsloftinu aukist um nær helming og er nú meira en nokkru sinni í sögu mannkyns. Attenborough kveðst hafa áhyggjur fyrir hönd þeirra sem lifa munu næstu 90 árin ef við höldum óbreyttum lifnaðarháttum. Vísindamenn benda á að líf á jörðinni sé á leið á endastöð. Attenborough bendir okkur þó á leið til bjartari framtíðar en sú leið krefst þess að við stýrum athöfnum okkar innan ramma sjálfbærs hagkerfis. Til þess þurfum við að: hætta að reikna með að vöxtur geti verið óendanlegur færa okkur yfir í hreina orku vernda lífríki heimshafanna og gefa þeim færi á að ná fyrri styrk taka minna pláss fyrir athafnir okkar veita villtri náttúru meira rými skapa aðstæður til að stöðva fólksfjölgun og síðast en ekki síst; ná tökum á sjálfbærri þróun og lifnaðarháttum Við höfum þekkinguna og framtíðin er í okkar höndum. Viljinn er allt sem þarf. Tilvísun til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun: Samstillt náum við miklu meiri árangri Grunnstef Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni - er að vera umræðuvaki, fræðsluvettvangur og brúarsmiður. Með því að horfa á stóru myndina og setja hlutina í samhengi vill Festa styðja aðildarfélög sín og aðra til að vinna að sjálfbæru samfélagi. Samfélagi sem útilokar ekki komandi kynslóðir frá því að geta lifað góðu lífi. Meðal helstu áherslumála Festu eru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, loftslagsmarkmið, hringrásarhagkerfi, fjárfestingar í þágu sjálfbærni og vegvísar fyrir sjálfbæran rekstur. Á vef Festu (www.samfelagsabyrgd.is) má finna ýmsan fróðleik og leiðbeiningar fyrir fyrirtæki, stofnanir og einyrkja varðandi sjálfbæran rekstur. Vegferðin að sjálfbæru samfélagi getur falið í sér óþrjótandi tækifæri fyrir Ísland til að skapa ný og góð störf, styðja við sanngjarnt samfélag, viðhalda lífsgæðum, skapa sjálfbær fjárfestingartækifæri og efla samkeppnisstöðu okkar. Bill Gates bendir á það og útskýrir í nýlegri bók sinni, How to Avoid a Climate Disaster, að þau ríki sem nái fyrst kolefnishlutleysi muni standa mun betur að vígi í samkeppninni. Áratugur aðgerða er runninn upp Þjóðir heims settu sér skýr og metnaðarfull markmið árið 2015 með gerð Parísarsáttmálans um aðgerðir í loftslagsmálum og með samþykkt heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sáttmálarnir eru öflugir vegvísar og innihalda mikilvæg markmið sem er brýnt að ná fyrir árið 2030. Það er viðeigandi að nefna nýhafinn áratug, áratug aðgerða. Við þurfum að vinna saman að settum markmiðum, sýna áræðni og framsýni. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni og yfirlögfræðingur lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Við erum á tímamótunvarðandi þróun umhverfis okkar og samfélaga. Við stöndum á krossgötum þar sem val um leiðir, aðgerðir og aðgerðarleysi ræður miklu um hvort við náum að snúa samfélögum okkar, framleiðslu og neyslu á braut sjálfbærni. Það mun hafa mikil áhrif á framtíð okkar, barna okkar og afkomenda þeirra. Við stöndum frammi fyrir gríðarlegri áskorun varðandi loftslagmál og grundvöllvistkerfa sem við treystum á. Þessar áskoranir kunna að virka ógnvekjandi en þær fela í líka í sér óþrjótandi tækifæri fyrir nýsköpun, ný atvinnutækifæri og sterkari samkeppnisstöðu. Frá Holocene til Anthropocene – hvað er það? Í fyrsta sinn í sögu jarðar eru athafnir manna ráðandi þáttur í þróun vistkerfa. Við lok síðustu ísaldar tók við rúmlega tíu þúsund ára tímabil sem er nefnt Holocene (nútíminn). Á þeim tíma hefur hitastig sveiflast á um einnar gráðu bili. Það skapaði aðstæður fyrir manninn að þróa þau nútímasamfélög sem við þekkjum. Upp úr 1950 tók við nýtt tímabil sem nefnist Anthropocene. Það vísar til áhrifa mannsins sem birtast m.a. í óæskilegri hlýnun loftslags, ógnun líffræðilegs fjölbreytileika og ójafnvægis í mikilvægum vistkerfum. Þessi áhrif mannsins munu að óbreyttu valda mannkyninu gríðarlegum búsifjum. Iðnbyltingin hefur fært okkur fordæmalausa velmegun en því miður byggir hún ekki á sjálfbærum forsendum. Mikilvægur vitnisburður um stöðuna og leiðir fram á við Sir David Attenborough dregur upp sterka mynd í bók sinni A Life on Our Planet sem og í samnefndri kvikmynd. Bókin byggir á ævistarfi hans en hann er nú 94 ára.Attenborough bendir okkur á að frá árinu 1938 hafi mannfjöldi farið úr 2,3 milljörðum í 7,8 milljarða og villt landsvæði minnkað úr 64% í 35%. Á sama tíma hefur kolefni í andrúmsloftinu aukist um nær helming og er nú meira en nokkru sinni í sögu mannkyns. Attenborough kveðst hafa áhyggjur fyrir hönd þeirra sem lifa munu næstu 90 árin ef við höldum óbreyttum lifnaðarháttum. Vísindamenn benda á að líf á jörðinni sé á leið á endastöð. Attenborough bendir okkur þó á leið til bjartari framtíðar en sú leið krefst þess að við stýrum athöfnum okkar innan ramma sjálfbærs hagkerfis. Til þess þurfum við að: hætta að reikna með að vöxtur geti verið óendanlegur færa okkur yfir í hreina orku vernda lífríki heimshafanna og gefa þeim færi á að ná fyrri styrk taka minna pláss fyrir athafnir okkar veita villtri náttúru meira rými skapa aðstæður til að stöðva fólksfjölgun og síðast en ekki síst; ná tökum á sjálfbærri þróun og lifnaðarháttum Við höfum þekkinguna og framtíðin er í okkar höndum. Viljinn er allt sem þarf. Tilvísun til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun: Samstillt náum við miklu meiri árangri Grunnstef Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni - er að vera umræðuvaki, fræðsluvettvangur og brúarsmiður. Með því að horfa á stóru myndina og setja hlutina í samhengi vill Festa styðja aðildarfélög sín og aðra til að vinna að sjálfbæru samfélagi. Samfélagi sem útilokar ekki komandi kynslóðir frá því að geta lifað góðu lífi. Meðal helstu áherslumála Festu eru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, loftslagsmarkmið, hringrásarhagkerfi, fjárfestingar í þágu sjálfbærni og vegvísar fyrir sjálfbæran rekstur. Á vef Festu (www.samfelagsabyrgd.is) má finna ýmsan fróðleik og leiðbeiningar fyrir fyrirtæki, stofnanir og einyrkja varðandi sjálfbæran rekstur. Vegferðin að sjálfbæru samfélagi getur falið í sér óþrjótandi tækifæri fyrir Ísland til að skapa ný og góð störf, styðja við sanngjarnt samfélag, viðhalda lífsgæðum, skapa sjálfbær fjárfestingartækifæri og efla samkeppnisstöðu okkar. Bill Gates bendir á það og útskýrir í nýlegri bók sinni, How to Avoid a Climate Disaster, að þau ríki sem nái fyrst kolefnishlutleysi muni standa mun betur að vígi í samkeppninni. Áratugur aðgerða er runninn upp Þjóðir heims settu sér skýr og metnaðarfull markmið árið 2015 með gerð Parísarsáttmálans um aðgerðir í loftslagsmálum og með samþykkt heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sáttmálarnir eru öflugir vegvísar og innihalda mikilvæg markmið sem er brýnt að ná fyrir árið 2030. Það er viðeigandi að nefna nýhafinn áratug, áratug aðgerða. Við þurfum að vinna saman að settum markmiðum, sýna áræðni og framsýni. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni og yfirlögfræðingur lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar