Bush sakar flokk sinn um einangrunarhyggju og andúð á innflytjendum Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2021 11:04 George W. Bush var í viðtölum í bandarískum fjölmiðlum vegna útgáfu nýrrar bókar hans um innflytjendur í síðustu viku. Þar harmaði hann hvernig komið væri fyrir flokki hans. AP/Alyssa Pointer/Atlanta Journal-Constitution Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum hefur gefið sig á vald einangrunarhyggju og verndarstefnu, að mati George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur sérstakar áhyggjur af orðræðu flokkssystkina sinna í garð innflytjenda. Bush var forseti Bandaríkjanna frá 2001 til 2009 á tíma en hann hafði áður verði ríkisstjóri í Texas þar sem margir íbúar eru innflytjendur, sérstaklega af rómansk-amerískum ættum. Í tíð Bush reyndu repúblikanar að höfða til rómansk-amerískra kjósenda en síðan þá hefur Repúblikanaflokkurinn aðhyllst vaxandi harðlínustefnu í innflytjendamálum. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina í síðustu viku lýsti Bush áhyggjum af þróun flokksins. „Þetta er fallegt land sem við eigum en það er ekki fallegt þegar við fordæmum, uppnefnum fólk og ölum á ótta fólks við innflytjendur,“ sagði fyrrverandi forsetinn í viðtalinu. Nefndi hann þó ekki Donald Trump, fyrrverandi forseta, á nafn en ríkisstjórn hans takmarkaði möguleika útlendinga á að koma til Bandaríkjanna, hvort sem er löglega eða ólöglega. Eitt helsta stefnumál Trump var að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að loka landinu fyrir innflytjendum frá Mið- og Suður-Ameríku. Hópur repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhugar nú að stofna sérstakan þingflokk utan um slagorð Trump um „Bandaríkin fyrst“. Þau áform virðast byggjast á útlendingafælni að hluta til. Í gögnum um stofnun þingflokksins var talað um að halda á lofti „engilsaxneskum stjórnmálahefðum“ og varað við því að innflytjendur ógnuðu „einstakri sjálfsmynd“ Bandaríkjanna. Þegar Bush var beðinn um að lýsa flokknum sínum í viðtalinu vafðist honum ekki tunga um tönn. „Ég myndi lýsa honum með einangrunarhyggju, verndarstefnu og að vissu leyti útilokandi þjóðernishyggju,“ sagði hann. Gerði Bush þó lítið úr eigin afstöðu. „Þetta er ekki beinlínis mín hugsjón sem gamals karls, en ég er bara gamall karl sem er búið að koma í helgan stein.“ Vill ekki kenna neinum um árásina á þinghúsið Margir kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins tóku undir stoðlausar samsæriskenningar Trump fyrrverandi forseta um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigurinn í forsetakosningunum síðasta haust. Þeir órar urðu hópi stuðningsmanna Trump hvatning til að ráðast inn í þinghúsið 6. janúar. Jafnvel eftir að þingmenn beggja flokka þurftu að yfirgefa þingsal og fela sig inni á skrifstofum og undir borðum fyrir æstum múgi sem talaði meðal annars um að hengja Mike Pence varaforseta greiddi meirihluti fulltrúadeildarþingmanna repúblikana atkvæði gegn því að staðfesta úrslit forsetakosninganna. Bush sagði að sér hefði boðið við árásinni á þinghúsið. Hún hafi verið hræðilegur hluti af sögu Bandaríkjanna. Sjálfur vildi hann þó ekki kenna neinum um hvernig fór þennan dag. „Sagan mun fella sinn dóm eftir því sem tíminn líður. Það munu frekari upplýsingar koma fram. En eitt er víst að þetta er bara dapurlegur kafli, dapurlegt augnablik, virkilega dapurlegt,“ sagði Bush. “It made me sick,” former Pres. George W. Bush says of the Jan. 6th assault on the U.S. Capitol. As more rioters continue to be prosecuted, “people deserve to be busted,” he says.“History is going to assess the blame...but one thing is for certain, it’s just a sorry chapter." pic.twitter.com/21o5ThN6YJ— CBS Evening News (@CBSEveningNews) April 20, 2021 Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Bush var forseti Bandaríkjanna frá 2001 til 2009 á tíma en hann hafði áður verði ríkisstjóri í Texas þar sem margir íbúar eru innflytjendur, sérstaklega af rómansk-amerískum ættum. Í tíð Bush reyndu repúblikanar að höfða til rómansk-amerískra kjósenda en síðan þá hefur Repúblikanaflokkurinn aðhyllst vaxandi harðlínustefnu í innflytjendamálum. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina í síðustu viku lýsti Bush áhyggjum af þróun flokksins. „Þetta er fallegt land sem við eigum en það er ekki fallegt þegar við fordæmum, uppnefnum fólk og ölum á ótta fólks við innflytjendur,“ sagði fyrrverandi forsetinn í viðtalinu. Nefndi hann þó ekki Donald Trump, fyrrverandi forseta, á nafn en ríkisstjórn hans takmarkaði möguleika útlendinga á að koma til Bandaríkjanna, hvort sem er löglega eða ólöglega. Eitt helsta stefnumál Trump var að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að loka landinu fyrir innflytjendum frá Mið- og Suður-Ameríku. Hópur repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhugar nú að stofna sérstakan þingflokk utan um slagorð Trump um „Bandaríkin fyrst“. Þau áform virðast byggjast á útlendingafælni að hluta til. Í gögnum um stofnun þingflokksins var talað um að halda á lofti „engilsaxneskum stjórnmálahefðum“ og varað við því að innflytjendur ógnuðu „einstakri sjálfsmynd“ Bandaríkjanna. Þegar Bush var beðinn um að lýsa flokknum sínum í viðtalinu vafðist honum ekki tunga um tönn. „Ég myndi lýsa honum með einangrunarhyggju, verndarstefnu og að vissu leyti útilokandi þjóðernishyggju,“ sagði hann. Gerði Bush þó lítið úr eigin afstöðu. „Þetta er ekki beinlínis mín hugsjón sem gamals karls, en ég er bara gamall karl sem er búið að koma í helgan stein.“ Vill ekki kenna neinum um árásina á þinghúsið Margir kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins tóku undir stoðlausar samsæriskenningar Trump fyrrverandi forseta um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigurinn í forsetakosningunum síðasta haust. Þeir órar urðu hópi stuðningsmanna Trump hvatning til að ráðast inn í þinghúsið 6. janúar. Jafnvel eftir að þingmenn beggja flokka þurftu að yfirgefa þingsal og fela sig inni á skrifstofum og undir borðum fyrir æstum múgi sem talaði meðal annars um að hengja Mike Pence varaforseta greiddi meirihluti fulltrúadeildarþingmanna repúblikana atkvæði gegn því að staðfesta úrslit forsetakosninganna. Bush sagði að sér hefði boðið við árásinni á þinghúsið. Hún hafi verið hræðilegur hluti af sögu Bandaríkjanna. Sjálfur vildi hann þó ekki kenna neinum um hvernig fór þennan dag. „Sagan mun fella sinn dóm eftir því sem tíminn líður. Það munu frekari upplýsingar koma fram. En eitt er víst að þetta er bara dapurlegur kafli, dapurlegt augnablik, virkilega dapurlegt,“ sagði Bush. “It made me sick,” former Pres. George W. Bush says of the Jan. 6th assault on the U.S. Capitol. As more rioters continue to be prosecuted, “people deserve to be busted,” he says.“History is going to assess the blame...but one thing is for certain, it’s just a sorry chapter." pic.twitter.com/21o5ThN6YJ— CBS Evening News (@CBSEveningNews) April 20, 2021
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38
Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09