Ég á þetta, ég má þetta? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 26. apríl 2021 14:30 Skilaboðin eru skýr. Ekki lenda upp á kant við útgerðarrisann Samherja. Samherjamenn virðast ekki veigra sér við því að hjóla af fullum þunga í einstaka starfsmenn fjölmiðla og eftirlitsstofnana, sem eru að sinna starfi sínu fyrir okkur hin. Fyrir utan kærur til lögreglu ber kostaður áróður á samfélagsmiðlum þess merki að þar sé útgerðarrisinn að bera tennurnar fyrir þingkosningarnar í haust. Í þessu samhengi vil ég gera orð Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra að mínum: „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ Fyrir þremur mánuðum átti ég frumkvæði að því að Alþingi fól Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra, að láta vinna skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaganna í íslensku atvinnulífi. Ég bað um að teknar yrðu saman fjárfestingar útgerðarfélaganna, dótturfélaga þeirra og félaga sem tengjast þeim í íslensku atvinnulífi utan sjávarútvegs. Raunverulegir eigendur? Ég óskaði eftir þessari skýrslu vegna þess að íslenskt samfélag er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni. Sú staða getur leitt til verulegrar uppsöfnunar eigna og áhrifa á fárra hendur og dregið um leið úr virkri samkeppni á mörkuðum. Fyrir það geldur almenningur. Þegar við bætist að stærstu útgerðarfyrirtækin eru í sérflokki vegna einkaleyfis á nýtingu á fiskveiðiauðlind þjóðarinnar þá liggur fyrir að það er mikilvægt að fá skýra mynd af raunverulegum áhrifum þessara aðila á íslenskt atvinnulíf og samfélag. Mikilvægt sem aldrei fyrr. Ráðherrar hafa 10 vikur til að skila skýrslum sem Alþingi biður um. Það voru því vonbrigði að fá þau skilaboð fyrst að liðnum 10 vikum að það þyrfti afmarka beiðnina ef takast ætti að vinna verkið. Það hefði verið eðlilegt að fá þau skilaboð mun fyrr í ferlinu og það hefði auðvitað orðið til þess að skýrslan og innihald hennar hefði verið aðgengilegt almenningi fyrr en nú verður. Við þessu var þó brugðist og beiðnin afmörkuð þannig að nú eru ekki 10 ár undir heldur 3 ár. Ráðuneytið fékk þau svör 12. mars en við bíðum enn. Skýrslan hefur enn ekki litið dagsins ljós. Bitlaust auðlindaákvæði Það er ekkert leyndarmál að sumir kollegar mínir á þingi, sem taka líka undir orð Seðlabankastjóra um tangarhald sérhagsmunasamtaka á íslensku samfélagi, eru svartsýnir á að skýrslan berist fyrir þinglok. Stjórnarflokkarnir vilji ekki umræðu í samfélaginu um útgerðarrisana í kosningabaráttunni. Ég er hins vegar óbilandi bjartsýnismanneskja og trúi því að almenningur fái þessa skýrslu tímanlega í hendurnar. Það er almannahagsmunamál að það liggi skýrt fyrir hver ítök stórútgerðarinnar eru í íslensku atvinnulífi og í íslensku samfélagi. Framganga Samherja undanfarið varpar því miður enn skýrara ljósi á það. Og í því ljósi er rétt að skoða baráttuna um auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar. Mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gera alvöru úr því að tryggja bitlaust ákvæði sem engu breytir eins og frumvarp hennar ber skýrt með sér? Á virkilega ekki að svara ákalli almennings sem vill skýrt ákvæði um tímabindingu á afnotarétti af sjávarauðlindinni og eðlilegt gjald fyrir slík einkaafnot af þjóðareign? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Samherjaskjölin Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Skilaboðin eru skýr. Ekki lenda upp á kant við útgerðarrisann Samherja. Samherjamenn virðast ekki veigra sér við því að hjóla af fullum þunga í einstaka starfsmenn fjölmiðla og eftirlitsstofnana, sem eru að sinna starfi sínu fyrir okkur hin. Fyrir utan kærur til lögreglu ber kostaður áróður á samfélagsmiðlum þess merki að þar sé útgerðarrisinn að bera tennurnar fyrir þingkosningarnar í haust. Í þessu samhengi vil ég gera orð Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra að mínum: „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ Fyrir þremur mánuðum átti ég frumkvæði að því að Alþingi fól Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra, að láta vinna skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaganna í íslensku atvinnulífi. Ég bað um að teknar yrðu saman fjárfestingar útgerðarfélaganna, dótturfélaga þeirra og félaga sem tengjast þeim í íslensku atvinnulífi utan sjávarútvegs. Raunverulegir eigendur? Ég óskaði eftir þessari skýrslu vegna þess að íslenskt samfélag er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni. Sú staða getur leitt til verulegrar uppsöfnunar eigna og áhrifa á fárra hendur og dregið um leið úr virkri samkeppni á mörkuðum. Fyrir það geldur almenningur. Þegar við bætist að stærstu útgerðarfyrirtækin eru í sérflokki vegna einkaleyfis á nýtingu á fiskveiðiauðlind þjóðarinnar þá liggur fyrir að það er mikilvægt að fá skýra mynd af raunverulegum áhrifum þessara aðila á íslenskt atvinnulíf og samfélag. Mikilvægt sem aldrei fyrr. Ráðherrar hafa 10 vikur til að skila skýrslum sem Alþingi biður um. Það voru því vonbrigði að fá þau skilaboð fyrst að liðnum 10 vikum að það þyrfti afmarka beiðnina ef takast ætti að vinna verkið. Það hefði verið eðlilegt að fá þau skilaboð mun fyrr í ferlinu og það hefði auðvitað orðið til þess að skýrslan og innihald hennar hefði verið aðgengilegt almenningi fyrr en nú verður. Við þessu var þó brugðist og beiðnin afmörkuð þannig að nú eru ekki 10 ár undir heldur 3 ár. Ráðuneytið fékk þau svör 12. mars en við bíðum enn. Skýrslan hefur enn ekki litið dagsins ljós. Bitlaust auðlindaákvæði Það er ekkert leyndarmál að sumir kollegar mínir á þingi, sem taka líka undir orð Seðlabankastjóra um tangarhald sérhagsmunasamtaka á íslensku samfélagi, eru svartsýnir á að skýrslan berist fyrir þinglok. Stjórnarflokkarnir vilji ekki umræðu í samfélaginu um útgerðarrisana í kosningabaráttunni. Ég er hins vegar óbilandi bjartsýnismanneskja og trúi því að almenningur fái þessa skýrslu tímanlega í hendurnar. Það er almannahagsmunamál að það liggi skýrt fyrir hver ítök stórútgerðarinnar eru í íslensku atvinnulífi og í íslensku samfélagi. Framganga Samherja undanfarið varpar því miður enn skýrara ljósi á það. Og í því ljósi er rétt að skoða baráttuna um auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar. Mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gera alvöru úr því að tryggja bitlaust ákvæði sem engu breytir eins og frumvarp hennar ber skýrt með sér? Á virkilega ekki að svara ákalli almennings sem vill skýrt ákvæði um tímabindingu á afnotarétti af sjávarauðlindinni og eðlilegt gjald fyrir slík einkaafnot af þjóðareign? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun