Daði fær silfurplötu í Bretlandi Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2021 15:31 Daði með silfrið. Hann er kominn í hóp þekktustu tónlistarmanna Íslands í Bretlandi. Daði Freyr hefur fengið silfurplötu í Bretlandi fyrir lagið Think About Things. Um er að ræða söluviðurkenningu sem vottar að lagið seldist í 200 þúsund eintökum þar í landi. wow thank you! pic.twitter.com/Vrh0XYCvBo— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) April 27, 2021 Daði náði þeim áfanga í lok janúar en lagið kom út í apríl í fyrra. Think About Things náði miklum vinsældum í Bretlandi í fyrra og var alls sex vikur á topp 40 vinsældalistanum. Klippa: Daði Freyr (Daði & Gagnamagnið) - Think About Things Í dag eru þrjár vikur í fyrra undanúrslitakvöld Eurovision. Daði og Gagnamagnið koma fram á því seinna fyrir hönd Íslands með lagið 10 Years. Það fer fram fimmtudagskvöldið 20. maí í Ahoy höllinni í Rotterdam. Daði kominn í flottan hóp Aðrir íslenskir listamenn sem hafa náð þessum árangri með sölu smáskífa í Bretlandi eru Björk, Sigur Rós, Kaleo og Of Monsters and Men. Daði er því sá fimmti á þann lista. Of Monsters and Men eru þau einu sem hafa náð þessum áfanga með tveimur lögum. Little Talks sem kom út í febrúar 2012 fékk að lokum tvöfalt platínum og lagið Dirty Paws sem kom út í apríl sama ár náði silfri. Björk Guðmundsdóttir náði gulli fyrir lagið It's Oh So Quiet sem kom út í nóvember 1995. Hoppípolla kom út í september 2005 og fengu Sigur Rós að lokum silfurplötu fyrir það. Kaleo náðu svo gulli með lagi sínu Way Down We Go sem kom út í september 2015. Athygli vekur þó að Daði var furðu fljótur að ná þessum áfanga miðað við mörg af hinum íslensku lögunum sem hafa náð honum. Í þessu samhengi ber að nefna viðurkenningar sem hafa hlotist fyrir sölu á plötum í fullri lengd. Björk trónir þar á toppnum en hún hefur verið verðlaunuð fyrir sölu á sjö plötum. Síðan Sigur Rós fimm, Of Monsters and Men tveimur og Kaleo einni. Upplýsingarnar eru fengnar af vef BPI, British Phonographic Industry. Eurovision Íslendingar erlendis Menning Björk Of Monsters and Men Kaleo Sigur Rós Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
wow thank you! pic.twitter.com/Vrh0XYCvBo— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) April 27, 2021 Daði náði þeim áfanga í lok janúar en lagið kom út í apríl í fyrra. Think About Things náði miklum vinsældum í Bretlandi í fyrra og var alls sex vikur á topp 40 vinsældalistanum. Klippa: Daði Freyr (Daði & Gagnamagnið) - Think About Things Í dag eru þrjár vikur í fyrra undanúrslitakvöld Eurovision. Daði og Gagnamagnið koma fram á því seinna fyrir hönd Íslands með lagið 10 Years. Það fer fram fimmtudagskvöldið 20. maí í Ahoy höllinni í Rotterdam. Daði kominn í flottan hóp Aðrir íslenskir listamenn sem hafa náð þessum árangri með sölu smáskífa í Bretlandi eru Björk, Sigur Rós, Kaleo og Of Monsters and Men. Daði er því sá fimmti á þann lista. Of Monsters and Men eru þau einu sem hafa náð þessum áfanga með tveimur lögum. Little Talks sem kom út í febrúar 2012 fékk að lokum tvöfalt platínum og lagið Dirty Paws sem kom út í apríl sama ár náði silfri. Björk Guðmundsdóttir náði gulli fyrir lagið It's Oh So Quiet sem kom út í nóvember 1995. Hoppípolla kom út í september 2005 og fengu Sigur Rós að lokum silfurplötu fyrir það. Kaleo náðu svo gulli með lagi sínu Way Down We Go sem kom út í september 2015. Athygli vekur þó að Daði var furðu fljótur að ná þessum áfanga miðað við mörg af hinum íslensku lögunum sem hafa náð honum. Í þessu samhengi ber að nefna viðurkenningar sem hafa hlotist fyrir sölu á plötum í fullri lengd. Björk trónir þar á toppnum en hún hefur verið verðlaunuð fyrir sölu á sjö plötum. Síðan Sigur Rós fimm, Of Monsters and Men tveimur og Kaleo einni. Upplýsingarnar eru fengnar af vef BPI, British Phonographic Industry.
Eurovision Íslendingar erlendis Menning Björk Of Monsters and Men Kaleo Sigur Rós Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning