Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt að sumir sérfræðilæknar innheimti aukagjald Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2021 16:59 Eftir að samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands runnu út í lok árs 2018 fóru sumir sérfræðilæknar að innheimta sérstakt gjald ofan á aðrar greiðslur sjúklinga til þeirra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir algerlega óásættanlegt að sumir sérfræðilæknar innheimti sérstakt gjald af þjónustu sinni við sjúklinga sem þeir einir standi undir. Á næstunni verði gefin út reglugerð um að læknum sem innheimti þetta gjald verði ekki endurgreiddur kostnaður sem annars heyri undir hlut sjúkratrygginga í kostnaði sjúklinga. Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands hafa verið lausir frá árslokum 2018. Heilbrigðisyfirvöld hafa engu að síður greitt læknum hlut sjúkratrygginga í kostnaði við þjónustu þeirra miðað við fyrri samninga. Erfiðlega hefur gengið að ná samkomulagi um nýjan samning og hafa sumir sérfræðilæknar lagt misjafnlega hátt sérstakt gjald ofan á reikinga sína sem sjúklingar hafa einir staðið undir. Svandís Svavarsdóttir mun væntanlega setja reglugerð á næstunni sem felur í sér að hlutur Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði við þjónustu við sjúklinga verði ekki endurgreiddur læknum sem leggja sérstakt gjald ofan á þjónustu sína.Vísir/Vilhelm „Þetta teljum við vera algerlega óásættanlega stöðu. Þannig að við erum að gera þá tillögu í þessum drögum að reglugerð að við endurgreiðum í raun bara þeim læknum sem eru ekki með þetta sérgjald. Við sjáum hvergi hvað þetta er mikið, hversu algengt þetta er og svo framvegis. Þannig að þetta er ekki staða sem við viljum sjá, að vera með svona tvöfalt kerfi,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Umsóknarferli um nýja reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslur til lækna er nýliðið og ráðherra mun því væntanlega gefa út nýja reglugerð á næstunni. Þar verður einnig kveðið á um að læknar verði að framvísa afritum af öllum reikningum til sjúklinga þannig að sjá megi hvort þeir innheimti sérstakt gjald af sjúklingum umfram sjúkratrygginguna. „En það standa auðvitað yfir samskipti núna milli Sjúkratrygginga og sérfræðilækna. Þannig að ég vonast auðvitað til þess að það sjái fyrir endan á þeim viðræðum,“ segir Svandís. Deilurnar snúist ekki um hugmyndafræði heldur vilji ríkið sem kaupandi þjónustunnar fyrir hönd almennings setja ákveðin skilyrði, sjá tiltekna forgangsröðun í kerfinu og dreifingu á þjónustunni um landið. „Það sé ekki einfaldlega þannig að þjónustan sé skipulögð af þeim sem hana veita.“ Hún verði þvert á móti skipulögð eftir þörfum þeirra sem njóta þjónustunnar. Gagnrýnendur þínir segja að þín heitasta ósk sé að allir læknar verði í opinbera kerfinu? „Það er nú kannski einum of mikið sagt. Mín ósk er heitust sú að þetta verði allt saman gagnsætt. Að við sjáum nákvæmlega hvaða þjónustu er verið að veita. Við sjáum það núna þegar við erum að fara í gegnum forgangsröðun bólusetninga og svo framvegis hversu mikilvægt er að heilbrigðiskerfið sé allt skráð í miðlægu kerfi. Að allir sjái hvað hinir eru að gera og svo framvegis," segir Svandís Svavardóttir. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir lækna beita sjúklingum fyrir sig hætti þeir að hafa milligöngu um greiðslur Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að verið sé að kanna hvort stofulæknar hætti að hafa milligöngu um greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Heilbrigðisráðherra segist vera hissa á að læknar ætli að beita sjúklingum fyrir sig. 13. mars 2021 19:44 Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út. 1. nóvember 2019 21:29 Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Erlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands hafa verið lausir frá árslokum 2018. Heilbrigðisyfirvöld hafa engu að síður greitt læknum hlut sjúkratrygginga í kostnaði við þjónustu þeirra miðað við fyrri samninga. Erfiðlega hefur gengið að ná samkomulagi um nýjan samning og hafa sumir sérfræðilæknar lagt misjafnlega hátt sérstakt gjald ofan á reikinga sína sem sjúklingar hafa einir staðið undir. Svandís Svavarsdóttir mun væntanlega setja reglugerð á næstunni sem felur í sér að hlutur Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði við þjónustu við sjúklinga verði ekki endurgreiddur læknum sem leggja sérstakt gjald ofan á þjónustu sína.Vísir/Vilhelm „Þetta teljum við vera algerlega óásættanlega stöðu. Þannig að við erum að gera þá tillögu í þessum drögum að reglugerð að við endurgreiðum í raun bara þeim læknum sem eru ekki með þetta sérgjald. Við sjáum hvergi hvað þetta er mikið, hversu algengt þetta er og svo framvegis. Þannig að þetta er ekki staða sem við viljum sjá, að vera með svona tvöfalt kerfi,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Umsóknarferli um nýja reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslur til lækna er nýliðið og ráðherra mun því væntanlega gefa út nýja reglugerð á næstunni. Þar verður einnig kveðið á um að læknar verði að framvísa afritum af öllum reikningum til sjúklinga þannig að sjá megi hvort þeir innheimti sérstakt gjald af sjúklingum umfram sjúkratrygginguna. „En það standa auðvitað yfir samskipti núna milli Sjúkratrygginga og sérfræðilækna. Þannig að ég vonast auðvitað til þess að það sjái fyrir endan á þeim viðræðum,“ segir Svandís. Deilurnar snúist ekki um hugmyndafræði heldur vilji ríkið sem kaupandi þjónustunnar fyrir hönd almennings setja ákveðin skilyrði, sjá tiltekna forgangsröðun í kerfinu og dreifingu á þjónustunni um landið. „Það sé ekki einfaldlega þannig að þjónustan sé skipulögð af þeim sem hana veita.“ Hún verði þvert á móti skipulögð eftir þörfum þeirra sem njóta þjónustunnar. Gagnrýnendur þínir segja að þín heitasta ósk sé að allir læknar verði í opinbera kerfinu? „Það er nú kannski einum of mikið sagt. Mín ósk er heitust sú að þetta verði allt saman gagnsætt. Að við sjáum nákvæmlega hvaða þjónustu er verið að veita. Við sjáum það núna þegar við erum að fara í gegnum forgangsröðun bólusetninga og svo framvegis hversu mikilvægt er að heilbrigðiskerfið sé allt skráð í miðlægu kerfi. Að allir sjái hvað hinir eru að gera og svo framvegis," segir Svandís Svavardóttir.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir lækna beita sjúklingum fyrir sig hætti þeir að hafa milligöngu um greiðslur Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að verið sé að kanna hvort stofulæknar hætti að hafa milligöngu um greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Heilbrigðisráðherra segist vera hissa á að læknar ætli að beita sjúklingum fyrir sig. 13. mars 2021 19:44 Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út. 1. nóvember 2019 21:29 Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Erlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Segir lækna beita sjúklingum fyrir sig hætti þeir að hafa milligöngu um greiðslur Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að verið sé að kanna hvort stofulæknar hætti að hafa milligöngu um greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Heilbrigðisráðherra segist vera hissa á að læknar ætli að beita sjúklingum fyrir sig. 13. mars 2021 19:44
Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út. 1. nóvember 2019 21:29
Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45