Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 18:32 Svo virðist sem að hitna sé tekið undir Rudy Giuliani, persónlegum lögmanni Trump fyrrverandi forseta. AP/Jacquelyn Martin Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. New York Times segir að fulltrúarnir hafi lagt hald á raftæki í eigu Giuliani. Húsleitin var gerð um klukkan sex í morgun að staðartíma. Blaðið segir það afar fátítt að saksóknarar gefi út leitarheimild gegn lögmanni. Rannsóknin er sögð tengjast umsvifum Giuliani í Úkraínu og hvort hann hafi reynt að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Austur-Evrópuríkinu, meðal annars aðkomu hans að því að láta reka bandaríska sendiherrann í Kænugarði. Giuliani starfaði sem persónulegur lögmaður Trump þegar hann var forseti og hefur haldið því fram að það hafi hann gert launalaust. Giuliani er grunaður um að hafa talað máli úkraínskra embættismanna og auðjöfra við stjórn Trump á sama tíma og þeir hjálpuðu honum að leita að skaðlegum upplýsingum um pólitíska keppinauta forsetans árið 2019. Saksóknarar eru sagðir áhugasamir um að vita hvort að Giuliani hafi mögulega unnið fyrir úkraínska aðila sem vildu sjálfir losna við bandaríska sendiherrann á sama tíma og hann vann fyrir Bandaríkjaforseta. Athafnir Giuliani í Úkraínu komu Trump í verulegt klandur. Lögmaðurinn bar í forsetann vafasamar upplýsingar frá Úkraínu sem var ætlað að koma höggi á Joe Biden, núverandi Bandaríkjaforseta, sem var þá talinn líklegastur til að verða mótframbjóðandi Trump í forsetakosningum. Trump var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi fyrir tilraunir sínar til að þvinga úkraínsk stjórnvöld til þess að hefja rannsókn á stoðlausum ásökunum Giuliani á hendur Biden og syni hans. Robert J. Costello, lögmaður Giuliani, gagnrýnir húsleitina sem hann segir hafa verið óþarfa þar sem skjólstæðingur sinn hafi þegar boðist til þess að svara spurningum saksóknara fyrir utan þær sem varða samskipti hans við Trump fyrrverandi forseta. Pólitískt skipaðir embættismenn í dómsmálaráðuneytinu eru sagðir hafa lagt stein í götu rannsóknarinnar á Giuliani í tíð Trump forseta. Eftir að Merrick Garland var skipaður dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári var þeim hindrunum rutt úr vegi. Rannsóknin á Giuliani hófst í kjölfar þess að tveir samverkamenn hans á Flórída voru handteknir árið 2019. Þeir Lev Parnas og Igor Fruman aðstoðuðu Giuliani í umleitunum hans í Úkraínu. Þeir voru ákærðir fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem tengdust ekki Úkraínubrölti Giuliani. Bandaríkin Úkraína Donald Trump Tengdar fréttir Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Framburður samstarfsmanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, stangast á við félaga hans, Giuliani sjálfs, og ráðgjafa Úkraínuforseta. 11. nóvember 2019 13:30 Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
New York Times segir að fulltrúarnir hafi lagt hald á raftæki í eigu Giuliani. Húsleitin var gerð um klukkan sex í morgun að staðartíma. Blaðið segir það afar fátítt að saksóknarar gefi út leitarheimild gegn lögmanni. Rannsóknin er sögð tengjast umsvifum Giuliani í Úkraínu og hvort hann hafi reynt að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Austur-Evrópuríkinu, meðal annars aðkomu hans að því að láta reka bandaríska sendiherrann í Kænugarði. Giuliani starfaði sem persónulegur lögmaður Trump þegar hann var forseti og hefur haldið því fram að það hafi hann gert launalaust. Giuliani er grunaður um að hafa talað máli úkraínskra embættismanna og auðjöfra við stjórn Trump á sama tíma og þeir hjálpuðu honum að leita að skaðlegum upplýsingum um pólitíska keppinauta forsetans árið 2019. Saksóknarar eru sagðir áhugasamir um að vita hvort að Giuliani hafi mögulega unnið fyrir úkraínska aðila sem vildu sjálfir losna við bandaríska sendiherrann á sama tíma og hann vann fyrir Bandaríkjaforseta. Athafnir Giuliani í Úkraínu komu Trump í verulegt klandur. Lögmaðurinn bar í forsetann vafasamar upplýsingar frá Úkraínu sem var ætlað að koma höggi á Joe Biden, núverandi Bandaríkjaforseta, sem var þá talinn líklegastur til að verða mótframbjóðandi Trump í forsetakosningum. Trump var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi fyrir tilraunir sínar til að þvinga úkraínsk stjórnvöld til þess að hefja rannsókn á stoðlausum ásökunum Giuliani á hendur Biden og syni hans. Robert J. Costello, lögmaður Giuliani, gagnrýnir húsleitina sem hann segir hafa verið óþarfa þar sem skjólstæðingur sinn hafi þegar boðist til þess að svara spurningum saksóknara fyrir utan þær sem varða samskipti hans við Trump fyrrverandi forseta. Pólitískt skipaðir embættismenn í dómsmálaráðuneytinu eru sagðir hafa lagt stein í götu rannsóknarinnar á Giuliani í tíð Trump forseta. Eftir að Merrick Garland var skipaður dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári var þeim hindrunum rutt úr vegi. Rannsóknin á Giuliani hófst í kjölfar þess að tveir samverkamenn hans á Flórída voru handteknir árið 2019. Þeir Lev Parnas og Igor Fruman aðstoðuðu Giuliani í umleitunum hans í Úkraínu. Þeir voru ákærðir fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem tengdust ekki Úkraínubrölti Giuliani.
Bandaríkin Úkraína Donald Trump Tengdar fréttir Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Framburður samstarfsmanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, stangast á við félaga hans, Giuliani sjálfs, og ráðgjafa Úkraínuforseta. 11. nóvember 2019 13:30 Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Framburður samstarfsmanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, stangast á við félaga hans, Giuliani sjálfs, og ráðgjafa Úkraínuforseta. 11. nóvember 2019 13:30
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15