Laugardagar eru stjórnarskrárdagar! Katrín Oddsdóttir og Greta Ósk Óskarsdóttir skrifa 30. apríl 2021 07:30 Við eigum nýja stjórnarskrá Hin íslenska þjóð á sér nýja stjórnarskrá. Eftir hrunið þvarr traust til stjórnvalda og almenningur reis upp til að mótmæla. Árið 2010 samþykkti Alþingi einum rómi nauðsyn endurskoðunar stjórnarskrár lýðveldisins frá 1944 með öllum atkvæðum greiddum. Eitt fallegasta lýðræðisferli á heimsvísu var sett af stað á Íslandi í kjölfar hrunsins. Ferli til að skapa nýjan samfélagssáttmála; Nýja stjórnarskrá! Haldinn var þjóðfundur þar sem um það bil 1000 borgarar, sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá, komu saman og lögðu línurnar fyrir þau gildi sem ættu að liggja til grundvallar stjórnarskrárinnar. Niðurstöður þjóðfundarins sýna að þjóðin vildi umfangsmiklar breytingar á stjórnarskránni. Í kjölfarið var kosið til Stjórnlagaþings. Kjósendur áttu að velja 25 fulltrúa til setu á þinginu en frambjóðendur voru um 500 talsins. Fulltrúar Stjórnlagaráðs opnuðu ferlið upp á gátt og buðu almennum borgurum að taka þátt í mótun nýju stjórnarskrárinnar, meðal annars í gegnum netið. Eftir um fjögurra mánaða starf tókst Stjórnlagaráði að koma sér saman um nýjan samfélagssáttmála fyrir Ísland. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir, þá skrifaði hver einasti fulltrúi í ráðinu undir plaggið sem í dag er almennt kallað „nýja stjórnarskráin“. Árið 2012 efndi Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs. Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sýndu fram á að um 2/3 kjósenda samþykktu að tillögurnar ættu að vera lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Nýja stjórnarskráin er samin af fólkinu í landinu, fyrir fólkið í landinu. Um 80% af gömlu stjórnarskránni er í nýju stjórnarskránni. Hún er einfaldlega uppfærð til nútímans og inniheldur viðbætur um lýðræði, mannréttindi og náttúruvernd sem henta vel fyrir lýðræðisríki með einstaka náttúru. Þetta er engin umbylting, heldur er einfaldlega verið að uppfæra stýrikerfið. Gildandi stjórnarskrá var í grunninn samin af dönskum körlum á 19. öldinni fyrir konungsríki og átti að vera til bráðabirgða þar til þjóðin semdi sína eigin stjórnarskrá. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Alþingi ekki tekist að koma sér saman um nýja stjórnarskrá og einmitt þess vegna var valdinu veitt aftur til fólksins í landinu þar sem það á heima. Þjóðin er jú stjórnarskrárgjafinn. Við verðum að fá svar við því með hvaða rétti Alþingi Íslendinga hunsar niðurstöðu gildrar þjóðaratkvæðagreiðslu? Þessi spurning er sérstaklega þungbær í ljósi þess að það er þjóðin sem er er stjórnarskrárgjafinn, en ekki þingið þó þar liggi hið formlega vald til breytinga. Það er beinlínis hættulegt fyrir lýðræðislega kjörna fulltrúa að hunsa lýðræði þegar það hentar þeim ekki. Það grefur undan þeirra eigin stöðu og trú fólks á lýðræði í landinu. Í stuttu máli er þetta saga stjórnarskrármálsins sem kveikti vonarneista meðal Íslendinga um lýðræðislegri stjórnskipan hér á landi. Þrátt fyrir umfangsmikla vinnu fyrir áratugi síðan sér ekki enn fyrir endann á henni. Því hafa aðgerðasinnar tekið höndum saman og krafið stjórnvöld um svar við þessari einföldu spurningu: „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ Við ætlum að gera LAUGARDAGA að STJÓRNARSKRÁRDÖGUM alveg fram að kosningum! Laugardagana fram að kosningum tileinkum við Nýju stjórnarskránni og hefjum leika 1. maí. Tækifærið til breytinga er NÚNA! Við getum ekki liðið það að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrána verði þaggaðar niður eina ferðina enn í aðdraganda þessara Alþingiskosninga. Ákallið er því að á hverjum laugardegi sameinumst við um það að vekja athygli á Nýju stjórnarskránni og gerum þannig þetta stórmál þjóðarinnar að kosningamáli. Þú getur: Haft kröfuna um Nýja stjórnarskrá sýnilega á fötum, fylgihlutum eða fyrir utan heimili. Deilt slíkum skilaboðum og myndum á samfélagsmiðlum. Tekið þátt í viðburðum sem verða skipulagðir á laugardögum í tengslum við málið. Talað um Nýju stjórnarskrána við hópa eða einstaklinga Komið með hugmynd, framkvæmt og deilt með okkur hinum Mætt í Hafnarborg listasafn á laugardögum kl. 12-17 með þín eigin föt til að merkja með kröfunni um Nýja stjórnarskrá eða keypt varning listamannanna Libiu og Ólafs með sömu kröfu. Hvað sem þú gerir, merktu það með myllumerkinu: #viðeigumnýjastjórnarskrá #wehaveanewconstitution og #laugardagarfyrirnýjastjórnarskrá #saturdaysforthenewconstitution og skelltu því á Instagram, Facebook, Twitter eða á aðra samfélagsmiðla. Öllum sem vilja (innan fjöldatakmarkana hverju sinni) er boðið að koma í pop-up stjórnarskrárbúð í Hafnarborg á laugardögum fram að kosningum milli 12-17 og kaupa boli, peysur, bækur, plaköt og ýmislegt annað sem tengist stjórnarskrárbaráttunni. Í Hafnarborg er hin stórfenglega myndlistarsýning "Töfrafundur - áratug síðar" sem Libia Castro og Ólafur Ólafsson standa fyrir en þau fengu einmitt Myndlistaverðlaun Íslands fyrir stjórnarskrárverkið sitt sem var sýnt á Listahátíð Reykjavíkur í fyrra. Þetta er dásamleg sýning sem er tilvalið að skoða í leiðinni. Eitt það fallegasta við viðburðinn er að öll sem vilja geta komið með eigin fatnað og prentað stjórnarskrártexta á hann í sérstökum silkiprentvélum sem verða staðsettar á jarðhæðinni. Þetta er umhverfisvæn aðferð til þess að koma okkar skilaboðum á framfæri, enda er náttúran vernduð almennilega í nýju stjórnarskránni en ekki er að finna stafkrók um hana í gildandi stjórnarskrá. Listafólkið okkar mun hjálpa þeim sem vilja að prenta á föt, taupoka, viskustykki eða bara það sem ykkur dettur í hug. Konur út á landi blása einnig til sóknar frá og með laugardeginum. Á Ísafirði eru stjórnarskrárkonur að plana Kvennalúðrasveit sem mun ganga um bæinn í stjórnarskrárbolum með skilti og borða í tilefni 1. maí. Við hvetjum fólk alls staðar á landinu til að skipuleggja viðburði og taka þátt. Nýja stjórnarskráin tryggir að arðurinn af auðlindum landsins renni til réttmæts eiganda þeirra sem er þjóðin. Auk þess veitir hún valdinu til fólksins með því að heimila þjóðaratkvæðagreiðslur um umdeild lagafrumvörp. Hún er tilraun til þess að dreifa valdi í þágu almennings. Það er því viðeigandi að hefja þetta átak á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí.Stöndum saman og tryggjum lýðræði í raun á Íslandi. Katrín Oddsdóttir formaður StjórnarskrárfélagsinsGreta Ósk Óskarsdóttir forman Samtaka kvenna um Nýja stjórnarskrá Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við eigum nýja stjórnarskrá Hin íslenska þjóð á sér nýja stjórnarskrá. Eftir hrunið þvarr traust til stjórnvalda og almenningur reis upp til að mótmæla. Árið 2010 samþykkti Alþingi einum rómi nauðsyn endurskoðunar stjórnarskrár lýðveldisins frá 1944 með öllum atkvæðum greiddum. Eitt fallegasta lýðræðisferli á heimsvísu var sett af stað á Íslandi í kjölfar hrunsins. Ferli til að skapa nýjan samfélagssáttmála; Nýja stjórnarskrá! Haldinn var þjóðfundur þar sem um það bil 1000 borgarar, sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá, komu saman og lögðu línurnar fyrir þau gildi sem ættu að liggja til grundvallar stjórnarskrárinnar. Niðurstöður þjóðfundarins sýna að þjóðin vildi umfangsmiklar breytingar á stjórnarskránni. Í kjölfarið var kosið til Stjórnlagaþings. Kjósendur áttu að velja 25 fulltrúa til setu á þinginu en frambjóðendur voru um 500 talsins. Fulltrúar Stjórnlagaráðs opnuðu ferlið upp á gátt og buðu almennum borgurum að taka þátt í mótun nýju stjórnarskrárinnar, meðal annars í gegnum netið. Eftir um fjögurra mánaða starf tókst Stjórnlagaráði að koma sér saman um nýjan samfélagssáttmála fyrir Ísland. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir, þá skrifaði hver einasti fulltrúi í ráðinu undir plaggið sem í dag er almennt kallað „nýja stjórnarskráin“. Árið 2012 efndi Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs. Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sýndu fram á að um 2/3 kjósenda samþykktu að tillögurnar ættu að vera lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Nýja stjórnarskráin er samin af fólkinu í landinu, fyrir fólkið í landinu. Um 80% af gömlu stjórnarskránni er í nýju stjórnarskránni. Hún er einfaldlega uppfærð til nútímans og inniheldur viðbætur um lýðræði, mannréttindi og náttúruvernd sem henta vel fyrir lýðræðisríki með einstaka náttúru. Þetta er engin umbylting, heldur er einfaldlega verið að uppfæra stýrikerfið. Gildandi stjórnarskrá var í grunninn samin af dönskum körlum á 19. öldinni fyrir konungsríki og átti að vera til bráðabirgða þar til þjóðin semdi sína eigin stjórnarskrá. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Alþingi ekki tekist að koma sér saman um nýja stjórnarskrá og einmitt þess vegna var valdinu veitt aftur til fólksins í landinu þar sem það á heima. Þjóðin er jú stjórnarskrárgjafinn. Við verðum að fá svar við því með hvaða rétti Alþingi Íslendinga hunsar niðurstöðu gildrar þjóðaratkvæðagreiðslu? Þessi spurning er sérstaklega þungbær í ljósi þess að það er þjóðin sem er er stjórnarskrárgjafinn, en ekki þingið þó þar liggi hið formlega vald til breytinga. Það er beinlínis hættulegt fyrir lýðræðislega kjörna fulltrúa að hunsa lýðræði þegar það hentar þeim ekki. Það grefur undan þeirra eigin stöðu og trú fólks á lýðræði í landinu. Í stuttu máli er þetta saga stjórnarskrármálsins sem kveikti vonarneista meðal Íslendinga um lýðræðislegri stjórnskipan hér á landi. Þrátt fyrir umfangsmikla vinnu fyrir áratugi síðan sér ekki enn fyrir endann á henni. Því hafa aðgerðasinnar tekið höndum saman og krafið stjórnvöld um svar við þessari einföldu spurningu: „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ Við ætlum að gera LAUGARDAGA að STJÓRNARSKRÁRDÖGUM alveg fram að kosningum! Laugardagana fram að kosningum tileinkum við Nýju stjórnarskránni og hefjum leika 1. maí. Tækifærið til breytinga er NÚNA! Við getum ekki liðið það að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrána verði þaggaðar niður eina ferðina enn í aðdraganda þessara Alþingiskosninga. Ákallið er því að á hverjum laugardegi sameinumst við um það að vekja athygli á Nýju stjórnarskránni og gerum þannig þetta stórmál þjóðarinnar að kosningamáli. Þú getur: Haft kröfuna um Nýja stjórnarskrá sýnilega á fötum, fylgihlutum eða fyrir utan heimili. Deilt slíkum skilaboðum og myndum á samfélagsmiðlum. Tekið þátt í viðburðum sem verða skipulagðir á laugardögum í tengslum við málið. Talað um Nýju stjórnarskrána við hópa eða einstaklinga Komið með hugmynd, framkvæmt og deilt með okkur hinum Mætt í Hafnarborg listasafn á laugardögum kl. 12-17 með þín eigin föt til að merkja með kröfunni um Nýja stjórnarskrá eða keypt varning listamannanna Libiu og Ólafs með sömu kröfu. Hvað sem þú gerir, merktu það með myllumerkinu: #viðeigumnýjastjórnarskrá #wehaveanewconstitution og #laugardagarfyrirnýjastjórnarskrá #saturdaysforthenewconstitution og skelltu því á Instagram, Facebook, Twitter eða á aðra samfélagsmiðla. Öllum sem vilja (innan fjöldatakmarkana hverju sinni) er boðið að koma í pop-up stjórnarskrárbúð í Hafnarborg á laugardögum fram að kosningum milli 12-17 og kaupa boli, peysur, bækur, plaköt og ýmislegt annað sem tengist stjórnarskrárbaráttunni. Í Hafnarborg er hin stórfenglega myndlistarsýning "Töfrafundur - áratug síðar" sem Libia Castro og Ólafur Ólafsson standa fyrir en þau fengu einmitt Myndlistaverðlaun Íslands fyrir stjórnarskrárverkið sitt sem var sýnt á Listahátíð Reykjavíkur í fyrra. Þetta er dásamleg sýning sem er tilvalið að skoða í leiðinni. Eitt það fallegasta við viðburðinn er að öll sem vilja geta komið með eigin fatnað og prentað stjórnarskrártexta á hann í sérstökum silkiprentvélum sem verða staðsettar á jarðhæðinni. Þetta er umhverfisvæn aðferð til þess að koma okkar skilaboðum á framfæri, enda er náttúran vernduð almennilega í nýju stjórnarskránni en ekki er að finna stafkrók um hana í gildandi stjórnarskrá. Listafólkið okkar mun hjálpa þeim sem vilja að prenta á föt, taupoka, viskustykki eða bara það sem ykkur dettur í hug. Konur út á landi blása einnig til sóknar frá og með laugardeginum. Á Ísafirði eru stjórnarskrárkonur að plana Kvennalúðrasveit sem mun ganga um bæinn í stjórnarskrárbolum með skilti og borða í tilefni 1. maí. Við hvetjum fólk alls staðar á landinu til að skipuleggja viðburði og taka þátt. Nýja stjórnarskráin tryggir að arðurinn af auðlindum landsins renni til réttmæts eiganda þeirra sem er þjóðin. Auk þess veitir hún valdinu til fólksins með því að heimila þjóðaratkvæðagreiðslur um umdeild lagafrumvörp. Hún er tilraun til þess að dreifa valdi í þágu almennings. Það er því viðeigandi að hefja þetta átak á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí.Stöndum saman og tryggjum lýðræði í raun á Íslandi. Katrín Oddsdóttir formaður StjórnarskrárfélagsinsGreta Ósk Óskarsdóttir forman Samtaka kvenna um Nýja stjórnarskrá
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun