Okkar besta CrossFit fólk keppir á mótum í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2021 08:31 Vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir þurfa ekki að keppa á móti hverri annarri í undanúrslitum heimsleikanna í CrossFit. Katrín Tanja keppir á mótinu í Þýskalandi en Anníe Mist á mótinu í Hollandi. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit fólkið sem á enn möguleika á því að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust veit nú hvað tekur við eftir að gefið var út hvar þau eiga að keppa í undanúrslitunum. CrossFit samtökin hafa nú skipt besta CrossFit fólki heims niður á undanúrslitamótin í júní þar sem þau geta tryggt sér farseðla á heimsleikunum í haust. Eftir átta liða úrslitin tryggðu þrjú hundruð karlar og þrjú hundruð konur sér áframhaldandi þátttöku í undankeppni heimsleikanna í CrossFit og fékk hver og einn þeirra þátttökurétt í móti sem gefur síðan sæti á leikunum. Íslenska fólkið tryggir sér sæti í gegnum Evrópu og þar ræður þjóðerni en ekki hvar viðkomandi hefur aðsetur. Katrín Tanja Daviðsdóttir æfir í Bandaríkjunum en þarf samt að tryggja sér sæti á heimsleikunum í gegnum Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Bakland Competitive (@baklandmgmt) Evrópu fékk alls 60 sæti í undanúrslitunum en flest sæti fóru til Bandaríkjanna og Kanada eða samtals 120 talsins. 30 komust síðan áfram frá hverjum af hinum álfunum fjórum sem eru Eyjaálfa, Suður-Ameríka, Asía og Afríka. Ísland á alls sjö keppendur í næsta hluta, þrjá karla og fjórar konur. Íslenska CrossFit fólkið keppir á tveimur undanúrslitamótum sem áttu að fara fram í Hollandi og Þýskalandi. Þetta eru mótin CrossFit Lowlands Throwdown í Apeldoorn í Hollandi og German Throwdown í Þýskalandi. Mótin áttu að fara fram á staðnum en vegna ástandsins í heimsfaraldrinum þá var ákveðið að þetta yrðu netmót í staðin. Íslenska fólkið er því að keppa í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima hjá sér eins og í hinum hlutnum tveimur, The Open og átta liða úrslitunum. Þetta er sérstaklega þægilegt fyrir Katrínu Tönju sem sparar sér langt ferðalag til Þýskalands í júní. Bæði mótin í Evrópu fara fram frá 11. til 13. júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja er jafnframt eini íslenska konan sem keppir á German Throwdown en allar hinar íslensku konurnar keppa á CrossFit Lowlands Throwdow í Hollandi. Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir keppa því allar í hollenska mótinu. Haraldur Holgersson og Þröstur Ólafson keppa aftur á móti báðir á þýska mótinu en Björgvin Karl Guðmundsson er aftur á móti eini íslenski karlinn sem keppir á mótinu í Hollandi. Einnig komst eitt lið (Crossfit Stöð) áfram í undanúrslitin frá Íslandi, CFS Sport (Crossfit Sporthúsinu) endaði í 32. sæti í Evrópu og það eru 40 lið sem komast áfram í undanúrslitin. Ekki er komið á hreint hvoru mótinu liðið keppir en það kemur í ljós á næstu vikum. CrossFit Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú skipt besta CrossFit fólki heims niður á undanúrslitamótin í júní þar sem þau geta tryggt sér farseðla á heimsleikunum í haust. Eftir átta liða úrslitin tryggðu þrjú hundruð karlar og þrjú hundruð konur sér áframhaldandi þátttöku í undankeppni heimsleikanna í CrossFit og fékk hver og einn þeirra þátttökurétt í móti sem gefur síðan sæti á leikunum. Íslenska fólkið tryggir sér sæti í gegnum Evrópu og þar ræður þjóðerni en ekki hvar viðkomandi hefur aðsetur. Katrín Tanja Daviðsdóttir æfir í Bandaríkjunum en þarf samt að tryggja sér sæti á heimsleikunum í gegnum Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Bakland Competitive (@baklandmgmt) Evrópu fékk alls 60 sæti í undanúrslitunum en flest sæti fóru til Bandaríkjanna og Kanada eða samtals 120 talsins. 30 komust síðan áfram frá hverjum af hinum álfunum fjórum sem eru Eyjaálfa, Suður-Ameríka, Asía og Afríka. Ísland á alls sjö keppendur í næsta hluta, þrjá karla og fjórar konur. Íslenska CrossFit fólkið keppir á tveimur undanúrslitamótum sem áttu að fara fram í Hollandi og Þýskalandi. Þetta eru mótin CrossFit Lowlands Throwdown í Apeldoorn í Hollandi og German Throwdown í Þýskalandi. Mótin áttu að fara fram á staðnum en vegna ástandsins í heimsfaraldrinum þá var ákveðið að þetta yrðu netmót í staðin. Íslenska fólkið er því að keppa í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima hjá sér eins og í hinum hlutnum tveimur, The Open og átta liða úrslitunum. Þetta er sérstaklega þægilegt fyrir Katrínu Tönju sem sparar sér langt ferðalag til Þýskalands í júní. Bæði mótin í Evrópu fara fram frá 11. til 13. júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja er jafnframt eini íslenska konan sem keppir á German Throwdown en allar hinar íslensku konurnar keppa á CrossFit Lowlands Throwdow í Hollandi. Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir keppa því allar í hollenska mótinu. Haraldur Holgersson og Þröstur Ólafson keppa aftur á móti báðir á þýska mótinu en Björgvin Karl Guðmundsson er aftur á móti eini íslenski karlinn sem keppir á mótinu í Hollandi. Einnig komst eitt lið (Crossfit Stöð) áfram í undanúrslitin frá Íslandi, CFS Sport (Crossfit Sporthúsinu) endaði í 32. sæti í Evrópu og það eru 40 lið sem komast áfram í undanúrslitin. Ekki er komið á hreint hvoru mótinu liðið keppir en það kemur í ljós á næstu vikum.
CrossFit Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum