Skyldi það vera vegna þess að það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 30. apríl 2021 14:31 Ummæli Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, um Íslandi sé „að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“ hafa vakið gríðarlega athygli. Þar var hann m.a. að vísa til þess að opinberir starfsmenn sem vinna við eftirlit í þágu þjóðarinnar hafa lent í því að stórfyrirtæki kæri þá persónulega vegna starfa sinna fyrir almannahag. Flestir geta séð valdaójafnvægið í þeim leik og að slíkar aðgerðir þjóna þeim tilgangi að taka þróttinn úr almannahagsmunum til þess að styrkja sérhagsmunina. Orð eins æðsta embættismanns þjóðarinnar hafa mikla þýðingu. Orðin sagði hann í umfjöllun um það hvernig forsvarsmenn Samherja hafa farið fram. Þarna var hins vegar ekki verið að færa þjóðinni glænýjan sannleika. Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er einmitt það að verja almannahagsmuni og verja þá fyrir ágangi sérhagsmunaafla. Að gæta þess að sérhagsmunirnir séu ekki sterkari í íslensku samfélagi en almannahagsmunirnir. Þar gegnir löggjöfin okkar algjöru grundvallarhlutverk. Með þeim augum verður að rýna stjórnarskrárfrumvarp um auðlindaákvæði, sem er lagt fram af hálfu forsætisráðherra. Hvers vegna? Vegna þess að frumvarpið er þögult um stærstu pólitísku spurningarnar. Þögult um þá þætti sem mestu skipta. Skiptir þessi þögn einhverju máli? Já, vegna þess að þar með er þaggað niður í ákalli þjóðarinnar um eðlilegar leikreglur hvað varðar sjávarauðlindina. En hvað er það sem vantar í frumvarpið? Í ákvæðinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Í hinu pólitíska samhengi er þetta það atriði sem öllu máli skiptir, að veiting heimilda sé skýrlega tímabundin. Ef fram kæmi í stjórnarskrárákvæði að rétturinn til að nýta auðlindir væri tímabundinn væri löggjafinn bundinn til þess að útfæra það í annarri löggjöf til hversu langs tíma. Og ef stjórnarskráin væri skýr um þetta atriði gætu flokkar sem verja sérhagsmunina ekki komist hjá því að virða þennan rétt þjóðarinnar yfir auðlindunum sínum. Það getur verið mismunandi eftir því hvaða auðlindir eiga í hlut hvernig reglurnar eru en löggjafinn væri engu að síður alltaf skyldur til þess að gera tímabundna samninga um nýtingu. Í dag býr almenningur við það kerfi að samningar til að nýta sjávarauðlindina eru ótímabundnir. Sjávarútvegurinn er með auðlindina að láni, án þess að tryggt sé að þetta lán verði ekki varanlegt. Tímabinding réttinda er og á að vera meginregla þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Dæmin sjást reyndar gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign. Þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Nýtt auðlindaákvæði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er á skjön við almenna lagasetningu um auðlindir. Auðlindaákvæði flokkanna þriggja rammar í reynd inn algjörlega óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður áfram í eigu og á forræði hinna fáu. Skyldi það vera vegna þess að Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Ummæli Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, um Íslandi sé „að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“ hafa vakið gríðarlega athygli. Þar var hann m.a. að vísa til þess að opinberir starfsmenn sem vinna við eftirlit í þágu þjóðarinnar hafa lent í því að stórfyrirtæki kæri þá persónulega vegna starfa sinna fyrir almannahag. Flestir geta séð valdaójafnvægið í þeim leik og að slíkar aðgerðir þjóna þeim tilgangi að taka þróttinn úr almannahagsmunum til þess að styrkja sérhagsmunina. Orð eins æðsta embættismanns þjóðarinnar hafa mikla þýðingu. Orðin sagði hann í umfjöllun um það hvernig forsvarsmenn Samherja hafa farið fram. Þarna var hins vegar ekki verið að færa þjóðinni glænýjan sannleika. Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er einmitt það að verja almannahagsmuni og verja þá fyrir ágangi sérhagsmunaafla. Að gæta þess að sérhagsmunirnir séu ekki sterkari í íslensku samfélagi en almannahagsmunirnir. Þar gegnir löggjöfin okkar algjöru grundvallarhlutverk. Með þeim augum verður að rýna stjórnarskrárfrumvarp um auðlindaákvæði, sem er lagt fram af hálfu forsætisráðherra. Hvers vegna? Vegna þess að frumvarpið er þögult um stærstu pólitísku spurningarnar. Þögult um þá þætti sem mestu skipta. Skiptir þessi þögn einhverju máli? Já, vegna þess að þar með er þaggað niður í ákalli þjóðarinnar um eðlilegar leikreglur hvað varðar sjávarauðlindina. En hvað er það sem vantar í frumvarpið? Í ákvæðinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Í hinu pólitíska samhengi er þetta það atriði sem öllu máli skiptir, að veiting heimilda sé skýrlega tímabundin. Ef fram kæmi í stjórnarskrárákvæði að rétturinn til að nýta auðlindir væri tímabundinn væri löggjafinn bundinn til þess að útfæra það í annarri löggjöf til hversu langs tíma. Og ef stjórnarskráin væri skýr um þetta atriði gætu flokkar sem verja sérhagsmunina ekki komist hjá því að virða þennan rétt þjóðarinnar yfir auðlindunum sínum. Það getur verið mismunandi eftir því hvaða auðlindir eiga í hlut hvernig reglurnar eru en löggjafinn væri engu að síður alltaf skyldur til þess að gera tímabundna samninga um nýtingu. Í dag býr almenningur við það kerfi að samningar til að nýta sjávarauðlindina eru ótímabundnir. Sjávarútvegurinn er með auðlindina að láni, án þess að tryggt sé að þetta lán verði ekki varanlegt. Tímabinding réttinda er og á að vera meginregla þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Dæmin sjást reyndar gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign. Þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Nýtt auðlindaákvæði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er á skjön við almenna lagasetningu um auðlindir. Auðlindaákvæði flokkanna þriggja rammar í reynd inn algjörlega óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður áfram í eigu og á forræði hinna fáu. Skyldi það vera vegna þess að Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun