Skaði skattaskjóla Oddný G. Harðardóttir skrifar 30. apríl 2021 17:17 „Ekki leikur vafi á því að skráning eigna á aflands- og lágskattasvæðum til þess að forðast eðlileg skattskil og tryggja leynd er andstæð hagsmunum alls almennings og hefur í för með sér margvíslegan óbeinan skaða sem útilokað er að meta að fullu til fjár.“ (Eignir Íslendinga á aflandssvæðum, bls. 11) Það var rétt fyrir kosningar haustið 2016 sem starfshópur skilaði fjármála- og efnahagsráðherra skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Ráðherrann ákvað að setja skýrsluna ofan í skúffu. Nýr ráðherra birti hana árið 2017. Starfshópurinn hafi ekki mikinn tíma til að vinna skýrsluna og rýna flókin gögn til að draga ályktanir og kallaði eftir frekari rannsóknum til að fyrirbyggja stórfelld skattsvik. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi við fjármála- og efnahagsráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum þar sem mikilvægum spurningum er varpað fram og svara vænst frá ráðherranum. Þeim sama ráðherra og stakk skýrslunni í skúffuna haustið 2016. • Í árslok 2007 voru 56% Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar í eigu aflandsfélaga. Þessi félög voru að lang mestu leyti í eigu Íslendinga og sama gilti um óskráð félög í aflandseignarhaldi. Við þurfum svör við því hve stór hluti Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar er í eigu aflandsfélaga núna vorið 2021 og hve stór hluti þeirra félaga er í eigu Íslendinga. • Í ljósi reynslunnar og ef ætlunin er að fyrirbyggja tjónið áður en það verður að veruleika, benda skýrsluhöfundar á að best sé að beina sjónum framar öðru að þeim greinum milliríkjaviðskipta þar sem virðisaukinn er mestur og vex hraðast hverju sinni. Því vaknar spurningin um hvort sjónum eftirlits og skattrannsókna hefur verið beint í þessa átt síðast liðinn áratug. • Milliverðlagning felst oftast í því að innflutningsverð er skráð hærra en raunverulegt innkaupsverð eða að útflutningsverð er skráð of lágt. Þannig verða til tekjur erlendis sem safnast fyrir á aflandssvæðum. Ólögmæt milliverðlagning í vöruviðskiptum milli ríka er algengt form skattsvika í ýmsum löndum. Rannsaka þarf ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum m.a. með sundurliðun á vöruviðskiptum á milli landa. Ætli þess konar rannsóknir hafi farið fram hér á landi síðast liðin ár? • Í skýrslunni kemur fram að í gögnum Seðlabanka Íslands um utanríkisviðskipti og fjármagnsjöfnuð fram til ársins 2010, sé undir liðunum „skekkjur og vantalið“ mikið misræmi. Ekki eru til heimildir um hvert þessir peningar fóru en hugsanlega hefur verið um dulinn fjármagnsflótta að ræða eða peningaþvætti. Svara þarf því hvernig staðan er á þessum liðum núna og hvort óskráðar fjármagnstilfærslur hafi verið rannsakaðar m.t.t. peningaþvættis og flutnings á aflandsreikninga. • Alþjóðleg stórfyrirtæki nýta sér mörg þau tækifæri sem þau búa yfir til að flytja arð þangað sem gjöld eru lægst. Íslenski kaupskipaflotinn er allur skráður erlendis og áhafna- og starfsmannaleigur einnig. Þetta segja skýrsluhöfundar að megi kalla „hentiskráningu“ eigna og tekna. Slíka skráningu sem íslensk fyrirtæki eða fyrirtæki með starfsemi á Íslandi ástunda þarf að kortleggja. • Alþjóðleg samvinna hefur aukist á undanförnum árum um aðgerðir gegn skattakjólum og öflun upplýsinga um raunverulega eigendur aflandsfélaga. Kallað er eftir enn frekari alþjóðlegri samvinnu, nú síðast frá forseta Bandaríkjanna. Þátttaka Íslendinga á alþjóðavísu í aðgerðum gegn skattaskjólum þarf að vera markviss. Til að koma í veg fyrir að skaðinn sem átti sér stað við aflandsvæðinu Íslands endurtaki sig í einhverri mynd verður að rannsaka, kortleggja, vinna að vandaðri lagasetningu og vinna með öðrum þjóðum gegn notkun skattaskjóla. Skattaskjól eru nýtt af fólki sem vill fela peningana sína fyrir Skattinum og láta aðra bera uppi sinn hlut í velferðarkerfinu. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skattar og tollar Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
„Ekki leikur vafi á því að skráning eigna á aflands- og lágskattasvæðum til þess að forðast eðlileg skattskil og tryggja leynd er andstæð hagsmunum alls almennings og hefur í för með sér margvíslegan óbeinan skaða sem útilokað er að meta að fullu til fjár.“ (Eignir Íslendinga á aflandssvæðum, bls. 11) Það var rétt fyrir kosningar haustið 2016 sem starfshópur skilaði fjármála- og efnahagsráðherra skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Ráðherrann ákvað að setja skýrsluna ofan í skúffu. Nýr ráðherra birti hana árið 2017. Starfshópurinn hafi ekki mikinn tíma til að vinna skýrsluna og rýna flókin gögn til að draga ályktanir og kallaði eftir frekari rannsóknum til að fyrirbyggja stórfelld skattsvik. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi við fjármála- og efnahagsráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum þar sem mikilvægum spurningum er varpað fram og svara vænst frá ráðherranum. Þeim sama ráðherra og stakk skýrslunni í skúffuna haustið 2016. • Í árslok 2007 voru 56% Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar í eigu aflandsfélaga. Þessi félög voru að lang mestu leyti í eigu Íslendinga og sama gilti um óskráð félög í aflandseignarhaldi. Við þurfum svör við því hve stór hluti Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar er í eigu aflandsfélaga núna vorið 2021 og hve stór hluti þeirra félaga er í eigu Íslendinga. • Í ljósi reynslunnar og ef ætlunin er að fyrirbyggja tjónið áður en það verður að veruleika, benda skýrsluhöfundar á að best sé að beina sjónum framar öðru að þeim greinum milliríkjaviðskipta þar sem virðisaukinn er mestur og vex hraðast hverju sinni. Því vaknar spurningin um hvort sjónum eftirlits og skattrannsókna hefur verið beint í þessa átt síðast liðinn áratug. • Milliverðlagning felst oftast í því að innflutningsverð er skráð hærra en raunverulegt innkaupsverð eða að útflutningsverð er skráð of lágt. Þannig verða til tekjur erlendis sem safnast fyrir á aflandssvæðum. Ólögmæt milliverðlagning í vöruviðskiptum milli ríka er algengt form skattsvika í ýmsum löndum. Rannsaka þarf ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum m.a. með sundurliðun á vöruviðskiptum á milli landa. Ætli þess konar rannsóknir hafi farið fram hér á landi síðast liðin ár? • Í skýrslunni kemur fram að í gögnum Seðlabanka Íslands um utanríkisviðskipti og fjármagnsjöfnuð fram til ársins 2010, sé undir liðunum „skekkjur og vantalið“ mikið misræmi. Ekki eru til heimildir um hvert þessir peningar fóru en hugsanlega hefur verið um dulinn fjármagnsflótta að ræða eða peningaþvætti. Svara þarf því hvernig staðan er á þessum liðum núna og hvort óskráðar fjármagnstilfærslur hafi verið rannsakaðar m.t.t. peningaþvættis og flutnings á aflandsreikninga. • Alþjóðleg stórfyrirtæki nýta sér mörg þau tækifæri sem þau búa yfir til að flytja arð þangað sem gjöld eru lægst. Íslenski kaupskipaflotinn er allur skráður erlendis og áhafna- og starfsmannaleigur einnig. Þetta segja skýrsluhöfundar að megi kalla „hentiskráningu“ eigna og tekna. Slíka skráningu sem íslensk fyrirtæki eða fyrirtæki með starfsemi á Íslandi ástunda þarf að kortleggja. • Alþjóðleg samvinna hefur aukist á undanförnum árum um aðgerðir gegn skattakjólum og öflun upplýsinga um raunverulega eigendur aflandsfélaga. Kallað er eftir enn frekari alþjóðlegri samvinnu, nú síðast frá forseta Bandaríkjanna. Þátttaka Íslendinga á alþjóðavísu í aðgerðum gegn skattaskjólum þarf að vera markviss. Til að koma í veg fyrir að skaðinn sem átti sér stað við aflandsvæðinu Íslands endurtaki sig í einhverri mynd verður að rannsaka, kortleggja, vinna að vandaðri lagasetningu og vinna með öðrum þjóðum gegn notkun skattaskjóla. Skattaskjól eru nýtt af fólki sem vill fela peningana sína fyrir Skattinum og láta aðra bera uppi sinn hlut í velferðarkerfinu. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun