Einhverf börn útilokuð í Reykjavík Ólafur Ísleifsson skrifar 2. maí 2021 09:00 Áhyggjufullir foreldrar einhverfs barns sneru sér til mín fyrir skömmu og sýndu mér bréf Reykjavíkurborgar vegna barns sem fætt er árið 2015 og á því að byrja grunnskólagöngu sína í haust. Fyrir liggur niðurstaða Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins um að barninu sé best borgið í sérdeild fyrir einhverfa og þar var sótt um fyrir barnið. Ég sá mig knúinn til að taka málið upp á Alþingi í liðinni viku. Ófullnægjandi og óboðlegt svar Foreldrum barnsins barst svar frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar 21. apríl með eftirfarandi yfirskrift: „Fyrirhuguð synjun umsóknar um skólavist í sérhæfðri sérdeild fyrir einhverfa nemendur.“ Í bréfinu kemur fram að sótt hafi verið um fyrir 38 nemendur í sérdeildum en aðeins átta pláss séu til ráðstöfunar. Einhverfum börnum vísað á dyr Þetta þýðir að af 38 nemendum með einhverfu komist átta að, þ.e. um 21% umsækjenda. Þetta þýðir að hin 80 prósentin, 30 börn, njóta ekki lögbundins réttar um kennslu við sitt hæfi. Ekki ölmusa eða gjafir Stöldrum við. Foreldrar sóttu ekki um ölmusu eða gjafir í þágu barns síns. Þau lögðu fram umsókn um lögvarinn rétt barnsins til að fá kennslu við sitt hæfi. Þeim er svarað með tölfræðilegum upplýsingum sem ekkert erindi eiga til þeirra. Heiðarlegra hefði verið af borgaryfirvöldum að segja beint út að þau skeyti ekki um að mæta börnum sem þurfa skólavist í sérhæfðri sérdeild. Lögvarinn réttur barna skipti þau engu máli ekki frekar en lögboðin skylda sveitarfélagsins til að sjá öllum nemendum grunnskóla kennslu við sitt hæfi. Kaldhæðnislegt má telja að sá sem undirritar bréf borgaryfirvalda ber starfsheitið verkefnastjóri menntunar fyrir alla. Alla? Nei, bréfið staðfestir að svo er ekki. Tilkynning um lögbrot af hálfu borgaryfirvalda Í lögum um grunnskóla segir um rétt nemenda: Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfií hvetjandi námsumhverfi í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Fyrirhuguð synjun um skólavist í sérhæfðri sérdeild fyrir einhverfa nemendur fer í bága við þetta afdráttarlausa ákvæði grunnskólalaga. Með tilvitnuðu ákvæði í lögum um grunnskóla er öllum nemendum grunnskóla tryggður réttur á kennslu við sitt hæfi. Öllum. Samkvæmt lögum um grunnskóla er sú kennsla á ábyrgð og kostnað sveitarfélags þar sem barnið býr, Reykjavíkurborgar í þessu tilfelli. Borgaryfirvöld bregðast lögboðinni skyldu og brjóta gegn lögvörðum rétti barna Reykjavíkurborg hefur enga heimild til að synja barninu um skólavist við sitt hæfi. Reykjavíkurborg ber að lögum að tryggja barninu kennslu við sitt hæfi. Frá þeirri skyldu eru engar undantekningar. Eftirlit í molum? Menntamálaráðuneyti hefur eftirlit með því að sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem grunnskólalögin kveða á um. Ráðherra skal á þriggja ára fresti leggja fram á Alþingi skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum landsins. Tilvitnað bréf Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sýnir að brotið er alvarlega gegn rétti einhverfra barna til að njóta kennslu við sitt hæfi. Ráðherra menntamála svari fyrir eftirlitið Menntamálaráðherra verður að gera skýra grein fyrir hvernig staðið er að lögboðnu eftirliti og hvernig sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem grunnskólalögin kveða á um. Þá verður ráðherra að gera grein fyrir aðgerðum sem gripið hefur verið til og þeirra aðgerða sem áformuð eru til að ganga eftir því að sveitarfélög ræki lögboðnar skyldur sínar í þessu efni. Eitt er ljóst: Ekki kemur til greina að einhverf börn beri hallann af vanrækslu sveitarfélags eða ráðuneytis gagnvart lögboðnum rétti þeirra til að njóta kennslu við sitt hæfi. Það er á ábyrgð sveitarfélags, í þessu tilfelli borgarstjórnar Reykjavíkur, og undir eftirliti menntamálaráðherra að börnin njóti lögvarins réttar síns til kennslu við sitt hæfi. Lögvarinn réttur barna Einhverft barn á það ekki undir geðþótta sveitarfélags hvort það njóti kennslu við sitt hæfi. Barnið á lögvarinn rétt til þess. Undan þeim rétti á sveitarfélagið enga undankomu. Fyrirlitlegt svar eins og hér hefur verið vitnað til leysir borgina ekki undan þeirri skyldu sem lög leggja á hana um að öll börn eigi rétt á kennslu við sitt hæfi. Aðgengi ekki bara þröskuldar og tröppur Landssamtökin Þroskahjálp starfa undir kjörorðinu Mannréttindi fyrir alla! Í stefnu sinni leggja þau áherslu á að börn með fötlun eigi rétt á þjónustu sérmenntaðs starfsfólks. Kennslan og þjálfun skal ætíð taka mið af þörfum barnsins sjálfs og námskrá aðlöguð einstaklingsbundnum forsendum hvers nemanda. Markmið í námi skulu markviss og mælanleg. Allt skólahúsnæði skal vera aðgengilegt fyrir fatlaða og tryggja þarf að aðstaða fyrir sérstuðning og þjálfun sé þar til staðar. Sérmenntaðir aðilar, svo sem þroskaþjálfar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar og iðjuþjálfar, skulu kallaðir til starfa við skólann eftir því sem nauðsyn krefur. Börn greind með einhverfu eða þroskaraskanir þurfa aðgang að rými sem hentar þeim. Aðgengi snýr nefnilega ekki einungis að þröskuldum og tröppum. Ég hefi verið upplýstur um að um 30% grunnskólanema í Reykjavík þurfi aukinn stuðning í námi umfram það sem bekkjarkennari annast. Umfram þá hópa barna sem að ofan er getið má nefna börn með ADHD, lesblindu, hegðunarvanda og kvíða og börn af erlendum uppruna. Einhverfusamtökin Einhverfusamtökin voru stofnuð árið 1977. Starfsemi samtakanna beinist meðal annars að því að bæta þjónustu við einhverfa, standa vörð um lögbundin réttindi þeirra og stuðla að fræðslu um málefni fólks á einhverfurófi. Helstu baráttumál samtakanna hafa verið stytting biðlista eftir greiningu, búsetumál, atvinnumál og skólamál. Tveir forráðamenn samtakanna, þær Sigrún Birgisdóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, birtu athyglisverða grein hér á Vísi 30. apríl sl. um fyrirhugaða synjun borgaryfirvalda við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Foreldrar í linnulausri baráttu Foreldrar einhverfra barna hafa í fjölmiðlum lýst reiði sinni og örvæntingu. Viðbrögð þeirra eru skiljanleg. Fjöldi umsókna getur ekki hafa komið borgaryfirvöldum á óvart. Börnin hafa undanfarin ár gengið í leikskóla og vitað er um hin einhverfu börn. Samt eru boðin fram átta pláss en þrjátíu börnum skal úthýst. Foreldrar hafa lýst fyrir mér linnulausri baráttu í þágu barna sinna sem greinst hafa með einhverfu. Foreldrar og aðrir vandamenn eiga ekki að þurfa að standa í baráttu fyrir lögvörðum rétti barna sinna. Ákvæði laga um grunnskóla eru skýr: Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfi. Allir. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Áhyggjufullir foreldrar einhverfs barns sneru sér til mín fyrir skömmu og sýndu mér bréf Reykjavíkurborgar vegna barns sem fætt er árið 2015 og á því að byrja grunnskólagöngu sína í haust. Fyrir liggur niðurstaða Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins um að barninu sé best borgið í sérdeild fyrir einhverfa og þar var sótt um fyrir barnið. Ég sá mig knúinn til að taka málið upp á Alþingi í liðinni viku. Ófullnægjandi og óboðlegt svar Foreldrum barnsins barst svar frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar 21. apríl með eftirfarandi yfirskrift: „Fyrirhuguð synjun umsóknar um skólavist í sérhæfðri sérdeild fyrir einhverfa nemendur.“ Í bréfinu kemur fram að sótt hafi verið um fyrir 38 nemendur í sérdeildum en aðeins átta pláss séu til ráðstöfunar. Einhverfum börnum vísað á dyr Þetta þýðir að af 38 nemendum með einhverfu komist átta að, þ.e. um 21% umsækjenda. Þetta þýðir að hin 80 prósentin, 30 börn, njóta ekki lögbundins réttar um kennslu við sitt hæfi. Ekki ölmusa eða gjafir Stöldrum við. Foreldrar sóttu ekki um ölmusu eða gjafir í þágu barns síns. Þau lögðu fram umsókn um lögvarinn rétt barnsins til að fá kennslu við sitt hæfi. Þeim er svarað með tölfræðilegum upplýsingum sem ekkert erindi eiga til þeirra. Heiðarlegra hefði verið af borgaryfirvöldum að segja beint út að þau skeyti ekki um að mæta börnum sem þurfa skólavist í sérhæfðri sérdeild. Lögvarinn réttur barna skipti þau engu máli ekki frekar en lögboðin skylda sveitarfélagsins til að sjá öllum nemendum grunnskóla kennslu við sitt hæfi. Kaldhæðnislegt má telja að sá sem undirritar bréf borgaryfirvalda ber starfsheitið verkefnastjóri menntunar fyrir alla. Alla? Nei, bréfið staðfestir að svo er ekki. Tilkynning um lögbrot af hálfu borgaryfirvalda Í lögum um grunnskóla segir um rétt nemenda: Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfií hvetjandi námsumhverfi í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Fyrirhuguð synjun um skólavist í sérhæfðri sérdeild fyrir einhverfa nemendur fer í bága við þetta afdráttarlausa ákvæði grunnskólalaga. Með tilvitnuðu ákvæði í lögum um grunnskóla er öllum nemendum grunnskóla tryggður réttur á kennslu við sitt hæfi. Öllum. Samkvæmt lögum um grunnskóla er sú kennsla á ábyrgð og kostnað sveitarfélags þar sem barnið býr, Reykjavíkurborgar í þessu tilfelli. Borgaryfirvöld bregðast lögboðinni skyldu og brjóta gegn lögvörðum rétti barna Reykjavíkurborg hefur enga heimild til að synja barninu um skólavist við sitt hæfi. Reykjavíkurborg ber að lögum að tryggja barninu kennslu við sitt hæfi. Frá þeirri skyldu eru engar undantekningar. Eftirlit í molum? Menntamálaráðuneyti hefur eftirlit með því að sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem grunnskólalögin kveða á um. Ráðherra skal á þriggja ára fresti leggja fram á Alþingi skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum landsins. Tilvitnað bréf Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sýnir að brotið er alvarlega gegn rétti einhverfra barna til að njóta kennslu við sitt hæfi. Ráðherra menntamála svari fyrir eftirlitið Menntamálaráðherra verður að gera skýra grein fyrir hvernig staðið er að lögboðnu eftirliti og hvernig sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem grunnskólalögin kveða á um. Þá verður ráðherra að gera grein fyrir aðgerðum sem gripið hefur verið til og þeirra aðgerða sem áformuð eru til að ganga eftir því að sveitarfélög ræki lögboðnar skyldur sínar í þessu efni. Eitt er ljóst: Ekki kemur til greina að einhverf börn beri hallann af vanrækslu sveitarfélags eða ráðuneytis gagnvart lögboðnum rétti þeirra til að njóta kennslu við sitt hæfi. Það er á ábyrgð sveitarfélags, í þessu tilfelli borgarstjórnar Reykjavíkur, og undir eftirliti menntamálaráðherra að börnin njóti lögvarins réttar síns til kennslu við sitt hæfi. Lögvarinn réttur barna Einhverft barn á það ekki undir geðþótta sveitarfélags hvort það njóti kennslu við sitt hæfi. Barnið á lögvarinn rétt til þess. Undan þeim rétti á sveitarfélagið enga undankomu. Fyrirlitlegt svar eins og hér hefur verið vitnað til leysir borgina ekki undan þeirri skyldu sem lög leggja á hana um að öll börn eigi rétt á kennslu við sitt hæfi. Aðgengi ekki bara þröskuldar og tröppur Landssamtökin Þroskahjálp starfa undir kjörorðinu Mannréttindi fyrir alla! Í stefnu sinni leggja þau áherslu á að börn með fötlun eigi rétt á þjónustu sérmenntaðs starfsfólks. Kennslan og þjálfun skal ætíð taka mið af þörfum barnsins sjálfs og námskrá aðlöguð einstaklingsbundnum forsendum hvers nemanda. Markmið í námi skulu markviss og mælanleg. Allt skólahúsnæði skal vera aðgengilegt fyrir fatlaða og tryggja þarf að aðstaða fyrir sérstuðning og þjálfun sé þar til staðar. Sérmenntaðir aðilar, svo sem þroskaþjálfar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar og iðjuþjálfar, skulu kallaðir til starfa við skólann eftir því sem nauðsyn krefur. Börn greind með einhverfu eða þroskaraskanir þurfa aðgang að rými sem hentar þeim. Aðgengi snýr nefnilega ekki einungis að þröskuldum og tröppum. Ég hefi verið upplýstur um að um 30% grunnskólanema í Reykjavík þurfi aukinn stuðning í námi umfram það sem bekkjarkennari annast. Umfram þá hópa barna sem að ofan er getið má nefna börn með ADHD, lesblindu, hegðunarvanda og kvíða og börn af erlendum uppruna. Einhverfusamtökin Einhverfusamtökin voru stofnuð árið 1977. Starfsemi samtakanna beinist meðal annars að því að bæta þjónustu við einhverfa, standa vörð um lögbundin réttindi þeirra og stuðla að fræðslu um málefni fólks á einhverfurófi. Helstu baráttumál samtakanna hafa verið stytting biðlista eftir greiningu, búsetumál, atvinnumál og skólamál. Tveir forráðamenn samtakanna, þær Sigrún Birgisdóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, birtu athyglisverða grein hér á Vísi 30. apríl sl. um fyrirhugaða synjun borgaryfirvalda við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Foreldrar í linnulausri baráttu Foreldrar einhverfra barna hafa í fjölmiðlum lýst reiði sinni og örvæntingu. Viðbrögð þeirra eru skiljanleg. Fjöldi umsókna getur ekki hafa komið borgaryfirvöldum á óvart. Börnin hafa undanfarin ár gengið í leikskóla og vitað er um hin einhverfu börn. Samt eru boðin fram átta pláss en þrjátíu börnum skal úthýst. Foreldrar hafa lýst fyrir mér linnulausri baráttu í þágu barna sinna sem greinst hafa með einhverfu. Foreldrar og aðrir vandamenn eiga ekki að þurfa að standa í baráttu fyrir lögvörðum rétti barna sinna. Ákvæði laga um grunnskóla eru skýr: Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfi. Allir. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun