Borce: Við vorum komnir með miklar áhyggjur Árni Jóhannsson skrifar 3. maí 2021 21:24 Borce Ilievski gat verið ánægður með sína menn í kvöld. Vísir/Andri Marinó Þjálfari ÍR Borce Ilievski gat verið ánægður með sína menn. Spilamennskan var kannski ekki upp á marga fiska framan af en það jafnvel skiptir ekki máli þegar sigurinn lendir þínum megin. Í þessu tilfelli þá unnu ÍR-ingar 97-95 sigur á Stjörnumönnum eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í seinni háfleik. Borce var spurður að því hvað hafi gerst í leiknum sem orsakaði það að hans menn lönduðu sigrinum. „Við höfum margoft lent undir og þurft að berjast til baka og ekki tekist það en allavega í þetta sinn höfðum við styrkinn til að klára þetta á jákvæðu nótunum fyrir okkur. Ég ber virðingu fyrir því að eldri leikmennirnir hafi reynt að taka forystuna í leiknum og allir ætluðu að vinna leikinn á eigin spýtur og endurspeglast það í því að við vorum ekki að spila sem lið og þess vegna vorum við undir. Það voru hinsvegar ungu gæjarnir sem komu með jákvæða orku og liðsspil inn í leikinn okkar. Í seinni hálfleik þá byrjuðum við aftur illa en komum til baka og voru það Sæþór og Sigvaldi sem leiddu áhlaupið til baka með mörgum þristum. Þegar þeir voru að hitta skotunum sínum þá jók það trúna hjá hinum að við gætum komið til baka og unnið leikinn.“ „Í lokinn þá var það vörnin sem skipti mestu máli fyrir okkur og bjó það til nokkrar auðveldar körfur fyrir okkur. Það var lykil atriði en ég held að allir leikmenn mínir hafi skilið hjartað sitt eftir á gólfinu í kvöld því við vissum hversu mikilvægt þessi leikur var því á fimmtudaginn þá er næsti leikur á móti Njarðvík hérna heima og vonast ég til að reglunum verði breytt þannig að það verði fleiri áhorfendur í salnum. Stuðningurinn hérna skiptir sköpum og ef við vinnum á fimmtudaginn þá er möguleiki á að ná í sæti í úrslitakeppninni.“ Borce var spurður að því hvort hann og hans lið hafi verið komið með áhyggjur af stöðunni en það blasti við þeim að sogast af alvöru niður í fallbaráttuna sem er í algleymingi þessa stundina. „Algjörlega. Við vorum komnir með miklar áhyggjur og ég var kominn á fullt í að reyna að greina það sem var að hjá okkur. Við hinsvegar komumst í takt í dag til að vinna þennan leik. Stjarnan spilaði hrikalega vel jafnvel þó að þeim vantaði Mirza og að Alexander væri kominn. Ég vissi ekki hverju var að búast við af honum. Þeir voru stærri en við í kvöld og leiddu með að ég held 15 fráköstum í fyrri hálfleik en það er okkar helsti veikleiki þetta árið. Ef við komum með sömu orku inn í leikinn og við gerðum í dag þá er allt mögulegt.“ Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Stjarnan 97-95 | Óvæntur sigur heimamanna Eftir fimm töp í röð vann ÍR loks leik er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í Hellinum í kvöld. 3. maí 2021 20:55 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Borce var spurður að því hvað hafi gerst í leiknum sem orsakaði það að hans menn lönduðu sigrinum. „Við höfum margoft lent undir og þurft að berjast til baka og ekki tekist það en allavega í þetta sinn höfðum við styrkinn til að klára þetta á jákvæðu nótunum fyrir okkur. Ég ber virðingu fyrir því að eldri leikmennirnir hafi reynt að taka forystuna í leiknum og allir ætluðu að vinna leikinn á eigin spýtur og endurspeglast það í því að við vorum ekki að spila sem lið og þess vegna vorum við undir. Það voru hinsvegar ungu gæjarnir sem komu með jákvæða orku og liðsspil inn í leikinn okkar. Í seinni hálfleik þá byrjuðum við aftur illa en komum til baka og voru það Sæþór og Sigvaldi sem leiddu áhlaupið til baka með mörgum þristum. Þegar þeir voru að hitta skotunum sínum þá jók það trúna hjá hinum að við gætum komið til baka og unnið leikinn.“ „Í lokinn þá var það vörnin sem skipti mestu máli fyrir okkur og bjó það til nokkrar auðveldar körfur fyrir okkur. Það var lykil atriði en ég held að allir leikmenn mínir hafi skilið hjartað sitt eftir á gólfinu í kvöld því við vissum hversu mikilvægt þessi leikur var því á fimmtudaginn þá er næsti leikur á móti Njarðvík hérna heima og vonast ég til að reglunum verði breytt þannig að það verði fleiri áhorfendur í salnum. Stuðningurinn hérna skiptir sköpum og ef við vinnum á fimmtudaginn þá er möguleiki á að ná í sæti í úrslitakeppninni.“ Borce var spurður að því hvort hann og hans lið hafi verið komið með áhyggjur af stöðunni en það blasti við þeim að sogast af alvöru niður í fallbaráttuna sem er í algleymingi þessa stundina. „Algjörlega. Við vorum komnir með miklar áhyggjur og ég var kominn á fullt í að reyna að greina það sem var að hjá okkur. Við hinsvegar komumst í takt í dag til að vinna þennan leik. Stjarnan spilaði hrikalega vel jafnvel þó að þeim vantaði Mirza og að Alexander væri kominn. Ég vissi ekki hverju var að búast við af honum. Þeir voru stærri en við í kvöld og leiddu með að ég held 15 fráköstum í fyrri hálfleik en það er okkar helsti veikleiki þetta árið. Ef við komum með sömu orku inn í leikinn og við gerðum í dag þá er allt mögulegt.“
Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Stjarnan 97-95 | Óvæntur sigur heimamanna Eftir fimm töp í röð vann ÍR loks leik er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í Hellinum í kvöld. 3. maí 2021 20:55 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Stjarnan 97-95 | Óvæntur sigur heimamanna Eftir fimm töp í röð vann ÍR loks leik er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í Hellinum í kvöld. 3. maí 2021 20:55