Sögðu sæta sögu af Söru frá því að hún vann Filthy 150 mótið á Írlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 08:30 Sara Sigmundsdóttir heillar alla upp úr skónum hvert sem hún fer hvort sem er með keppniskapi sínu eða vingjarnlegu viðmóti. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er tilbúin að gefa af sér, bæði í keppni en líka eftir keppni. Sara er ein allra vinsælasta CrossFit kona heims og það er engin tilviljun. Ein af ástæðunum kom fram í spjalli Söru Sigmundsdóttur í hlaðvarpsþættinum Walk Le Mile. Það fór ekkert á milli mála að umsjónarmenn þáttarins Michele Letendre og Greg Lanctot eru aðdáendur Söru enda ekki annað en að hrífast af keppnisskapi og jákvæðni Suðurnesjakonunnar. Þátturinn byrjaði á einstakri sögu sem Greg Lanctot sagði af Söru þegar hún var að keppa á Filthy 150 mótinu á Írlandi árið 2019 en með sigri þar tryggði hún sér sér farseðil á heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Filthy150 (@filthy150) Sara vann þarna glæsilegan sigur sem hafði auðvitað verið efni í heilan þátt en til umfjöllunar var það sem Sara gerði eftir keppnina. CrossFit áhugafólk á Írlandi fjölmennti á mótið og það var mikil stemmning á pöllunum. Sara heillaði alla upp úr skónum og það vildu allir sjá hana stíga upp á pall og fá verðlaunin. Það fór því enginn eftir að keppninni var lokið. Sara hafði þarna lokið erfiðri keppnishelgi þar sem hart var tekist á. Greg er það mjög minnisstætt að Sara gaf sér tíma með öllum sem vildu fá mynd eða eiginhandaráritun. Sara sinnti öllum sem vildu fá mynd eða áritun og eyddi líklega meiri en klukkutíma með aðdáendum sínum. Slíkt er allt annað en sjálfsagt hjá stórstjörnu eins og Söru sem hafði auk þess nýlokið þriggja daga harðri keppni. Hún var samt ekkert nema brosið og almennilegheitin og stækkaði um leið aðdáendahópinn sinn enn meira. Greg spurði Söru út í þessa stund í Dublin í þættinum. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að svarið var hundrað prósent Sara. „Ég hafði aldrei séð svona áður á móti sem þessu því hver einn og einasti fékk sinn tíma með þér og þetta tók þig örugglega meira en klukkutíma eða jafnvel einn og hálfan klukkutíma eftir keppni,“ sagði Greg Lanctot. „Ég lít á þetta þannig að það eru allir að hvetja mig áfram þegar ég er að keppa og hjálpa mér. Mér finnst þetta það minnsta sem ég get gert fyrir þau í staðinn. Ég þarf hvort sem er ekki að fara neitt eftir keppni. Það minnsta sem ég get gert að ganga milli áhorfendanna og ég fær að hitta nýtt fólk og taka af okkur myndir saman. Það er gaman fyrir mig að gleðja þá,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Walk Le Mile (@walklemile) CrossFit Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Sjá meira
Sara er ein allra vinsælasta CrossFit kona heims og það er engin tilviljun. Ein af ástæðunum kom fram í spjalli Söru Sigmundsdóttur í hlaðvarpsþættinum Walk Le Mile. Það fór ekkert á milli mála að umsjónarmenn þáttarins Michele Letendre og Greg Lanctot eru aðdáendur Söru enda ekki annað en að hrífast af keppnisskapi og jákvæðni Suðurnesjakonunnar. Þátturinn byrjaði á einstakri sögu sem Greg Lanctot sagði af Söru þegar hún var að keppa á Filthy 150 mótinu á Írlandi árið 2019 en með sigri þar tryggði hún sér sér farseðil á heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Filthy150 (@filthy150) Sara vann þarna glæsilegan sigur sem hafði auðvitað verið efni í heilan þátt en til umfjöllunar var það sem Sara gerði eftir keppnina. CrossFit áhugafólk á Írlandi fjölmennti á mótið og það var mikil stemmning á pöllunum. Sara heillaði alla upp úr skónum og það vildu allir sjá hana stíga upp á pall og fá verðlaunin. Það fór því enginn eftir að keppninni var lokið. Sara hafði þarna lokið erfiðri keppnishelgi þar sem hart var tekist á. Greg er það mjög minnisstætt að Sara gaf sér tíma með öllum sem vildu fá mynd eða eiginhandaráritun. Sara sinnti öllum sem vildu fá mynd eða áritun og eyddi líklega meiri en klukkutíma með aðdáendum sínum. Slíkt er allt annað en sjálfsagt hjá stórstjörnu eins og Söru sem hafði auk þess nýlokið þriggja daga harðri keppni. Hún var samt ekkert nema brosið og almennilegheitin og stækkaði um leið aðdáendahópinn sinn enn meira. Greg spurði Söru út í þessa stund í Dublin í þættinum. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að svarið var hundrað prósent Sara. „Ég hafði aldrei séð svona áður á móti sem þessu því hver einn og einasti fékk sinn tíma með þér og þetta tók þig örugglega meira en klukkutíma eða jafnvel einn og hálfan klukkutíma eftir keppni,“ sagði Greg Lanctot. „Ég lít á þetta þannig að það eru allir að hvetja mig áfram þegar ég er að keppa og hjálpa mér. Mér finnst þetta það minnsta sem ég get gert fyrir þau í staðinn. Ég þarf hvort sem er ekki að fara neitt eftir keppni. Það minnsta sem ég get gert að ganga milli áhorfendanna og ég fær að hitta nýtt fólk og taka af okkur myndir saman. Það er gaman fyrir mig að gleðja þá,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Walk Le Mile (@walklemile)
CrossFit Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Sjá meira