Fyrirspurnum um Janssen rignir inn til heilsugæslunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2021 11:31 Bólusett verður með bóluefni Janssen í Laugardalshöll í dag. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sem verða sprautaðir. vísir/Vilhelm Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sex þúsund sem verða fullbólusettir með Janssen í dag. Fyrirspurnum um bóluefnið rignir inn til heilsugæslunnar. Nýgengni smita fer lækkandi þessa dagana og alls eru nú 173 í einangrun með veiruna hér á landi. Þá fækkar um hátt í hundrað og þrjátíu manns í sóttkví milli daga, alls eru nú 329 í sóttkví. Til stendur að fullbólusetja sex þúsund manns með bóluefni Janssen í dag en ólíkt öðrum bóluefnum þarf aðeins eina sprautu af efninu. „Hópar sem við boðuðum í þessa bólusetningu eru leikskólakennarar og kennarar og áhafnir skipa og flugvéla sem eru að fara erlendis og jaðarhópar líka,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bóluefnið er boðið öllum yfir átján ára aldri. Nokkur umræða hefur verið um það eftir að dreifing var tímabundið stöðvuð vegna tengsla við sjaldgæfa tegund blóðtappa. Ákeðið var að hefja bólusetningar með efninu hér á landi eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf grænt ljós. Ragnheiður segir marga þó enn með spurningar. „Það er mjög mikið af spurningum sem dynja á okkur þannig við erum alltaf að biðja fólk um að sýna biðlund alls staðar. Það er gífurlegt álag á símkerfið og netspjallið og við höfum svo sem ekkert meiri svör en sóttvarnarlæknir gefur út. Það er að Jansen á að vera í lagi. Við höfum engin önnur svör en það er mikið verið að spyrja,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/Vilhelm Að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslunnar, hafa iðulega um áttatíu prósent boðaðara mætt í bólusetningu á tilsettum degi. Nokkuð er um að þeir ekki komast mæti á næsta degi þegar bólsett er með sama efni og telur hann að heildarmæting sé því um 85 til 90 prósent. Lítið sé um að fólk beinlínis afþakki bólusetningu. Skili fólk sér ekki í bólusetningu í dag verður haft samband við þá næstu á lista að sögn Ragnheiðar. „Við erum alltaf með plan. Planið í dag er að halda þá áfram með skólana, reyna að klára þá,“ segir hún. Þessi vika er sú stærsta hingað til í bólusetningum og hafa nú ríflega 115 þúsund manns fengið að minnsta kosti fyrri skammt. Ragnheiður segir útlit fyrir að næsta vika verði aðeins rólegri en á morgun verða þeir skammtar sem til eru af AztraZeneca kláraðir og á föstudag verður seinni bólusetning með Moderna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Nýgengni smita fer lækkandi þessa dagana og alls eru nú 173 í einangrun með veiruna hér á landi. Þá fækkar um hátt í hundrað og þrjátíu manns í sóttkví milli daga, alls eru nú 329 í sóttkví. Til stendur að fullbólusetja sex þúsund manns með bóluefni Janssen í dag en ólíkt öðrum bóluefnum þarf aðeins eina sprautu af efninu. „Hópar sem við boðuðum í þessa bólusetningu eru leikskólakennarar og kennarar og áhafnir skipa og flugvéla sem eru að fara erlendis og jaðarhópar líka,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bóluefnið er boðið öllum yfir átján ára aldri. Nokkur umræða hefur verið um það eftir að dreifing var tímabundið stöðvuð vegna tengsla við sjaldgæfa tegund blóðtappa. Ákeðið var að hefja bólusetningar með efninu hér á landi eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf grænt ljós. Ragnheiður segir marga þó enn með spurningar. „Það er mjög mikið af spurningum sem dynja á okkur þannig við erum alltaf að biðja fólk um að sýna biðlund alls staðar. Það er gífurlegt álag á símkerfið og netspjallið og við höfum svo sem ekkert meiri svör en sóttvarnarlæknir gefur út. Það er að Jansen á að vera í lagi. Við höfum engin önnur svör en það er mikið verið að spyrja,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/Vilhelm Að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslunnar, hafa iðulega um áttatíu prósent boðaðara mætt í bólusetningu á tilsettum degi. Nokkuð er um að þeir ekki komast mæti á næsta degi þegar bólsett er með sama efni og telur hann að heildarmæting sé því um 85 til 90 prósent. Lítið sé um að fólk beinlínis afþakki bólusetningu. Skili fólk sér ekki í bólusetningu í dag verður haft samband við þá næstu á lista að sögn Ragnheiðar. „Við erum alltaf með plan. Planið í dag er að halda þá áfram með skólana, reyna að klára þá,“ segir hún. Þessi vika er sú stærsta hingað til í bólusetningum og hafa nú ríflega 115 þúsund manns fengið að minnsta kosti fyrri skammt. Ragnheiður segir útlit fyrir að næsta vika verði aðeins rólegri en á morgun verða þeir skammtar sem til eru af AztraZeneca kláraðir og á föstudag verður seinni bólusetning með Moderna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira