Það er ekki hægt að lifa við þetta Gunnar Smári Egilsson skrifar 6. maí 2021 06:20 Brask- og okurvæðing húsnæðiskerfisins er mesta ógnin við lífskjör og frelsi almennings. Hinn ótamdi húsnæðismarkaður heldur þúsundum fjölskyldna um og undir fátækramörkum, þröngar þúsundir út í vinnuþrælkun til að ná endum saman, rænir foreldra stundum með börnum sínum, rænir fólk hvíld og sálarró. Við þetta er ekki búandi. Það er fyrir löngu kominn tími til að umbreyta húsnæðiskerfinu. Núverandi kerfi er ekki sniðið að þörfum almennings heldur braskara. Braskið nær því tvöfaldar verðið Tökum dæmi. Um það leyti sem gengið var til kosninga vorið 1991, kosninga sem leiddu til sigurs nýfrjálshyggjunnar með ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, voru auglýstar í Morgunblaðinu 2ja herbergja blokkaríbúðir í Hólahverfi á 4,8 til 5,2 milljónir króna. Það jafngildir um 14,9 til 17,3 m.kr. á verðlagi dagsins miðað við neysluvísitölu. Haldið þið að hægt sé að kaupa 2ja herbergja íbúð á því verði í dag? En er ekki eðlilegra að miða við byggingarvísitölu sem tekur einnig mið af launakostnaði við húsbyggingar? Miðað við byggingarvísitölu jafngildir verðið á 2ja herbergja íbúðunum vorið 1991 því að þær myndu í dag kosta 19,0 til 20,6 m.kr. Haldið þið að hægt sé að fá 2ja herbergja íbúð á því verði í dag? Samkvæmt fasteignavef mbl.is er verð á 2ja herbergja íbúðum í Hólahverfi í dag frá 34,5 til 38,9 m.kr. Verð á þessum íbúðum hefur því hækkað um 85% umfram byggingarkostnað. Hvernig skyldi standa á því? Hvert fara peningarnir, tæplega 17 m.kr. sem fólk borgar meira fyrir 2ja herbergja íbúð í dag en fyrir þrjátíu árum? Því er fljót svarað. Einstaklingar og fjölskyldur taka enga peninga út af húsnæðismarkaðnum. Almenningur þarf að búa einhvers staðar og ef fólk selur dýrt þarf það að kaupa næstu íbúð líka dýrt. En það eru aðrir sem taka fé út af húsnæðismarkaðnum; lóðabraskarar, verktakar, okurleigusalar, braskara og bankar sem lána til húsnæðiskaupa. Braskið stigmagnast Tökum annað dæmi. Fasteignamat Þjóðskrár skráir söluverð fasteigna samkvæmt þinglýstum kaupsamningum. Gögnin ná aftur til 2010. Miðað við meðalverð á smærri íbúðum kostaði 65 fermetra 2ja herbergja íbúð um 15,2 m.kr. í janúar 2010 en um 39,0 m.kr. í mars í ár. Þetta er hækkun upp á 157% á rúmum ellefu árum. Á sama tíma hækkaði byggingarvísitalan um 53%. Ef íbúðin hefði hækkað samkvæmt framleiðslukostnaði myndi hún kosta 23,3 m.kr. í dag en ekki 39,0 m.kr. Mismunurinn er 15,7 m.kr. á aðeins rúmum ellefu árum. Á þessum tíma hefur 15,7 m.kr. aukagjald fallið á fólk sem vill kaupa sér litla íbúð. Á sama tíma hefur launavísitalan hækkað um 114%. Hækkun húsnæðisverðs hefur því farið langt fram úr auknum kaupmætti. Með öðrum orðum: Húsnæðiskaupmáttur almennings hefur fallið á þessum tíma. Braskið á húsnæðismarkaði, sem fóðrað er með skipulögðum skorti örfárra fyrirtækja, hefur hækkað íbúðaverð langt umfram hækkun launa. Bröskurunum hefur tekist að rífa fasteignaverðið úr samhengi við framleiðslukostnað. Með skorti hefur þeim tekist að láta verðið elta kaupgetu fólksins sem verður að búa einhvers staðar. Og græðgin hefur síðan keyrt verðið fram úr kaupgetunni. Stærri hópar ráða ekki við verðið, fleiri búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Braskarar efnast Tökum þriðja dæmið. Eftir glórulausa fasteignabólu var Eykt, eitt af fákeppnisfyrirtækjunum á byggingarmarkaði, tæknilega gjaldþrota í árslok 2008. Móðurfyrirtæki Eyktar var með neikvætt eigið fé upp á 19,6 milljarða króna á þávirði, sem eru um 29,4 milljarðar króna á núvirði. Samt var þetta fyrirtæki ekki gert upp. Pétur Guðmundsson, eigandi Eyktar og fjölmargra fyrirtækja sem tengjast starfsemi þess, fékk stuðning banka til að halda fyrirtækjunum. Og eftir ellefu góð ár í braskinu var eigið fé móðurfélags Eyktar og tengdra félaga 13,7 milljarðar króna í árslok 2019, sem gera 14,6 milljarðar króna á núvirði. Á ellefu árum hafði eigið fé þessara fyrirtækja vaxið um 44 milljarða króna. Það er hækkun eigin fjár upp á 11 m.kr. hvern einasta dag í ellefu ár, líka um helgar. Eykt er einkafyrirtæki eins manns. Eins ÞG verktakar, sem er annað af 4-5 verktakafyrirtækjum sem drottna yfir byggingamarkaðnum og stýra í raun framboði á íbúðarhúsnæði. Síðustu fjögur ár hefur Þorvaldur Gissurarson, eigandi ÞG-verktaka, greitt sér 700 m.kr. á núvirði í arð. Það eru 14,5 m.kr. á mánuði að meðaltali. Þær greiðslur leggjast ofan á 4,6 m.kr. launatekjur Þorvaldar sem forstjóra fyrirtækisins. Tekjur Þorvaldar eftir skatta eru því um 14,2 m.kr. á mánuði. Það er fimmtíu sinnum meira en verkamaður á lágmarkslaunum fær útborgað. Og tekjurnar Þorvaldar segja í raun minnst um stöðu hans því verðmæti fyrirtækis hans vex enn hraðar. Hann auðgast á húsnæðismarkaði sem er helvíti fyrir tugi þúsunda fjölskyldna. Niðurbrot nýfrjálshyggjunnar Á eftirstríðsárunum og fram að nýfrjálshyggju var íslenski byggingamarkaðurinn valddreifður. Einstaklingar og fjölskyldur fengu lóðum úthlutað og byggðu sjálfar eða í gegnum byggingarsamvinnufélög, félagsskap jafningja. Íbúðalánasjóður lánaði til nýbygginga og síðar til kaupa á eldra húsnæði. Verkamannabústaðir og félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga og félagasamtaka byggðist upp, ekki í sama mæli og í nágrannalöndunum, en náði samt að vera skjól fyrir hin tekjulægri fyrir grimmd hins óhefta markaðar. Skipulag var ákvarðað af sveitastjórnum í samráði við fagfólk, byggði á spám um hvernig samfélögin gætu best þróast. Eftir nýfrjálshyggjuna er í raun búið að markaðs- og arðsemisvæða byggingar- og íbúðamarkaðinn. Eins og í öðrum geirum á Íslandi drottna fá stór fyrirtæki yfir þessum markaði; kannski fjögur til fimm verktakafyrirtæki og tvö leigufélög í skjóli þriggja banka. Verkamannabústaðakerfið var eyðilagt á nýfrjálshyggjuárunum og félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaganna veikt. Stjórnvöld hættu að byggja fyrir fólk í vanda og létu hinum svokallaða markaði eftir uppbyggingu húsnæðis, sölu og leigu. Fókus stjórnvalda fór af þörfum almennings yfir á þarfir verktaka, aðgerðir beindust að því að örva markaðinn með því að ýta undir kaupgetu almennings með aukinni veðheimild, vaxtalækkunum eða öðrum leiðum. Það eina sem þessar aðgerðir leiddu til var hærra húsnæðisverð og aukinn gróði braskara. Niðurstaða þessara grimmu byltingar nýfrjálshyggjuáranna er versta húsnæðiskreppa frá því í fólksflutningunum miklu kringum seinna stríð. Kórónafaraldurinn sló lítillega á hækkanir á leigumarkaði, en það er viðbúið að húsnæðiskreppan bíta enn fastar þegar faraldrinum linnir. Eins og ætíð í samdrætti hafa gróðafyrirtæki haldið að sér höndunum undanfarið og því er fyrirsjáanlegur enn grimmari húsnæðisskortur næstu misserin. Það er því jafn áríðandi núna og mörg undanfarin ár að snúa af braut nýfrjálshyggjunnar í húsnæðismálum. Sú stefna virkar þar ekki fremur en nokkurs staðar, færir linnulaust fé frá almenningi til fárra auðmanna. Það þarf því aðra byltingu í húsnæðismálum, ekki byltingu grimmdar heldur byltingu samstöðu, samkenndar, samvinnu og kærleika. Næsta húsnæðisbylting Sósíalistaflokkur kallar annað tilboð sitt til kjósenda vegna þingkosninganna 25. september næstkomandi Stóru húsnæðisbyltinguna: 30 þúsund íbúðir á tíu árum (sjá hér: https://sosialistaflokkurinn.is/2021/05/04/stora-husnaedisbyltingin-30-thusund-ibudir-a-tiu-arum/). Tilboðið snýst um að brjóta niður tök braskaranna á húsnæðismarkaðnum, ekki bara lóðabraskara og verktaka, okurleigusala og bankanna, heldur líka þeirra sem flytja inn byggingarefni og leggja á það fráleita álagningu. Þetta er verkefni sem ekki er aðeins ætlað að útvega almenningi öruggt, gott og ódýrt húsnæði heldur að endurskapa íslenskan húsnæðismarkað svo hann þjóni fjöldanum en ekki aðeins hinum fáu ríku. Nýfrjálshyggjan er dauð og við eigum að fagna því. Fagna með því að ganga glöð til góðra verka við að byggja upp miklu betra samfélag. Og eitt það allra mikilvægasta á þeirri leið er að umbreyta húsnæðiskerfinu, brjóta niður braskið og byggja yfir allt fólk í vanda. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2021 Gunnar Smári Egilsson Leigumarkaður Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Brask- og okurvæðing húsnæðiskerfisins er mesta ógnin við lífskjör og frelsi almennings. Hinn ótamdi húsnæðismarkaður heldur þúsundum fjölskyldna um og undir fátækramörkum, þröngar þúsundir út í vinnuþrælkun til að ná endum saman, rænir foreldra stundum með börnum sínum, rænir fólk hvíld og sálarró. Við þetta er ekki búandi. Það er fyrir löngu kominn tími til að umbreyta húsnæðiskerfinu. Núverandi kerfi er ekki sniðið að þörfum almennings heldur braskara. Braskið nær því tvöfaldar verðið Tökum dæmi. Um það leyti sem gengið var til kosninga vorið 1991, kosninga sem leiddu til sigurs nýfrjálshyggjunnar með ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, voru auglýstar í Morgunblaðinu 2ja herbergja blokkaríbúðir í Hólahverfi á 4,8 til 5,2 milljónir króna. Það jafngildir um 14,9 til 17,3 m.kr. á verðlagi dagsins miðað við neysluvísitölu. Haldið þið að hægt sé að kaupa 2ja herbergja íbúð á því verði í dag? En er ekki eðlilegra að miða við byggingarvísitölu sem tekur einnig mið af launakostnaði við húsbyggingar? Miðað við byggingarvísitölu jafngildir verðið á 2ja herbergja íbúðunum vorið 1991 því að þær myndu í dag kosta 19,0 til 20,6 m.kr. Haldið þið að hægt sé að fá 2ja herbergja íbúð á því verði í dag? Samkvæmt fasteignavef mbl.is er verð á 2ja herbergja íbúðum í Hólahverfi í dag frá 34,5 til 38,9 m.kr. Verð á þessum íbúðum hefur því hækkað um 85% umfram byggingarkostnað. Hvernig skyldi standa á því? Hvert fara peningarnir, tæplega 17 m.kr. sem fólk borgar meira fyrir 2ja herbergja íbúð í dag en fyrir þrjátíu árum? Því er fljót svarað. Einstaklingar og fjölskyldur taka enga peninga út af húsnæðismarkaðnum. Almenningur þarf að búa einhvers staðar og ef fólk selur dýrt þarf það að kaupa næstu íbúð líka dýrt. En það eru aðrir sem taka fé út af húsnæðismarkaðnum; lóðabraskarar, verktakar, okurleigusalar, braskara og bankar sem lána til húsnæðiskaupa. Braskið stigmagnast Tökum annað dæmi. Fasteignamat Þjóðskrár skráir söluverð fasteigna samkvæmt þinglýstum kaupsamningum. Gögnin ná aftur til 2010. Miðað við meðalverð á smærri íbúðum kostaði 65 fermetra 2ja herbergja íbúð um 15,2 m.kr. í janúar 2010 en um 39,0 m.kr. í mars í ár. Þetta er hækkun upp á 157% á rúmum ellefu árum. Á sama tíma hækkaði byggingarvísitalan um 53%. Ef íbúðin hefði hækkað samkvæmt framleiðslukostnaði myndi hún kosta 23,3 m.kr. í dag en ekki 39,0 m.kr. Mismunurinn er 15,7 m.kr. á aðeins rúmum ellefu árum. Á þessum tíma hefur 15,7 m.kr. aukagjald fallið á fólk sem vill kaupa sér litla íbúð. Á sama tíma hefur launavísitalan hækkað um 114%. Hækkun húsnæðisverðs hefur því farið langt fram úr auknum kaupmætti. Með öðrum orðum: Húsnæðiskaupmáttur almennings hefur fallið á þessum tíma. Braskið á húsnæðismarkaði, sem fóðrað er með skipulögðum skorti örfárra fyrirtækja, hefur hækkað íbúðaverð langt umfram hækkun launa. Bröskurunum hefur tekist að rífa fasteignaverðið úr samhengi við framleiðslukostnað. Með skorti hefur þeim tekist að láta verðið elta kaupgetu fólksins sem verður að búa einhvers staðar. Og græðgin hefur síðan keyrt verðið fram úr kaupgetunni. Stærri hópar ráða ekki við verðið, fleiri búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Braskarar efnast Tökum þriðja dæmið. Eftir glórulausa fasteignabólu var Eykt, eitt af fákeppnisfyrirtækjunum á byggingarmarkaði, tæknilega gjaldþrota í árslok 2008. Móðurfyrirtæki Eyktar var með neikvætt eigið fé upp á 19,6 milljarða króna á þávirði, sem eru um 29,4 milljarðar króna á núvirði. Samt var þetta fyrirtæki ekki gert upp. Pétur Guðmundsson, eigandi Eyktar og fjölmargra fyrirtækja sem tengjast starfsemi þess, fékk stuðning banka til að halda fyrirtækjunum. Og eftir ellefu góð ár í braskinu var eigið fé móðurfélags Eyktar og tengdra félaga 13,7 milljarðar króna í árslok 2019, sem gera 14,6 milljarðar króna á núvirði. Á ellefu árum hafði eigið fé þessara fyrirtækja vaxið um 44 milljarða króna. Það er hækkun eigin fjár upp á 11 m.kr. hvern einasta dag í ellefu ár, líka um helgar. Eykt er einkafyrirtæki eins manns. Eins ÞG verktakar, sem er annað af 4-5 verktakafyrirtækjum sem drottna yfir byggingamarkaðnum og stýra í raun framboði á íbúðarhúsnæði. Síðustu fjögur ár hefur Þorvaldur Gissurarson, eigandi ÞG-verktaka, greitt sér 700 m.kr. á núvirði í arð. Það eru 14,5 m.kr. á mánuði að meðaltali. Þær greiðslur leggjast ofan á 4,6 m.kr. launatekjur Þorvaldar sem forstjóra fyrirtækisins. Tekjur Þorvaldar eftir skatta eru því um 14,2 m.kr. á mánuði. Það er fimmtíu sinnum meira en verkamaður á lágmarkslaunum fær útborgað. Og tekjurnar Þorvaldar segja í raun minnst um stöðu hans því verðmæti fyrirtækis hans vex enn hraðar. Hann auðgast á húsnæðismarkaði sem er helvíti fyrir tugi þúsunda fjölskyldna. Niðurbrot nýfrjálshyggjunnar Á eftirstríðsárunum og fram að nýfrjálshyggju var íslenski byggingamarkaðurinn valddreifður. Einstaklingar og fjölskyldur fengu lóðum úthlutað og byggðu sjálfar eða í gegnum byggingarsamvinnufélög, félagsskap jafningja. Íbúðalánasjóður lánaði til nýbygginga og síðar til kaupa á eldra húsnæði. Verkamannabústaðir og félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga og félagasamtaka byggðist upp, ekki í sama mæli og í nágrannalöndunum, en náði samt að vera skjól fyrir hin tekjulægri fyrir grimmd hins óhefta markaðar. Skipulag var ákvarðað af sveitastjórnum í samráði við fagfólk, byggði á spám um hvernig samfélögin gætu best þróast. Eftir nýfrjálshyggjuna er í raun búið að markaðs- og arðsemisvæða byggingar- og íbúðamarkaðinn. Eins og í öðrum geirum á Íslandi drottna fá stór fyrirtæki yfir þessum markaði; kannski fjögur til fimm verktakafyrirtæki og tvö leigufélög í skjóli þriggja banka. Verkamannabústaðakerfið var eyðilagt á nýfrjálshyggjuárunum og félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaganna veikt. Stjórnvöld hættu að byggja fyrir fólk í vanda og létu hinum svokallaða markaði eftir uppbyggingu húsnæðis, sölu og leigu. Fókus stjórnvalda fór af þörfum almennings yfir á þarfir verktaka, aðgerðir beindust að því að örva markaðinn með því að ýta undir kaupgetu almennings með aukinni veðheimild, vaxtalækkunum eða öðrum leiðum. Það eina sem þessar aðgerðir leiddu til var hærra húsnæðisverð og aukinn gróði braskara. Niðurstaða þessara grimmu byltingar nýfrjálshyggjuáranna er versta húsnæðiskreppa frá því í fólksflutningunum miklu kringum seinna stríð. Kórónafaraldurinn sló lítillega á hækkanir á leigumarkaði, en það er viðbúið að húsnæðiskreppan bíta enn fastar þegar faraldrinum linnir. Eins og ætíð í samdrætti hafa gróðafyrirtæki haldið að sér höndunum undanfarið og því er fyrirsjáanlegur enn grimmari húsnæðisskortur næstu misserin. Það er því jafn áríðandi núna og mörg undanfarin ár að snúa af braut nýfrjálshyggjunnar í húsnæðismálum. Sú stefna virkar þar ekki fremur en nokkurs staðar, færir linnulaust fé frá almenningi til fárra auðmanna. Það þarf því aðra byltingu í húsnæðismálum, ekki byltingu grimmdar heldur byltingu samstöðu, samkenndar, samvinnu og kærleika. Næsta húsnæðisbylting Sósíalistaflokkur kallar annað tilboð sitt til kjósenda vegna þingkosninganna 25. september næstkomandi Stóru húsnæðisbyltinguna: 30 þúsund íbúðir á tíu árum (sjá hér: https://sosialistaflokkurinn.is/2021/05/04/stora-husnaedisbyltingin-30-thusund-ibudir-a-tiu-arum/). Tilboðið snýst um að brjóta niður tök braskaranna á húsnæðismarkaðnum, ekki bara lóðabraskara og verktaka, okurleigusala og bankanna, heldur líka þeirra sem flytja inn byggingarefni og leggja á það fráleita álagningu. Þetta er verkefni sem ekki er aðeins ætlað að útvega almenningi öruggt, gott og ódýrt húsnæði heldur að endurskapa íslenskan húsnæðismarkað svo hann þjóni fjöldanum en ekki aðeins hinum fáu ríku. Nýfrjálshyggjan er dauð og við eigum að fagna því. Fagna með því að ganga glöð til góðra verka við að byggja upp miklu betra samfélag. Og eitt það allra mikilvægasta á þeirri leið er að umbreyta húsnæðiskerfinu, brjóta niður braskið og byggja yfir allt fólk í vanda. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar