ÍAV vilja fá 3,8 milljarða eftir að þeim var úthýst á Kirkjusandi Eiður Þór Árnason skrifar 6. maí 2021 12:24 Kosnaður við byggingu húsanna þriggja sem ÍAV var með samning um er um tíu milljarðar króna. Heildarkostnaður við uppbyggingu á reitnum er hins vegar áætlaður um 22 milljarðar króna TÖLVUMYND/ONNO EHF Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) fara fram á að 105 Miðborg slhf. og Íslandssjóðir hf. greiði félaginu 3,8 milljarða króna í tengslum við deilur um uppbyggingu á svokölluðum Kirkjusandsreit. 105 Miðborg rifti samningi sínum við ÍAV um byggingu þriggja húsa á svæðinu upp á um tíu milljarða króna í lok febrúar. ÍAV telur riftunina ekki standast lög og hefur stefnt 105 Miðborg og Íslandssjóðum. Íslandssjóðir eru í eigu Íslandsbanka og er greint frá stefnunni í ársfjórðungsuppgjöri bankans sem birt var í gær. Fjárfestingafélagið 105 Miðborg er í stýringu Íslandssjóða og vinnur að uppbyggingu íbúða, hótels, skrifstofu- og verslunarhúsnæðis á svæðinu. Stefna ÍAV var lögð fram þann 3. maí en fram kemur í uppgjöri Íslandsbanka að 105 Miðborg hafi áður hafnað kröfum ÍAV og undirbúi nú gagnstefnu. Er það mat Íslandssjóða að félagið sé ekki beinn aðili að deilunni. Að sögn Íslandsbanka var ekki búið að gaumgæfa kröfurnar sem settar eru fram í stefnunni nægilega fyrir birtingu ársfjórðungsuppgjörsins þar sem stefnan var lögð fram einungis tveimur dögum fyrir birtingu uppgjörsins. Fóru fram á að ÍAV löguðu galla án aukagreiðslna Deilan snýst um byggingu þriggja húsa, tveggja íbúðarhúsa sem eru nánast tilbúin og búið að afhenda og skrifstofubyggingar sem er langt komin. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tíu milljarða og er verkefnið nú komið í hendurnar á öðrum verktökum sem 105 Miðborg réð til að ljúka framkvæmdunum. Er deilt um tafir á afhendingu húsanna og lagfæringar sem 105 Miðborg telur að ÍAV eigi að bæta og greiða fyrir. Í svörum ÍAV frá því í byrjun mars sagði að verkkaupinn ætti að greiða fyrir hluta verksins sem fallið hafi utan samnings og einnig taka tillit til ýmissa utanaðkomandi þátta, einkum Covid-19, við ákvörðun verktíma og viðbótarkostnaðar. ÍAV hafi boðað stöðvun verksins í janúar vegna ósamkomulags við 105 Miðborg en fallið frá henni eftir loforð um úrbætur sem ekki hafi staðist. Þá sagði í yfirlýsingu ÍAV að fyrirtækið hafi ekki fengið greitt vegna vinnu við verkið frá lokum nóvember í fyrra. Húsnæðismál Íslenskir bankar Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
105 Miðborg rifti samningi sínum við ÍAV um byggingu þriggja húsa á svæðinu upp á um tíu milljarða króna í lok febrúar. ÍAV telur riftunina ekki standast lög og hefur stefnt 105 Miðborg og Íslandssjóðum. Íslandssjóðir eru í eigu Íslandsbanka og er greint frá stefnunni í ársfjórðungsuppgjöri bankans sem birt var í gær. Fjárfestingafélagið 105 Miðborg er í stýringu Íslandssjóða og vinnur að uppbyggingu íbúða, hótels, skrifstofu- og verslunarhúsnæðis á svæðinu. Stefna ÍAV var lögð fram þann 3. maí en fram kemur í uppgjöri Íslandsbanka að 105 Miðborg hafi áður hafnað kröfum ÍAV og undirbúi nú gagnstefnu. Er það mat Íslandssjóða að félagið sé ekki beinn aðili að deilunni. Að sögn Íslandsbanka var ekki búið að gaumgæfa kröfurnar sem settar eru fram í stefnunni nægilega fyrir birtingu ársfjórðungsuppgjörsins þar sem stefnan var lögð fram einungis tveimur dögum fyrir birtingu uppgjörsins. Fóru fram á að ÍAV löguðu galla án aukagreiðslna Deilan snýst um byggingu þriggja húsa, tveggja íbúðarhúsa sem eru nánast tilbúin og búið að afhenda og skrifstofubyggingar sem er langt komin. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tíu milljarða og er verkefnið nú komið í hendurnar á öðrum verktökum sem 105 Miðborg réð til að ljúka framkvæmdunum. Er deilt um tafir á afhendingu húsanna og lagfæringar sem 105 Miðborg telur að ÍAV eigi að bæta og greiða fyrir. Í svörum ÍAV frá því í byrjun mars sagði að verkkaupinn ætti að greiða fyrir hluta verksins sem fallið hafi utan samnings og einnig taka tillit til ýmissa utanaðkomandi þátta, einkum Covid-19, við ákvörðun verktíma og viðbótarkostnaðar. ÍAV hafi boðað stöðvun verksins í janúar vegna ósamkomulags við 105 Miðborg en fallið frá henni eftir loforð um úrbætur sem ekki hafi staðist. Þá sagði í yfirlýsingu ÍAV að fyrirtækið hafi ekki fengið greitt vegna vinnu við verkið frá lokum nóvember í fyrra.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira