„Ef“ er orðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. maí 2021 11:31 Það var hressandi að lesa nýlega Morgunblaðsgrein þeirra Árna Sigurjónssonar formanns Samtaka iðnaðarins og Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra þeirra. Þeir fjölluðu þar skýrt og skilmerkilega um nýja sókn atvinnulífsins og endurreisn hagkerfisins. Þetta eru sannarlega þau mál sem mikilvægast er að stjórnvöld beiti sér fyrir og kosningarnar í haust hljóta að snúast um. Forystumenn iðnaðarins kalla eftir því að farin verði leið vaxtar en ekki opinberra umsvifa og skattlagningar. Stærsta efnahagsmálið Þeir segja: „Ef rétt er á málum haldið og réttar ákvarðanir verða teknar verður hugverkaiðnaðurinn stærsta útflutningsgrein Íslands í framtíðinni. Stærsta efnahagsmálið er að tryggja að svo geti orðið.“ Ég gæti ekki verið meira sammála enda hefur þetta verið stórt áherslumál okkar í Viðreisn. Satt best að segja held ég að flestir flokkar taki undir þetta sjónarmið. Að minnsta kosti hef ég engan heyrt tala gegn því. Hvort þessi skarpa sýn á framtíð Íslands verði að veruleika eða ekki snýst aftur á móti um eitt afar stutt orð, sem forystumennirnir nota í grein sinni. Kjarninn í grein þeirra er orðið: „Ef.“ Ef rétt er á málum haldið og ef réttar ákvarðanir verða teknar. Þetta orð „ef“ er pólitíkin í dæminu. Eðlilega vilja ábyrg hagsmunasamtök gæta sín þegar að henni kemur. Hlutirnir breytast samt ekki nema með pólitískum ákvörðunum. Helsta hindrunin Fyrir ekki margt löngu var birt skoðanakönnun sem sýndi að stjórnendur nýsköpunarfyrirtækja telja að gjaldmiðillinn sé helsta hindrunin fyrir vexti hugverkaiðnaðarins. Þetta álit hefur litla umfjöllun fengið og engan stuðning nema þá helst frá okkur í Viðreisn. Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækja eru lítill hópur í atvinnulífinu enn sem komið er. Við fyrstu sýn gæti stuðningur við álit þeirra flokkast undir einhvers konar sérhagsmunagæslu. Þeir sem eru hins vegar á því að vöxtur þekkingariðnaðar sé stærsta efnahagsmálið í komandi kosningum hljóta að geta sameinast um að það eru almannahagsmunir að ryðja stærstu hindruninni úr vegi þess. Þannig að þeir geti einn góðan veðurdag stýrt helstu útflutningsgrein landsins. Það eru mál af þessu tagi sem pólitíkin verður að ræða og glíma við. Við í Viðreisn erum óhrædd við þá áskorun. Veruleikinn Höfum hugfast að ýmsar óafturkræfar ákvarðanir hafa verið teknar. Yfir eitt þúsund milljarða króna lántökuþörf ríkissjóðs er veruleiki. Þó að ríkisstjórnin hafi sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið nægilega stór skref strax er lítill ágreiningur um að óhjákvæmilegt var að stofna til þessara skulda. Markmiðið var að greiða fyrir endurreisn bæði einstaklinga og fyrirtækja strax eftir faraldurinn. Ríkisstjórnin hefur kynnt í fjármálaáætlun að hún verði af þessum sökum að grípa til allt að fimmtíu milljarða króna hækkunar á sköttum á miðju næsta kjörtímabili þó að engin varanleg aukning verði á ríkisumsvifum. Öll verðum við að viðurkenna að verðbólga er mun meiri en í samkeppnislöndunum og fer vaxandi. Þetta veikir samkeppnisstöðuna, alveg sérstaklega fyrir nýjan hugverkaiðnað. Vextir sem atvinnulífinu bjóðast hér eru mun hærri en í samkeppnislöndunum og fara hækkandi. Það er líka slæmt fyrir hinn nýja hugverkaiðnað. Erlendir fjárfestar hafa nú yfirgefið skuldabréfa- og hlutabréfamarkaði á Íslandi af því að þeir treysta ekki gjaldmiðlinum. Ríkissjóður á ekki kost á löngum innlendum lánum með vöxtum sem eru lægri en væntanlegur hagvöxtur, en eins og ríkisfjármálaráð hefur bent á er það forsenda þess að skuldadæmið gangi upp. Leið ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hefur þegar kynnt það sem hún telur rétt að gera til að mæta þessum ógnum. Hún hefur lagt fram frumvarp um að gefa Seðlabankanum varanlegar og ótakmarkaðar heimildir til að beita jafn víðtækum gjaldeyrishöftum og gripið var til eftir gjaldeyriskreppuna 2008. Án lýðræðislegrar umræðu. Það eru einnig skýr skilaboð til fjárfesta, ekki síst til þeirra sem vilja fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Við í Viðreisn gerum okkur grein fyrir því að gjaldeyrishöft eru líklega eina leiðin til að stuðla að stöðugleika krónunnar í núverandi umhverfi. Vilji menn halda henni þannig, án fjölþjóðlegs samstarfs, eru höft í einhverjum mæli óhjákvæmileg. Þá þurfa íhaldsflokkar einfaldlega að segja það hreint út. Gallinn er bara þessi. Auknar viðskiptahindranir til að passa upp á gengið eru alls ekki leiðin til að tryggja vöxt hugverkaiðnaðarins. Leið Viðreisnar Þess vegna höfum við í Viðreisn lagt til að við tryggjum stöðugleika krónunnar með gjaldmiðlasamstarfi við Evrópusambandið, líkt og Danir eru með. Þannig er líklegast að tryggja megi stöðugleika og viðhalda frelsi án hafta. Þetta er mjög skýrt pólitískt val. Það er um þetta sem litla „ef-ið“ snýst. Það snýst um hvort það verður haldið rétt á málum og hvort réttar pólitískar ákvarðanir verði teknar til framtíðar. Þetta er spurning um stærstu ákvörðunina er varðar íslenskan efnahag – og þar með allt íslenskt samfélag. Við í Viðreisn erum staðráðin í því að leggja okkar af mörkum til þess að sú framtíðarsýn um endurreisn Íslands, sem forystumenn Samtaka iðnaðarins skrifa um, verði veruleiki en ekki bara draumur. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Það var hressandi að lesa nýlega Morgunblaðsgrein þeirra Árna Sigurjónssonar formanns Samtaka iðnaðarins og Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra þeirra. Þeir fjölluðu þar skýrt og skilmerkilega um nýja sókn atvinnulífsins og endurreisn hagkerfisins. Þetta eru sannarlega þau mál sem mikilvægast er að stjórnvöld beiti sér fyrir og kosningarnar í haust hljóta að snúast um. Forystumenn iðnaðarins kalla eftir því að farin verði leið vaxtar en ekki opinberra umsvifa og skattlagningar. Stærsta efnahagsmálið Þeir segja: „Ef rétt er á málum haldið og réttar ákvarðanir verða teknar verður hugverkaiðnaðurinn stærsta útflutningsgrein Íslands í framtíðinni. Stærsta efnahagsmálið er að tryggja að svo geti orðið.“ Ég gæti ekki verið meira sammála enda hefur þetta verið stórt áherslumál okkar í Viðreisn. Satt best að segja held ég að flestir flokkar taki undir þetta sjónarmið. Að minnsta kosti hef ég engan heyrt tala gegn því. Hvort þessi skarpa sýn á framtíð Íslands verði að veruleika eða ekki snýst aftur á móti um eitt afar stutt orð, sem forystumennirnir nota í grein sinni. Kjarninn í grein þeirra er orðið: „Ef.“ Ef rétt er á málum haldið og ef réttar ákvarðanir verða teknar. Þetta orð „ef“ er pólitíkin í dæminu. Eðlilega vilja ábyrg hagsmunasamtök gæta sín þegar að henni kemur. Hlutirnir breytast samt ekki nema með pólitískum ákvörðunum. Helsta hindrunin Fyrir ekki margt löngu var birt skoðanakönnun sem sýndi að stjórnendur nýsköpunarfyrirtækja telja að gjaldmiðillinn sé helsta hindrunin fyrir vexti hugverkaiðnaðarins. Þetta álit hefur litla umfjöllun fengið og engan stuðning nema þá helst frá okkur í Viðreisn. Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækja eru lítill hópur í atvinnulífinu enn sem komið er. Við fyrstu sýn gæti stuðningur við álit þeirra flokkast undir einhvers konar sérhagsmunagæslu. Þeir sem eru hins vegar á því að vöxtur þekkingariðnaðar sé stærsta efnahagsmálið í komandi kosningum hljóta að geta sameinast um að það eru almannahagsmunir að ryðja stærstu hindruninni úr vegi þess. Þannig að þeir geti einn góðan veðurdag stýrt helstu útflutningsgrein landsins. Það eru mál af þessu tagi sem pólitíkin verður að ræða og glíma við. Við í Viðreisn erum óhrædd við þá áskorun. Veruleikinn Höfum hugfast að ýmsar óafturkræfar ákvarðanir hafa verið teknar. Yfir eitt þúsund milljarða króna lántökuþörf ríkissjóðs er veruleiki. Þó að ríkisstjórnin hafi sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið nægilega stór skref strax er lítill ágreiningur um að óhjákvæmilegt var að stofna til þessara skulda. Markmiðið var að greiða fyrir endurreisn bæði einstaklinga og fyrirtækja strax eftir faraldurinn. Ríkisstjórnin hefur kynnt í fjármálaáætlun að hún verði af þessum sökum að grípa til allt að fimmtíu milljarða króna hækkunar á sköttum á miðju næsta kjörtímabili þó að engin varanleg aukning verði á ríkisumsvifum. Öll verðum við að viðurkenna að verðbólga er mun meiri en í samkeppnislöndunum og fer vaxandi. Þetta veikir samkeppnisstöðuna, alveg sérstaklega fyrir nýjan hugverkaiðnað. Vextir sem atvinnulífinu bjóðast hér eru mun hærri en í samkeppnislöndunum og fara hækkandi. Það er líka slæmt fyrir hinn nýja hugverkaiðnað. Erlendir fjárfestar hafa nú yfirgefið skuldabréfa- og hlutabréfamarkaði á Íslandi af því að þeir treysta ekki gjaldmiðlinum. Ríkissjóður á ekki kost á löngum innlendum lánum með vöxtum sem eru lægri en væntanlegur hagvöxtur, en eins og ríkisfjármálaráð hefur bent á er það forsenda þess að skuldadæmið gangi upp. Leið ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hefur þegar kynnt það sem hún telur rétt að gera til að mæta þessum ógnum. Hún hefur lagt fram frumvarp um að gefa Seðlabankanum varanlegar og ótakmarkaðar heimildir til að beita jafn víðtækum gjaldeyrishöftum og gripið var til eftir gjaldeyriskreppuna 2008. Án lýðræðislegrar umræðu. Það eru einnig skýr skilaboð til fjárfesta, ekki síst til þeirra sem vilja fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Við í Viðreisn gerum okkur grein fyrir því að gjaldeyrishöft eru líklega eina leiðin til að stuðla að stöðugleika krónunnar í núverandi umhverfi. Vilji menn halda henni þannig, án fjölþjóðlegs samstarfs, eru höft í einhverjum mæli óhjákvæmileg. Þá þurfa íhaldsflokkar einfaldlega að segja það hreint út. Gallinn er bara þessi. Auknar viðskiptahindranir til að passa upp á gengið eru alls ekki leiðin til að tryggja vöxt hugverkaiðnaðarins. Leið Viðreisnar Þess vegna höfum við í Viðreisn lagt til að við tryggjum stöðugleika krónunnar með gjaldmiðlasamstarfi við Evrópusambandið, líkt og Danir eru með. Þannig er líklegast að tryggja megi stöðugleika og viðhalda frelsi án hafta. Þetta er mjög skýrt pólitískt val. Það er um þetta sem litla „ef-ið“ snýst. Það snýst um hvort það verður haldið rétt á málum og hvort réttar pólitískar ákvarðanir verði teknar til framtíðar. Þetta er spurning um stærstu ákvörðunina er varðar íslenskan efnahag – og þar með allt íslenskt samfélag. Við í Viðreisn erum staðráðin í því að leggja okkar af mörkum til þess að sú framtíðarsýn um endurreisn Íslands, sem forystumenn Samtaka iðnaðarins skrifa um, verði veruleiki en ekki bara draumur. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun