Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2021 14:01 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer með málið fyrir hönd héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. Í ákæru héraðssaksóknara á hendur manninum sem er á sextugsaldri og búsettur í Noregi, kemur fram að hann hafi látið útbúa búseturými fyrir starfsmenn á vegum 2findjob í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 í lok árs 2017 og byrjun 2018. Bráð íkveikjuhætta Hann hafi gert það án tilskilinna leyfa og án þess að brunavarnir væru í lagi. Bráð íkveikjuhætta var talin í húsinu. Þegar slökkviliðsstjórinn í Reykjavík skoðaði eldvarnir í húsinu kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Með þessu hafi hinn ákæri í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi 24 starfsmanna starfsmannaleigunnar 2findjobehf sem búsettir voru þar í um þ3 mánuði í augljósan háska. Þetta varði almenn hegningarlög og lög um brunavarnir. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssóknari er sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara. „Þetta hefst með því að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þarna í eftirlit og það er þarna ýmsu ábótavant í húsnæðinu. Á framhaldinu er sent erindi til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem er óskað eftir rannsókn á þessum atvikum. Þar sem það var talið að þarna væri um að ræða svokallað hættubrot ásamt lögum um brunavarnir þá er málið sent að rannsókn lokinni til héraðssaksóknara sem er með ákæruvaldið í slíkum málum og það er embætti héraðssaksóknara sem gefur út ákæru í málinu í október síðastliðnum,“ segir Kolbrún. Sambærilegar aðstæður og í húsnæðinu á Bræðraborgarstíg Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem slíkt mál sé ákært á grundvelli almennra hegningarlaga segir Kolbrún. „ Já ég tel svo vera. Það er að segja að þar sem það er þá ákært fyrir hættubrot vegna þess að atvinnuhúsnæði hafi verið breytt í íbúðarhúsnæði án þess að það hafi verið gætt að öllum öryggisatriðum og fengin viðeigandi leyfi,“ segir hún. Kolbrún segir að ástand hússins með tilliti til brunavarna hafi verið sambærilegt og á Bræðraborgastíg þar sem þrjú létust í bruna í júní á síðasta ári. „Þetta mál var svo sem löngu komið í rannsókn áður en bruninn á Bræðraborgastíg átti sér stað en þetta eru ekki ósvipuð mál,“ segir Kolbrún. Fordæmisgefandi mál Kolbrún segir málið fordæmisgefandi. „Jú jú það er auðvitað alltaf þannig að allir dómar eru fordæmisgefandi sérstaklega þeir sem fara til Landsréttar og fyrir Hæstarétt en auðvitað verður svona dómur alltaf fordæmisgefandi Aðalmeðferð í málinu fer fram í héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Fyrirtækið 2findjob ehf. var úrskurðað gjaldþrota í apríl 2019. Vinnumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Í ákæru héraðssaksóknara á hendur manninum sem er á sextugsaldri og búsettur í Noregi, kemur fram að hann hafi látið útbúa búseturými fyrir starfsmenn á vegum 2findjob í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 í lok árs 2017 og byrjun 2018. Bráð íkveikjuhætta Hann hafi gert það án tilskilinna leyfa og án þess að brunavarnir væru í lagi. Bráð íkveikjuhætta var talin í húsinu. Þegar slökkviliðsstjórinn í Reykjavík skoðaði eldvarnir í húsinu kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Með þessu hafi hinn ákæri í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi 24 starfsmanna starfsmannaleigunnar 2findjobehf sem búsettir voru þar í um þ3 mánuði í augljósan háska. Þetta varði almenn hegningarlög og lög um brunavarnir. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssóknari er sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara. „Þetta hefst með því að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þarna í eftirlit og það er þarna ýmsu ábótavant í húsnæðinu. Á framhaldinu er sent erindi til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem er óskað eftir rannsókn á þessum atvikum. Þar sem það var talið að þarna væri um að ræða svokallað hættubrot ásamt lögum um brunavarnir þá er málið sent að rannsókn lokinni til héraðssaksóknara sem er með ákæruvaldið í slíkum málum og það er embætti héraðssaksóknara sem gefur út ákæru í málinu í október síðastliðnum,“ segir Kolbrún. Sambærilegar aðstæður og í húsnæðinu á Bræðraborgarstíg Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem slíkt mál sé ákært á grundvelli almennra hegningarlaga segir Kolbrún. „ Já ég tel svo vera. Það er að segja að þar sem það er þá ákært fyrir hættubrot vegna þess að atvinnuhúsnæði hafi verið breytt í íbúðarhúsnæði án þess að það hafi verið gætt að öllum öryggisatriðum og fengin viðeigandi leyfi,“ segir hún. Kolbrún segir að ástand hússins með tilliti til brunavarna hafi verið sambærilegt og á Bræðraborgastíg þar sem þrjú létust í bruna í júní á síðasta ári. „Þetta mál var svo sem löngu komið í rannsókn áður en bruninn á Bræðraborgastíg átti sér stað en þetta eru ekki ósvipuð mál,“ segir Kolbrún. Fordæmisgefandi mál Kolbrún segir málið fordæmisgefandi. „Jú jú það er auðvitað alltaf þannig að allir dómar eru fordæmisgefandi sérstaklega þeir sem fara til Landsréttar og fyrir Hæstarétt en auðvitað verður svona dómur alltaf fordæmisgefandi Aðalmeðferð í málinu fer fram í héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Fyrirtækið 2findjob ehf. var úrskurðað gjaldþrota í apríl 2019.
Vinnumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira