Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2021 14:01 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer með málið fyrir hönd héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. Í ákæru héraðssaksóknara á hendur manninum sem er á sextugsaldri og búsettur í Noregi, kemur fram að hann hafi látið útbúa búseturými fyrir starfsmenn á vegum 2findjob í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 í lok árs 2017 og byrjun 2018. Bráð íkveikjuhætta Hann hafi gert það án tilskilinna leyfa og án þess að brunavarnir væru í lagi. Bráð íkveikjuhætta var talin í húsinu. Þegar slökkviliðsstjórinn í Reykjavík skoðaði eldvarnir í húsinu kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Með þessu hafi hinn ákæri í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi 24 starfsmanna starfsmannaleigunnar 2findjobehf sem búsettir voru þar í um þ3 mánuði í augljósan háska. Þetta varði almenn hegningarlög og lög um brunavarnir. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssóknari er sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara. „Þetta hefst með því að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þarna í eftirlit og það er þarna ýmsu ábótavant í húsnæðinu. Á framhaldinu er sent erindi til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem er óskað eftir rannsókn á þessum atvikum. Þar sem það var talið að þarna væri um að ræða svokallað hættubrot ásamt lögum um brunavarnir þá er málið sent að rannsókn lokinni til héraðssaksóknara sem er með ákæruvaldið í slíkum málum og það er embætti héraðssaksóknara sem gefur út ákæru í málinu í október síðastliðnum,“ segir Kolbrún. Sambærilegar aðstæður og í húsnæðinu á Bræðraborgarstíg Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem slíkt mál sé ákært á grundvelli almennra hegningarlaga segir Kolbrún. „ Já ég tel svo vera. Það er að segja að þar sem það er þá ákært fyrir hættubrot vegna þess að atvinnuhúsnæði hafi verið breytt í íbúðarhúsnæði án þess að það hafi verið gætt að öllum öryggisatriðum og fengin viðeigandi leyfi,“ segir hún. Kolbrún segir að ástand hússins með tilliti til brunavarna hafi verið sambærilegt og á Bræðraborgastíg þar sem þrjú létust í bruna í júní á síðasta ári. „Þetta mál var svo sem löngu komið í rannsókn áður en bruninn á Bræðraborgastíg átti sér stað en þetta eru ekki ósvipuð mál,“ segir Kolbrún. Fordæmisgefandi mál Kolbrún segir málið fordæmisgefandi. „Jú jú það er auðvitað alltaf þannig að allir dómar eru fordæmisgefandi sérstaklega þeir sem fara til Landsréttar og fyrir Hæstarétt en auðvitað verður svona dómur alltaf fordæmisgefandi Aðalmeðferð í málinu fer fram í héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Fyrirtækið 2findjob ehf. var úrskurðað gjaldþrota í apríl 2019. Vinnumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
Í ákæru héraðssaksóknara á hendur manninum sem er á sextugsaldri og búsettur í Noregi, kemur fram að hann hafi látið útbúa búseturými fyrir starfsmenn á vegum 2findjob í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 í lok árs 2017 og byrjun 2018. Bráð íkveikjuhætta Hann hafi gert það án tilskilinna leyfa og án þess að brunavarnir væru í lagi. Bráð íkveikjuhætta var talin í húsinu. Þegar slökkviliðsstjórinn í Reykjavík skoðaði eldvarnir í húsinu kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Með þessu hafi hinn ákæri í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi 24 starfsmanna starfsmannaleigunnar 2findjobehf sem búsettir voru þar í um þ3 mánuði í augljósan háska. Þetta varði almenn hegningarlög og lög um brunavarnir. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssóknari er sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara. „Þetta hefst með því að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þarna í eftirlit og það er þarna ýmsu ábótavant í húsnæðinu. Á framhaldinu er sent erindi til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem er óskað eftir rannsókn á þessum atvikum. Þar sem það var talið að þarna væri um að ræða svokallað hættubrot ásamt lögum um brunavarnir þá er málið sent að rannsókn lokinni til héraðssaksóknara sem er með ákæruvaldið í slíkum málum og það er embætti héraðssaksóknara sem gefur út ákæru í málinu í október síðastliðnum,“ segir Kolbrún. Sambærilegar aðstæður og í húsnæðinu á Bræðraborgarstíg Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem slíkt mál sé ákært á grundvelli almennra hegningarlaga segir Kolbrún. „ Já ég tel svo vera. Það er að segja að þar sem það er þá ákært fyrir hættubrot vegna þess að atvinnuhúsnæði hafi verið breytt í íbúðarhúsnæði án þess að það hafi verið gætt að öllum öryggisatriðum og fengin viðeigandi leyfi,“ segir hún. Kolbrún segir að ástand hússins með tilliti til brunavarna hafi verið sambærilegt og á Bræðraborgastíg þar sem þrjú létust í bruna í júní á síðasta ári. „Þetta mál var svo sem löngu komið í rannsókn áður en bruninn á Bræðraborgastíg átti sér stað en þetta eru ekki ósvipuð mál,“ segir Kolbrún. Fordæmisgefandi mál Kolbrún segir málið fordæmisgefandi. „Jú jú það er auðvitað alltaf þannig að allir dómar eru fordæmisgefandi sérstaklega þeir sem fara til Landsréttar og fyrir Hæstarétt en auðvitað verður svona dómur alltaf fordæmisgefandi Aðalmeðferð í málinu fer fram í héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Fyrirtækið 2findjob ehf. var úrskurðað gjaldþrota í apríl 2019.
Vinnumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira