Bjarni segir Íslendinga hafa brugðist hælisleitendum með löngum málsmeðferðartíma Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2021 19:31 Fjármálaráðherra segir Íslendinga hafa brugðist hælisleitendum með allt of löngum málsmeðferðartíma umsókna þeirra. Hann styðjji ekki stefnu sem reisi hæstu hindranir í vegi þeirra sem leiti hælis á Íslandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að með frumvarpi um útlendinga ætluðu stjórnvöld hér að fara í þveröfuga átt en stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum varðandi móttöku hælisleitenda. Hér ætti að tryggja þeim sömu þjónustu og kvótaflóttamenn fengju Formaður Miðflokksins segir Íslendinga hafa þveröfuga stefnu miðað við Dani sem stefni að því að enginn sæki um hæli í Danmörku.Vísir/Vilhelm „Það ætti þá að ýta enn frekar undir fjölgunina hér. En eins og hæstvirtur ráðherra kannski veit eru umsóknir um hæli nú sexfalt fleiri hér á landi en í Danmörku og Noregi hlutfallslega,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra Danmerkur hefði sagt markmið stefnunnar þar að enginn sækti um hæli þar í landi og aðeins yrði tekið á móti kvótaflóttamönnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki viss um hversu raunhæft það væri að stefna að því að enginn sækti um hæli hér á landi. Bjarni Benediktsson segir stjórnvöld hafa brugðist hælisleitendum með allt of löngum málsmeðferðartíma umsókna þeirra sem í sjálfu sér væri mannréttindabrot.Vísir/Vilhelm „Ég helt að þjóðir heims og hér í okkar heimshluta værum sammála um að við vildum samræma regluverk okkar sem mest og vera með mannúðlega stefnu,“ sagði Bjarni. Sem snérist um að bjóða fólki inn í samfélagið sem kæmi frá stríðshrjáðum svæðum og væri á flótta frá einhverjum hörmungum og gæti ekki snúið til baka. Bjarni sagði málsmeðferðartímann hins vegar verið allt of langan hjá allt of mörgu fólki sem sækti hér um hæli sem í sjálfu sér væri mannréttindabrot. Formaður Miðflokksins sagði nýja stefnu Dana einmitt ætlað að bæta forgangsröðunina varðandi móttöku flóttamanna. „Forsætisráðherra Danmerkur talaði einmitt um að stefnubreytingin væri mun mannúðlegri heldur en sú aðferð sem íslensk stjórnvöld fylgja. Með nýju stefnunni væri hægt að hjálpa þeim sem þyrftu mest á hjálpinni að halda,“ sagði Sigmundur Davíð. Bjarni sagðist trúa á alþjóðlegar lausnir. „Ég styð ekki breytingar sem leiða til þess að við sköpum hér, hvað eigum við að segja, lægsta þröskuldinn. Stærsta hliðið fyrir þann ótrúlega fjölda fólks sem er að leita sér að nýjum heimkynnum,“ sagði Bjarni. Íslendingar hefðu líka þá skyldu að læra af reynslunni. „Ég sé fyrir mér að við eigum að gera það sem að okkur snýr með myndarlegum hætti. Við höfum ofboðslega mikið undir því og eigum undir því sem samfélag að hjálpa þeim sem eru komnir til landsins og hafa fengið samþykkta stöðu sem alþjóðlegir flóttamenn eða hafa komið hingað í kvótaflótta prógrammi. Að þessu fólki takist vel til við að aðlagast samfélaginu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Hælisleitendur Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Danir byrja að sparka sýrlenskum flóttamönnum úr landi Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku er byrjuð að svipta suma sýrlenska flóttamenn sem fengu hæli vegna borgarastríðsins í heimalandinu landsvistarleyfi með þeim rökum að öruggt sé fyrir þá að snúa heim. Sérfræðingar vísa því mati danskra stjórnvalda á bug. 24. apríl 2021 15:01 Hælisleitendur: Skýr skilaboð frá Norðurlöndum Norðurlöndin hafa söðlað um í stefnu sinni í málefnum hælisleitenda. Sterkur samhljómur er með Dönum og Norðmönnum í þessum málum. Nýja stefnan felst í að veita fólki hjálp með atbeina alþjóðlegra stofnana. 21. febrúar 2021 09:00 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út á hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að með frumvarpi um útlendinga ætluðu stjórnvöld hér að fara í þveröfuga átt en stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum varðandi móttöku hælisleitenda. Hér ætti að tryggja þeim sömu þjónustu og kvótaflóttamenn fengju Formaður Miðflokksins segir Íslendinga hafa þveröfuga stefnu miðað við Dani sem stefni að því að enginn sæki um hæli í Danmörku.Vísir/Vilhelm „Það ætti þá að ýta enn frekar undir fjölgunina hér. En eins og hæstvirtur ráðherra kannski veit eru umsóknir um hæli nú sexfalt fleiri hér á landi en í Danmörku og Noregi hlutfallslega,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra Danmerkur hefði sagt markmið stefnunnar þar að enginn sækti um hæli þar í landi og aðeins yrði tekið á móti kvótaflóttamönnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki viss um hversu raunhæft það væri að stefna að því að enginn sækti um hæli hér á landi. Bjarni Benediktsson segir stjórnvöld hafa brugðist hælisleitendum með allt of löngum málsmeðferðartíma umsókna þeirra sem í sjálfu sér væri mannréttindabrot.Vísir/Vilhelm „Ég helt að þjóðir heims og hér í okkar heimshluta værum sammála um að við vildum samræma regluverk okkar sem mest og vera með mannúðlega stefnu,“ sagði Bjarni. Sem snérist um að bjóða fólki inn í samfélagið sem kæmi frá stríðshrjáðum svæðum og væri á flótta frá einhverjum hörmungum og gæti ekki snúið til baka. Bjarni sagði málsmeðferðartímann hins vegar verið allt of langan hjá allt of mörgu fólki sem sækti hér um hæli sem í sjálfu sér væri mannréttindabrot. Formaður Miðflokksins sagði nýja stefnu Dana einmitt ætlað að bæta forgangsröðunina varðandi móttöku flóttamanna. „Forsætisráðherra Danmerkur talaði einmitt um að stefnubreytingin væri mun mannúðlegri heldur en sú aðferð sem íslensk stjórnvöld fylgja. Með nýju stefnunni væri hægt að hjálpa þeim sem þyrftu mest á hjálpinni að halda,“ sagði Sigmundur Davíð. Bjarni sagðist trúa á alþjóðlegar lausnir. „Ég styð ekki breytingar sem leiða til þess að við sköpum hér, hvað eigum við að segja, lægsta þröskuldinn. Stærsta hliðið fyrir þann ótrúlega fjölda fólks sem er að leita sér að nýjum heimkynnum,“ sagði Bjarni. Íslendingar hefðu líka þá skyldu að læra af reynslunni. „Ég sé fyrir mér að við eigum að gera það sem að okkur snýr með myndarlegum hætti. Við höfum ofboðslega mikið undir því og eigum undir því sem samfélag að hjálpa þeim sem eru komnir til landsins og hafa fengið samþykkta stöðu sem alþjóðlegir flóttamenn eða hafa komið hingað í kvótaflótta prógrammi. Að þessu fólki takist vel til við að aðlagast samfélaginu,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Hælisleitendur Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Danir byrja að sparka sýrlenskum flóttamönnum úr landi Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku er byrjuð að svipta suma sýrlenska flóttamenn sem fengu hæli vegna borgarastríðsins í heimalandinu landsvistarleyfi með þeim rökum að öruggt sé fyrir þá að snúa heim. Sérfræðingar vísa því mati danskra stjórnvalda á bug. 24. apríl 2021 15:01 Hælisleitendur: Skýr skilaboð frá Norðurlöndum Norðurlöndin hafa söðlað um í stefnu sinni í málefnum hælisleitenda. Sterkur samhljómur er með Dönum og Norðmönnum í þessum málum. Nýja stefnan felst í að veita fólki hjálp með atbeina alþjóðlegra stofnana. 21. febrúar 2021 09:00 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út á hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Danir byrja að sparka sýrlenskum flóttamönnum úr landi Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku er byrjuð að svipta suma sýrlenska flóttamenn sem fengu hæli vegna borgarastríðsins í heimalandinu landsvistarleyfi með þeim rökum að öruggt sé fyrir þá að snúa heim. Sérfræðingar vísa því mati danskra stjórnvalda á bug. 24. apríl 2021 15:01
Hælisleitendur: Skýr skilaboð frá Norðurlöndum Norðurlöndin hafa söðlað um í stefnu sinni í málefnum hælisleitenda. Sterkur samhljómur er með Dönum og Norðmönnum í þessum málum. Nýja stefnan felst í að veita fólki hjálp með atbeina alþjóðlegra stofnana. 21. febrúar 2021 09:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent