Hélt að Valur myndi landa „vanmetna“ titlinum með vinstri Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2021 16:00 Valskonur fögnuðu deildarmeistaratitlinum á þriðjudag. Facebook/@Valurkarfa Valskonur unnu „vanmetinn titil“ þegar þær urðu deildarmeistarar í körfubolta á þriðjudagskvöld. Þetta sagði Berglind Gunnarsdóttir þegar þær Bryndís Guðmundsdóttir ræddu við Kjartan Atla Kjartansson um meistarana í Dominos Körfuboltakvöldi. „Það er einhvern veginn allt öðruvísi tilfinning að vinna Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað er erfitt að ná deildarmeistaratitlinum. Það er seiglumerki, eftir langt tímabil,“ sagði Berglind í þættinum. „Þetta er svolítið eins og að skila stórri ritgerð en eiga lokaprófið eftir,“ skaut Kjartan inn í og læknaneminn Berglind tók undir það: „Já, einmitt, og þú færð ekki einkunn fyrir ritgerðina heldur bara staðið eða fallið.“ Ein umferð er eftir af deildarkeppninni og fer hún fram á morgun en svo tekur úrslitakeppnin við. Ljóst er að Valur mætir Fjölni í undanúrslitum á meðan að Haukar og Keflavík eigast við í hinni undanúrslitarimmunni. Valur er með sex stiga forskot á Hauka og Keflavík. „Aðeins erfiðara en ég bjóst við“ „Í byrjun tímabilsins hélt ég að þær myndu bara rúlla með vinstri yfir alla leikina. En þær hafa lent í meiðslum og öðru og það hefur sitt að segja. Þetta hefur því verið aðeins erfiðara en ég bjóst við,“ sagði Bryndís. „Lið eins og Valur getur ekki kvartað. Valskonur eru með svo ótrúlega marga sterka leikmenn. Auðvitað lenda lið í meiðslum og þær eru best búnar undir að lenda í þeim án þess að það hafi áhrif,“ sagði Berglind. Valur hefur unnið sautján leiki og tapað aðeins þremur á leiktíðinni. Reyndar tapaði liðið fyrsta leik tímabilsins, gegn Breiðabliki, en var svo dæmdur sigur þar sem Breiðablik tefldi fram ólöglegum leikmanni. Í innslaginu hér að neðan má sjá hluta af umfjölluninni um Val þar sem þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir voru sérstaklega teknar fyrir. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um deildarmeistarana Dominos-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Helena sú fyrsta á öldinni til að vinna fjögur ár í röð Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi með öruggum sigri á Snæfell og einn leikmaður liðsins hefur nú unnið þennan titil samfellt frá vorinu 2018. 5. maí 2021 16:10 Umfjöllun og viðtöl: Valur-Snæfell 86-62 | Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn þriðja árið röð Þriðja árið í röð er Valur deildarmeistari í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Titillinn í ár var tryggður með öruggum 86-62 sigri á Snæfelli að Hlíðarenda í kvöld. 4. maí 2021 22:45 „Höfum enn svigrúm til að verða betri“ „Þessu markmiði er náð sem er frábært. Við eigum einn deildarleik eftir sem við ætlum að klára og svo getum við farið að einbeita okkur að úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með 86-62 sigri á Snæfelli í kvöld. 4. maí 2021 22:35 „Finnst við enn eiga fullt inni“ Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62. 4. maí 2021 22:15 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
„Það er einhvern veginn allt öðruvísi tilfinning að vinna Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað er erfitt að ná deildarmeistaratitlinum. Það er seiglumerki, eftir langt tímabil,“ sagði Berglind í þættinum. „Þetta er svolítið eins og að skila stórri ritgerð en eiga lokaprófið eftir,“ skaut Kjartan inn í og læknaneminn Berglind tók undir það: „Já, einmitt, og þú færð ekki einkunn fyrir ritgerðina heldur bara staðið eða fallið.“ Ein umferð er eftir af deildarkeppninni og fer hún fram á morgun en svo tekur úrslitakeppnin við. Ljóst er að Valur mætir Fjölni í undanúrslitum á meðan að Haukar og Keflavík eigast við í hinni undanúrslitarimmunni. Valur er með sex stiga forskot á Hauka og Keflavík. „Aðeins erfiðara en ég bjóst við“ „Í byrjun tímabilsins hélt ég að þær myndu bara rúlla með vinstri yfir alla leikina. En þær hafa lent í meiðslum og öðru og það hefur sitt að segja. Þetta hefur því verið aðeins erfiðara en ég bjóst við,“ sagði Bryndís. „Lið eins og Valur getur ekki kvartað. Valskonur eru með svo ótrúlega marga sterka leikmenn. Auðvitað lenda lið í meiðslum og þær eru best búnar undir að lenda í þeim án þess að það hafi áhrif,“ sagði Berglind. Valur hefur unnið sautján leiki og tapað aðeins þremur á leiktíðinni. Reyndar tapaði liðið fyrsta leik tímabilsins, gegn Breiðabliki, en var svo dæmdur sigur þar sem Breiðablik tefldi fram ólöglegum leikmanni. Í innslaginu hér að neðan má sjá hluta af umfjölluninni um Val þar sem þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir voru sérstaklega teknar fyrir. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um deildarmeistarana
Dominos-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Helena sú fyrsta á öldinni til að vinna fjögur ár í röð Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi með öruggum sigri á Snæfell og einn leikmaður liðsins hefur nú unnið þennan titil samfellt frá vorinu 2018. 5. maí 2021 16:10 Umfjöllun og viðtöl: Valur-Snæfell 86-62 | Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn þriðja árið röð Þriðja árið í röð er Valur deildarmeistari í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Titillinn í ár var tryggður með öruggum 86-62 sigri á Snæfelli að Hlíðarenda í kvöld. 4. maí 2021 22:45 „Höfum enn svigrúm til að verða betri“ „Þessu markmiði er náð sem er frábært. Við eigum einn deildarleik eftir sem við ætlum að klára og svo getum við farið að einbeita okkur að úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með 86-62 sigri á Snæfelli í kvöld. 4. maí 2021 22:35 „Finnst við enn eiga fullt inni“ Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62. 4. maí 2021 22:15 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Helena sú fyrsta á öldinni til að vinna fjögur ár í röð Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi með öruggum sigri á Snæfell og einn leikmaður liðsins hefur nú unnið þennan titil samfellt frá vorinu 2018. 5. maí 2021 16:10
Umfjöllun og viðtöl: Valur-Snæfell 86-62 | Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn þriðja árið röð Þriðja árið í röð er Valur deildarmeistari í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Titillinn í ár var tryggður með öruggum 86-62 sigri á Snæfelli að Hlíðarenda í kvöld. 4. maí 2021 22:45
„Höfum enn svigrúm til að verða betri“ „Þessu markmiði er náð sem er frábært. Við eigum einn deildarleik eftir sem við ætlum að klára og svo getum við farið að einbeita okkur að úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með 86-62 sigri á Snæfelli í kvöld. 4. maí 2021 22:35
„Finnst við enn eiga fullt inni“ Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62. 4. maí 2021 22:15