#MeToo - ég gerði það líka Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 7. maí 2021 13:30 Önnur bylgja af #MeToo hófst í gær hér á Íslandi. Ég vona að þessi bylgja verði til þess að gerendur fari að nota myllumerkið #MeToo til að segja “ég gerði það líka”. Ég hef verið mikil talskona þess að við sem samfélag sköpum pláss fyrir gerendur til að stíga fram og taka ábyrgð á gjörðum sínum. Með því erum við ekki að fara að veita þeim bikar eða verðlaun, eða kalla þá hetjur. Við getum samt vonandi sleppt því að skrímslavæða þá, því það hefur ekki verið að skila neinum ávinningi í þessum málaflokki. Ég þekki sjálf gerendur persónulega sem hafa játað og tekið ábyrgð á gjörðum sínum á sl. árum í kjölfar bæði #þöggun-byltingar árið 2015 sem kennd er við Beautytips og svo líka í #MeToo byltingunni árið 2017. Fyrir vikið get ég líka sagt ykkur að fullyrðingin “Þöggun er besti vinur ofbeldismannsins” á ekki alltaf við. Hún getur líka verið óvinur hans. Óvinur okkar allra. Þessi mál liggja mjög þungt á mér þessa dagana, eðlilega. Allt í kringum mig eru mjög triggeraðir þolendur sem eiga eftir að vinna úr áföllum sínum eða jafnvel ávarpa þau. Ástæðan fyrir því að margar konur hafa ekki burði til að ávarpa þessi áföll er að stórum hluta til viðbrögð samfélaga við áföllum á borð við ofbeldi. Andúð á ofbeldisbrotum er oft beint ranglega að þeim sem hefur máls á þeim, þeim sem segir frá. Við búum í samfélagi þar sem gerendur ofbeldis eru saklausir en þolendur sekir um uppspuna, athyglissýki, tilraunir til að skemma mannorð af ásetningi, þar til sektin er sönnuð. Atburðir síðustu daga minntu mig að sumu leyti á viðbrögð bæjarbúa Húsavíkur í kringum síðustu aldamót. Þar klofnaði samfélagið í tvennt, þar með talið fjölskyldur og vinahópar. Þrátt fyrir að gerandinn hafi verið fundinn sekur um nauðgun fyrir dómstólum voru allavega yfir 100 manns sem skrifuðu upp á það að þau töldu hann saklausan. Þolandinn í því máli sagði sjálf í viðtali við Kastljós árið 2013: “Það var eins og það væri auðveldara að trúa því að ég væri að ljúga en að hann væri nauðgari.” Að því sögðu langar mig að minna á að uppspuni og lygar um ofbeldi eru tæplega 2% af öllum tilkynntum brotum. Það er að mínu mati afar skaðlegt fyrir málaflokkinn hvað þau mál fá mikið pláss í umræðunni hvarvetna. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar “Áfallasaga íslenskra kvenna” hafa 40% af öllum íslenskum konum orðið fyrir ofbeldi á ævi sinni. Þar af er stór hópur sem hefur aldrei opnað á það, hvað þá opinberlega. Að lokum vil ég segja við þolendur: Ég stend með ykkur og ég trúi ykkur. Hvort sem þið komið fram undir nafni eða ekki. Við gerendur vil ég segja: Ég stend með ykkur og vil styðja ykkur til að stíga fram, játa ofbeldið og taka ábyrgð á gjörðum ykkar. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Önnur bylgja af #MeToo hófst í gær hér á Íslandi. Ég vona að þessi bylgja verði til þess að gerendur fari að nota myllumerkið #MeToo til að segja “ég gerði það líka”. Ég hef verið mikil talskona þess að við sem samfélag sköpum pláss fyrir gerendur til að stíga fram og taka ábyrgð á gjörðum sínum. Með því erum við ekki að fara að veita þeim bikar eða verðlaun, eða kalla þá hetjur. Við getum samt vonandi sleppt því að skrímslavæða þá, því það hefur ekki verið að skila neinum ávinningi í þessum málaflokki. Ég þekki sjálf gerendur persónulega sem hafa játað og tekið ábyrgð á gjörðum sínum á sl. árum í kjölfar bæði #þöggun-byltingar árið 2015 sem kennd er við Beautytips og svo líka í #MeToo byltingunni árið 2017. Fyrir vikið get ég líka sagt ykkur að fullyrðingin “Þöggun er besti vinur ofbeldismannsins” á ekki alltaf við. Hún getur líka verið óvinur hans. Óvinur okkar allra. Þessi mál liggja mjög þungt á mér þessa dagana, eðlilega. Allt í kringum mig eru mjög triggeraðir þolendur sem eiga eftir að vinna úr áföllum sínum eða jafnvel ávarpa þau. Ástæðan fyrir því að margar konur hafa ekki burði til að ávarpa þessi áföll er að stórum hluta til viðbrögð samfélaga við áföllum á borð við ofbeldi. Andúð á ofbeldisbrotum er oft beint ranglega að þeim sem hefur máls á þeim, þeim sem segir frá. Við búum í samfélagi þar sem gerendur ofbeldis eru saklausir en þolendur sekir um uppspuna, athyglissýki, tilraunir til að skemma mannorð af ásetningi, þar til sektin er sönnuð. Atburðir síðustu daga minntu mig að sumu leyti á viðbrögð bæjarbúa Húsavíkur í kringum síðustu aldamót. Þar klofnaði samfélagið í tvennt, þar með talið fjölskyldur og vinahópar. Þrátt fyrir að gerandinn hafi verið fundinn sekur um nauðgun fyrir dómstólum voru allavega yfir 100 manns sem skrifuðu upp á það að þau töldu hann saklausan. Þolandinn í því máli sagði sjálf í viðtali við Kastljós árið 2013: “Það var eins og það væri auðveldara að trúa því að ég væri að ljúga en að hann væri nauðgari.” Að því sögðu langar mig að minna á að uppspuni og lygar um ofbeldi eru tæplega 2% af öllum tilkynntum brotum. Það er að mínu mati afar skaðlegt fyrir málaflokkinn hvað þau mál fá mikið pláss í umræðunni hvarvetna. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar “Áfallasaga íslenskra kvenna” hafa 40% af öllum íslenskum konum orðið fyrir ofbeldi á ævi sinni. Þar af er stór hópur sem hefur aldrei opnað á það, hvað þá opinberlega. Að lokum vil ég segja við þolendur: Ég stend með ykkur og ég trúi ykkur. Hvort sem þið komið fram undir nafni eða ekki. Við gerendur vil ég segja: Ég stend með ykkur og vil styðja ykkur til að stíga fram, játa ofbeldið og taka ábyrgð á gjörðum ykkar. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun