Sagan af krumpaða miðanum Jón Ingi Hákonarson skrifar 7. maí 2021 15:01 Lífið er dásamlegt ferðalag og merkilegt að upplifa það þegar gamall krumpaður minnismiði geti, áratugi eftir að hafa legið ofan í kassa í kjallara, lifnað við og orðið partur af hreyfiafli samfélagslegra álitaefna og samtals. Á Þjóðfundinum, fyrir ríflega áratug, hafði einhver þátttakandi skrifað á minnismiðann sinn „ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaþings“. Hvort minnisatriðið hafi gert sitt gagn á sínum tíma veit ég ekki en ofan í kassa fór miðinn. Áratug seinna er krumpaði miðinn orðinn hluti af samtímalistaverki á gafli Hafnarborgar í Hafnarfirði, orðinn Gaflari. Rétt eins og farið var með daglaunamennina sem húktu við gaflinn í gamla daga í von um vinnu, hékk krumpaði miðinn á gaflinum í von um að einhver tæki eftir sér, í von um að geta gert gagn, verið í vinnu eins og hinir upprunalegu Gaflarar. Á einhverjum tímapunkti þótti það ekki nógu fínt að hafa Gaflarana húkandi upp við gaflinn, það var ekki nógu smart fyrir ört stækkandi bæjarfélag og Gaflararnir voru flæmdir frá gaflinum. Okkar nýjasti Gaflari fékk að hanga á gaflinum í tvo daga áður en hann var rifinn niður, var þar í meintu leyfisleysi, þótti ekki vera „próper“ list , frekar aðskotahlutur eða skemmdarverk. Þessi gjörningur bæjarstjóra að rífa niður listaverk án þess að hika vekur upp margar áleitnar spurningar. Þær spurningar sem vakna eru t.d: Hvað er ritskoðun? Er gjörningur bæjarstjóra stjórnarskrárbrot? Er honum þá stætt að vera í embætti? Hvert er hlutverk bæjarstjóra og hvar liggja mörk valdsviðs hans? Getur bæjarstjóri trompað ákvarðanir embættismanna utan skrifstofutíma og tekið mál í sínar hendur? Hvað er list? Hvar á list að vera? Hver ákveður hvað list sé? Hvað er listasafn? Er listasafn bara innra byrði hússins? Hvenær er hús listasafn og hvenær hættir það að vera listasafn? Hver er stefna listasafnsins? Hver ber ábyrgð á listrænni stjórnun listasafnsins? Viljum við hafa lifandi listasafn og listsköpun í Hafnarfirði? Hvaða leyfi þarf listviðburður og listamenn að hafa til að sýna list sína? Hvernig er ferlið? Viljum við iðka tjáningarfrelsið? Á bæjarstjóri eða bæjarstjórn að ákveða hvar megi sýna og hvað? Viljum við að bæjarstjóri hafi alræðisvald? Getur sá sem gefur bænum húsnæði undir listasafn skilyrt bæinn hvað megi sýna og hvar? Viljum við vera forpokað samfélag sem samþykkir bara te, skonsur og landslagsmálverk, eða viljum við vera framsækið og frjótt samfélag sem þolir að dansað sé á línunni og viðteknum venjum ögrað? Viljum við vera með heimóttaskap? Viljum við láta taka okkur alvarlega? Það vakna ótal spurningar. Eitt er samt víst að krumpaði miðinn sem virtist ætla að enda tilveru sína í pappakassa í kjallara hefur náð að vekja heilt samfélag af værum blundi og krefja það í samtal um það hvernig samfélag við viljum skapa til framtíðar. Viljum við búa við geðþóttavald stjórnmálamanna eða viljum búa í frjálsu, opnu og framsæknu samfélagi sem þorir að tjá á fjölbreyttan máta sem ber virðingu fyrir listum, tjáningarfrelsi og lýðræðinu. Á sjötta áratug síðustu aldar voru abstraktmálarar lamdir í klessu fyrir það eitt að mála klessumálverk og kalla það list. Í dag birtist fyrirlitningin gagnvart samtímalist á annan hátt. Öll tyrranía byrjar með einu skrefi. Tökum aldrei það skref. Það er nefnilega stór munur á því að bera virðingu fyrir Göflurum og því að ganga af göflunum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Lífið er dásamlegt ferðalag og merkilegt að upplifa það þegar gamall krumpaður minnismiði geti, áratugi eftir að hafa legið ofan í kassa í kjallara, lifnað við og orðið partur af hreyfiafli samfélagslegra álitaefna og samtals. Á Þjóðfundinum, fyrir ríflega áratug, hafði einhver þátttakandi skrifað á minnismiðann sinn „ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaþings“. Hvort minnisatriðið hafi gert sitt gagn á sínum tíma veit ég ekki en ofan í kassa fór miðinn. Áratug seinna er krumpaði miðinn orðinn hluti af samtímalistaverki á gafli Hafnarborgar í Hafnarfirði, orðinn Gaflari. Rétt eins og farið var með daglaunamennina sem húktu við gaflinn í gamla daga í von um vinnu, hékk krumpaði miðinn á gaflinum í von um að einhver tæki eftir sér, í von um að geta gert gagn, verið í vinnu eins og hinir upprunalegu Gaflarar. Á einhverjum tímapunkti þótti það ekki nógu fínt að hafa Gaflarana húkandi upp við gaflinn, það var ekki nógu smart fyrir ört stækkandi bæjarfélag og Gaflararnir voru flæmdir frá gaflinum. Okkar nýjasti Gaflari fékk að hanga á gaflinum í tvo daga áður en hann var rifinn niður, var þar í meintu leyfisleysi, þótti ekki vera „próper“ list , frekar aðskotahlutur eða skemmdarverk. Þessi gjörningur bæjarstjóra að rífa niður listaverk án þess að hika vekur upp margar áleitnar spurningar. Þær spurningar sem vakna eru t.d: Hvað er ritskoðun? Er gjörningur bæjarstjóra stjórnarskrárbrot? Er honum þá stætt að vera í embætti? Hvert er hlutverk bæjarstjóra og hvar liggja mörk valdsviðs hans? Getur bæjarstjóri trompað ákvarðanir embættismanna utan skrifstofutíma og tekið mál í sínar hendur? Hvað er list? Hvar á list að vera? Hver ákveður hvað list sé? Hvað er listasafn? Er listasafn bara innra byrði hússins? Hvenær er hús listasafn og hvenær hættir það að vera listasafn? Hver er stefna listasafnsins? Hver ber ábyrgð á listrænni stjórnun listasafnsins? Viljum við hafa lifandi listasafn og listsköpun í Hafnarfirði? Hvaða leyfi þarf listviðburður og listamenn að hafa til að sýna list sína? Hvernig er ferlið? Viljum við iðka tjáningarfrelsið? Á bæjarstjóri eða bæjarstjórn að ákveða hvar megi sýna og hvað? Viljum við að bæjarstjóri hafi alræðisvald? Getur sá sem gefur bænum húsnæði undir listasafn skilyrt bæinn hvað megi sýna og hvar? Viljum við vera forpokað samfélag sem samþykkir bara te, skonsur og landslagsmálverk, eða viljum við vera framsækið og frjótt samfélag sem þolir að dansað sé á línunni og viðteknum venjum ögrað? Viljum við vera með heimóttaskap? Viljum við láta taka okkur alvarlega? Það vakna ótal spurningar. Eitt er samt víst að krumpaði miðinn sem virtist ætla að enda tilveru sína í pappakassa í kjallara hefur náð að vekja heilt samfélag af værum blundi og krefja það í samtal um það hvernig samfélag við viljum skapa til framtíðar. Viljum við búa við geðþóttavald stjórnmálamanna eða viljum búa í frjálsu, opnu og framsæknu samfélagi sem þorir að tjá á fjölbreyttan máta sem ber virðingu fyrir listum, tjáningarfrelsi og lýðræðinu. Á sjötta áratug síðustu aldar voru abstraktmálarar lamdir í klessu fyrir það eitt að mála klessumálverk og kalla það list. Í dag birtist fyrirlitningin gagnvart samtímalist á annan hátt. Öll tyrranía byrjar með einu skrefi. Tökum aldrei það skref. Það er nefnilega stór munur á því að bera virðingu fyrir Göflurum og því að ganga af göflunum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar