Sagan af krumpaða miðanum Jón Ingi Hákonarson skrifar 7. maí 2021 15:01 Lífið er dásamlegt ferðalag og merkilegt að upplifa það þegar gamall krumpaður minnismiði geti, áratugi eftir að hafa legið ofan í kassa í kjallara, lifnað við og orðið partur af hreyfiafli samfélagslegra álitaefna og samtals. Á Þjóðfundinum, fyrir ríflega áratug, hafði einhver þátttakandi skrifað á minnismiðann sinn „ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaþings“. Hvort minnisatriðið hafi gert sitt gagn á sínum tíma veit ég ekki en ofan í kassa fór miðinn. Áratug seinna er krumpaði miðinn orðinn hluti af samtímalistaverki á gafli Hafnarborgar í Hafnarfirði, orðinn Gaflari. Rétt eins og farið var með daglaunamennina sem húktu við gaflinn í gamla daga í von um vinnu, hékk krumpaði miðinn á gaflinum í von um að einhver tæki eftir sér, í von um að geta gert gagn, verið í vinnu eins og hinir upprunalegu Gaflarar. Á einhverjum tímapunkti þótti það ekki nógu fínt að hafa Gaflarana húkandi upp við gaflinn, það var ekki nógu smart fyrir ört stækkandi bæjarfélag og Gaflararnir voru flæmdir frá gaflinum. Okkar nýjasti Gaflari fékk að hanga á gaflinum í tvo daga áður en hann var rifinn niður, var þar í meintu leyfisleysi, þótti ekki vera „próper“ list , frekar aðskotahlutur eða skemmdarverk. Þessi gjörningur bæjarstjóra að rífa niður listaverk án þess að hika vekur upp margar áleitnar spurningar. Þær spurningar sem vakna eru t.d: Hvað er ritskoðun? Er gjörningur bæjarstjóra stjórnarskrárbrot? Er honum þá stætt að vera í embætti? Hvert er hlutverk bæjarstjóra og hvar liggja mörk valdsviðs hans? Getur bæjarstjóri trompað ákvarðanir embættismanna utan skrifstofutíma og tekið mál í sínar hendur? Hvað er list? Hvar á list að vera? Hver ákveður hvað list sé? Hvað er listasafn? Er listasafn bara innra byrði hússins? Hvenær er hús listasafn og hvenær hættir það að vera listasafn? Hver er stefna listasafnsins? Hver ber ábyrgð á listrænni stjórnun listasafnsins? Viljum við hafa lifandi listasafn og listsköpun í Hafnarfirði? Hvaða leyfi þarf listviðburður og listamenn að hafa til að sýna list sína? Hvernig er ferlið? Viljum við iðka tjáningarfrelsið? Á bæjarstjóri eða bæjarstjórn að ákveða hvar megi sýna og hvað? Viljum við að bæjarstjóri hafi alræðisvald? Getur sá sem gefur bænum húsnæði undir listasafn skilyrt bæinn hvað megi sýna og hvar? Viljum við vera forpokað samfélag sem samþykkir bara te, skonsur og landslagsmálverk, eða viljum við vera framsækið og frjótt samfélag sem þolir að dansað sé á línunni og viðteknum venjum ögrað? Viljum við vera með heimóttaskap? Viljum við láta taka okkur alvarlega? Það vakna ótal spurningar. Eitt er samt víst að krumpaði miðinn sem virtist ætla að enda tilveru sína í pappakassa í kjallara hefur náð að vekja heilt samfélag af værum blundi og krefja það í samtal um það hvernig samfélag við viljum skapa til framtíðar. Viljum við búa við geðþóttavald stjórnmálamanna eða viljum búa í frjálsu, opnu og framsæknu samfélagi sem þorir að tjá á fjölbreyttan máta sem ber virðingu fyrir listum, tjáningarfrelsi og lýðræðinu. Á sjötta áratug síðustu aldar voru abstraktmálarar lamdir í klessu fyrir það eitt að mála klessumálverk og kalla það list. Í dag birtist fyrirlitningin gagnvart samtímalist á annan hátt. Öll tyrranía byrjar með einu skrefi. Tökum aldrei það skref. Það er nefnilega stór munur á því að bera virðingu fyrir Göflurum og því að ganga af göflunum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Lífið er dásamlegt ferðalag og merkilegt að upplifa það þegar gamall krumpaður minnismiði geti, áratugi eftir að hafa legið ofan í kassa í kjallara, lifnað við og orðið partur af hreyfiafli samfélagslegra álitaefna og samtals. Á Þjóðfundinum, fyrir ríflega áratug, hafði einhver þátttakandi skrifað á minnismiðann sinn „ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaþings“. Hvort minnisatriðið hafi gert sitt gagn á sínum tíma veit ég ekki en ofan í kassa fór miðinn. Áratug seinna er krumpaði miðinn orðinn hluti af samtímalistaverki á gafli Hafnarborgar í Hafnarfirði, orðinn Gaflari. Rétt eins og farið var með daglaunamennina sem húktu við gaflinn í gamla daga í von um vinnu, hékk krumpaði miðinn á gaflinum í von um að einhver tæki eftir sér, í von um að geta gert gagn, verið í vinnu eins og hinir upprunalegu Gaflarar. Á einhverjum tímapunkti þótti það ekki nógu fínt að hafa Gaflarana húkandi upp við gaflinn, það var ekki nógu smart fyrir ört stækkandi bæjarfélag og Gaflararnir voru flæmdir frá gaflinum. Okkar nýjasti Gaflari fékk að hanga á gaflinum í tvo daga áður en hann var rifinn niður, var þar í meintu leyfisleysi, þótti ekki vera „próper“ list , frekar aðskotahlutur eða skemmdarverk. Þessi gjörningur bæjarstjóra að rífa niður listaverk án þess að hika vekur upp margar áleitnar spurningar. Þær spurningar sem vakna eru t.d: Hvað er ritskoðun? Er gjörningur bæjarstjóra stjórnarskrárbrot? Er honum þá stætt að vera í embætti? Hvert er hlutverk bæjarstjóra og hvar liggja mörk valdsviðs hans? Getur bæjarstjóri trompað ákvarðanir embættismanna utan skrifstofutíma og tekið mál í sínar hendur? Hvað er list? Hvar á list að vera? Hver ákveður hvað list sé? Hvað er listasafn? Er listasafn bara innra byrði hússins? Hvenær er hús listasafn og hvenær hættir það að vera listasafn? Hver er stefna listasafnsins? Hver ber ábyrgð á listrænni stjórnun listasafnsins? Viljum við hafa lifandi listasafn og listsköpun í Hafnarfirði? Hvaða leyfi þarf listviðburður og listamenn að hafa til að sýna list sína? Hvernig er ferlið? Viljum við iðka tjáningarfrelsið? Á bæjarstjóri eða bæjarstjórn að ákveða hvar megi sýna og hvað? Viljum við að bæjarstjóri hafi alræðisvald? Getur sá sem gefur bænum húsnæði undir listasafn skilyrt bæinn hvað megi sýna og hvar? Viljum við vera forpokað samfélag sem samþykkir bara te, skonsur og landslagsmálverk, eða viljum við vera framsækið og frjótt samfélag sem þolir að dansað sé á línunni og viðteknum venjum ögrað? Viljum við vera með heimóttaskap? Viljum við láta taka okkur alvarlega? Það vakna ótal spurningar. Eitt er samt víst að krumpaði miðinn sem virtist ætla að enda tilveru sína í pappakassa í kjallara hefur náð að vekja heilt samfélag af værum blundi og krefja það í samtal um það hvernig samfélag við viljum skapa til framtíðar. Viljum við búa við geðþóttavald stjórnmálamanna eða viljum búa í frjálsu, opnu og framsæknu samfélagi sem þorir að tjá á fjölbreyttan máta sem ber virðingu fyrir listum, tjáningarfrelsi og lýðræðinu. Á sjötta áratug síðustu aldar voru abstraktmálarar lamdir í klessu fyrir það eitt að mála klessumálverk og kalla það list. Í dag birtist fyrirlitningin gagnvart samtímalist á annan hátt. Öll tyrranía byrjar með einu skrefi. Tökum aldrei það skref. Það er nefnilega stór munur á því að bera virðingu fyrir Göflurum og því að ganga af göflunum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun