Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2021 15:28 Lögreglumennirnir fjórir sem eru ákærðir vegna dauða Georges Floyd. Frá vinstri: Derek Chauvin, J. Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao. AP/lögreglustjórinn í Hennepin-sýslu Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann. Myndband af því þegar fjórir lögreglumenn handtóku Floyd, óvopnaðan blökkumann, fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla í fyrra. Á því sást hvítur lögreglumaður hvíla hné sitt á hálsi Floyd í meira en níu mínútur þrátt fyrir að Floyd segðist ítrekað ekki ná andanum og vegfarendur reyndu að mótmæla aðförunum. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælabylgju gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem gekk um Bandaríkin og fleiri lönd í fyrra. Lögreglumaðurinn sem olli dauða Floyd, Derek Chauvin, var sakfelldur fyrir morð og manndráp fyrir ríkisdómstól í Minnesota í síðasta mánuði. Hann bíður nú ákvörðunar refsingar í því máli. Í alríkismálinu sem nú hefur verið höfðað er Chauvin ákærður fyrir að að brjóta gegn frelsi Floyd til að vera laus við ósanngjarna handtöku og valdbeitingu lögreglumanns. Þrír félagar hans eru einnig ákærðir vegna ósanngjarnrar handtöku þar sem þeir stöðvuðu Chauvin ekki þegar hann kraup á hálsi Floyd. Allir fjórir eru ákærðir fyrir að útvega Floyd ekki læknisaðstoð, að sögn AP-fréttastofunnar. Til viðbótar er Chauvin ákærður vegna handtöku sem átti sér stað árið 2017. Þar er hann sakaður um að hafa tekið fjórtán ára dreng hálstaki, borið hann í höfuðið með vasaljósi og síðan hvílt hné sitt á hálsi hans og herðum þar sem hann lá á jörðinni handjárnaður. Þung refsing getur legið við borgararéttindabrotum sem þessum, allt að dauðadómur eða lífstíðarfangelsi. AP segir að slíkt sé þó afar fátítt. Í tilfelli Chauvin gæti hann átt allt frá fjórtán til rúmlega tuttugu og fjögurra ára fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. Refsinguna afplánaði hann þá samhliða þeirri refsingu sem hann hlýtur í sjálfu morðmálinu. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn. 4. maí 2021 23:33 Telur að um sé að ræða nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum. 21. apríl 2021 17:00 Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Myndband af því þegar fjórir lögreglumenn handtóku Floyd, óvopnaðan blökkumann, fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla í fyrra. Á því sást hvítur lögreglumaður hvíla hné sitt á hálsi Floyd í meira en níu mínútur þrátt fyrir að Floyd segðist ítrekað ekki ná andanum og vegfarendur reyndu að mótmæla aðförunum. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælabylgju gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem gekk um Bandaríkin og fleiri lönd í fyrra. Lögreglumaðurinn sem olli dauða Floyd, Derek Chauvin, var sakfelldur fyrir morð og manndráp fyrir ríkisdómstól í Minnesota í síðasta mánuði. Hann bíður nú ákvörðunar refsingar í því máli. Í alríkismálinu sem nú hefur verið höfðað er Chauvin ákærður fyrir að að brjóta gegn frelsi Floyd til að vera laus við ósanngjarna handtöku og valdbeitingu lögreglumanns. Þrír félagar hans eru einnig ákærðir vegna ósanngjarnrar handtöku þar sem þeir stöðvuðu Chauvin ekki þegar hann kraup á hálsi Floyd. Allir fjórir eru ákærðir fyrir að útvega Floyd ekki læknisaðstoð, að sögn AP-fréttastofunnar. Til viðbótar er Chauvin ákærður vegna handtöku sem átti sér stað árið 2017. Þar er hann sakaður um að hafa tekið fjórtán ára dreng hálstaki, borið hann í höfuðið með vasaljósi og síðan hvílt hné sitt á hálsi hans og herðum þar sem hann lá á jörðinni handjárnaður. Þung refsing getur legið við borgararéttindabrotum sem þessum, allt að dauðadómur eða lífstíðarfangelsi. AP segir að slíkt sé þó afar fátítt. Í tilfelli Chauvin gæti hann átt allt frá fjórtán til rúmlega tuttugu og fjögurra ára fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. Refsinguna afplánaði hann þá samhliða þeirri refsingu sem hann hlýtur í sjálfu morðmálinu.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn. 4. maí 2021 23:33 Telur að um sé að ræða nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum. 21. apríl 2021 17:00 Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn. 4. maí 2021 23:33
Telur að um sé að ræða nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum. 21. apríl 2021 17:00
Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08