„Þetta var svo stór sigur fyrir mig og ég öskraði úr gleði“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2021 10:31 Sylvía Melsteð hefur þurft að leggja gríðarlega mikla vinnu á sig vegna lesblindu. Sylvía Erla Melsteð var komin í níunda bekk þegar hún fékk loksins greiningu. Hún var lesblind. Með góðri hjálp komst hún inn í draumaskólann og er með þrjú stór verkefni í gangi til að hjálpa krökkum með lesblindu. Sindri Sindrason ræddi við Sylvíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í lesblinduskóla sumarið fyrir tíunda bekk og það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Þá fór ég bara að læra stafrófið upp á nýtt og læra stafina upp á nýtt. Draumurinn minn var að fara í Versló, alveg númer 1,2 og 3. Það var aðallega út af Nemó, ég er náttúrulega söngkona og byrjaði að syngja áður en ég fór að tala þegar ég var lítil. Það skemmtilegasta sem ég geri er að skemmta og dansa og syngja,“ segir Sylvía. Hún komst inn. Aðstoðin skipti öllu máli „Ég lagði svo mikið á mig til að fara þarna inn og gerði ekkert nema læra í tíunda bekk og ég komst inn. Þetta var svo stór sigur fyrir mig og ég öskraði úr gleði. Þegar ég komst inn í Versló var eins og ég hefði lent á vegg þegar námið fór að þyngjast. Þá sá ég að þetta væri erfitt fyrir mig. Sama hvað ég lagði á mig, sama hvað ég lærði mikið þá var það ekki að skila sér.“ Sylvía segir að ef um minnsta grun sé um að ræða að barn sé með lesblindu þá eigi að láta athuga það. „Þú getur allt sem þú ætlar þér. Ef þú vilt verða tannlæknir og lögfræðingur, þú getur þetta allt. Númer 1, 2 og 3 og lykillinn af þessu öllu er aðstoðin.“ Lesblinda bara verkefni eins og hvað annað Sylvía segir að móðir hennar hafi aðstoðað hana gríðarlega mikið í gegnum þetta ferli en yngri bróðir hennar er einnig greindur með lesblindu. „Það var aldrei talað um lesblindu eins og það væri eitthvað að okkur. Þetta væri bara verkefni sem við fengum, eins og við fáum öll verkefni í lífinu. Misstór verkefni en við þurfum öll að vinna þessi verkefni vel.“ Sylvía var að gefa út bókina Oreo fer í skólann sem er bók sem getur aðstoðað börn við lesblindu og kynnir börnum fyrir lesblindunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Bókmenntir Skóla - og menntamál Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Með góðri hjálp komst hún inn í draumaskólann og er með þrjú stór verkefni í gangi til að hjálpa krökkum með lesblindu. Sindri Sindrason ræddi við Sylvíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í lesblinduskóla sumarið fyrir tíunda bekk og það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Þá fór ég bara að læra stafrófið upp á nýtt og læra stafina upp á nýtt. Draumurinn minn var að fara í Versló, alveg númer 1,2 og 3. Það var aðallega út af Nemó, ég er náttúrulega söngkona og byrjaði að syngja áður en ég fór að tala þegar ég var lítil. Það skemmtilegasta sem ég geri er að skemmta og dansa og syngja,“ segir Sylvía. Hún komst inn. Aðstoðin skipti öllu máli „Ég lagði svo mikið á mig til að fara þarna inn og gerði ekkert nema læra í tíunda bekk og ég komst inn. Þetta var svo stór sigur fyrir mig og ég öskraði úr gleði. Þegar ég komst inn í Versló var eins og ég hefði lent á vegg þegar námið fór að þyngjast. Þá sá ég að þetta væri erfitt fyrir mig. Sama hvað ég lagði á mig, sama hvað ég lærði mikið þá var það ekki að skila sér.“ Sylvía segir að ef um minnsta grun sé um að ræða að barn sé með lesblindu þá eigi að láta athuga það. „Þú getur allt sem þú ætlar þér. Ef þú vilt verða tannlæknir og lögfræðingur, þú getur þetta allt. Númer 1, 2 og 3 og lykillinn af þessu öllu er aðstoðin.“ Lesblinda bara verkefni eins og hvað annað Sylvía segir að móðir hennar hafi aðstoðað hana gríðarlega mikið í gegnum þetta ferli en yngri bróðir hennar er einnig greindur með lesblindu. „Það var aldrei talað um lesblindu eins og það væri eitthvað að okkur. Þetta væri bara verkefni sem við fengum, eins og við fáum öll verkefni í lífinu. Misstór verkefni en við þurfum öll að vinna þessi verkefni vel.“ Sylvía var að gefa út bókina Oreo fer í skólann sem er bók sem getur aðstoðað börn við lesblindu og kynnir börnum fyrir lesblindunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Bókmenntir Skóla - og menntamál Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira