Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2021 12:59 Frá vettvangi í Guðmundarlundi upp úr klukkan eitt í dag. Vísir/Vilhelm Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. Að sögn Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, virðist ganga vel hjá slökkviliðsmönnum að slökkva eldinn. Hann tók þessar myndir af svæðinu upp úr klukkan eitt. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi um klukkan hálf tvö að hans fólk sé komið með góð tök á svæðinu og það hafi tekist greiðlega. Vegirnir hafi hjálpað mikið að því leiti að stöðva útbreiðslu eldsins og koma búnaðnum sem næst honum til að slökkva. Óvissustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er á öllu Suðurlandi, allt vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll. Eldur kviknaði í Laugarnesinu í gærkvöldi og svo í Heiðmörk í dag en tæp vika er síðan afar stór gróðureldur kviknaði þar. Slökkviliðsmenn að störfum.Vísir/Vilhelm „Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Viðar. Mikilvægt sé fyrir fólk að gera sér grein fyrir hættunni. „Ekki vera með opinn eld. Ekki reykja nálægt gróðri. Ekki kveikja uppi í arninum við gróður eða vinna með verkfæri sem gefa neista, slípurokka annað svoleiðis,“ segir Jón Viðar. „Þetta er tímabil þar sem fólk þarf að hugsa, hvað má ég gera og hvað ekki.“ Óvissustig almannavarna er á Suðurlandi öllu, vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll vegna hættu á gróðureldum.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann telji að fólk sé að gera sér að leik að kveikja eld segir hann: „Maður trúir því ekki en þegar þetta er svona síendurtekið þá getur maður ekki ýtt þeirri hugsun frá sér.“ Unnið er að því að slökkva eldinn.Vísir/Vilhelm Aðeins sex dagar eru síðan mikill eldur kom upp í sinu í Heiðmörk. Gróðureldar á Íslandi Slökkvilið Kópavogur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Að sögn Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, virðist ganga vel hjá slökkviliðsmönnum að slökkva eldinn. Hann tók þessar myndir af svæðinu upp úr klukkan eitt. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi um klukkan hálf tvö að hans fólk sé komið með góð tök á svæðinu og það hafi tekist greiðlega. Vegirnir hafi hjálpað mikið að því leiti að stöðva útbreiðslu eldsins og koma búnaðnum sem næst honum til að slökkva. Óvissustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er á öllu Suðurlandi, allt vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll. Eldur kviknaði í Laugarnesinu í gærkvöldi og svo í Heiðmörk í dag en tæp vika er síðan afar stór gróðureldur kviknaði þar. Slökkviliðsmenn að störfum.Vísir/Vilhelm „Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Viðar. Mikilvægt sé fyrir fólk að gera sér grein fyrir hættunni. „Ekki vera með opinn eld. Ekki reykja nálægt gróðri. Ekki kveikja uppi í arninum við gróður eða vinna með verkfæri sem gefa neista, slípurokka annað svoleiðis,“ segir Jón Viðar. „Þetta er tímabil þar sem fólk þarf að hugsa, hvað má ég gera og hvað ekki.“ Óvissustig almannavarna er á Suðurlandi öllu, vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll vegna hættu á gróðureldum.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann telji að fólk sé að gera sér að leik að kveikja eld segir hann: „Maður trúir því ekki en þegar þetta er svona síendurtekið þá getur maður ekki ýtt þeirri hugsun frá sér.“ Unnið er að því að slökkva eldinn.Vísir/Vilhelm Aðeins sex dagar eru síðan mikill eldur kom upp í sinu í Heiðmörk.
Gróðureldar á Íslandi Slökkvilið Kópavogur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira