Líkum skolar upp á árbakka Ganges Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. maí 2021 16:42 Talið er að líkin megi rekja til tilraunar til líkbrennslu við árbakka Ganges. Getty/Ritesh Shukla Minnst fjörutíu líkum hefur skolað upp á árbakka Ganges-árinnar í norðurhluta Indlands. Ekki er vitað hvaðan líkin koma en indverskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að um fórnarlömb kórónuveirufaraldursins sé að ræða. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir að staðarmiðlar hafi sumir greint frá því að allt að hundrað lík hafi fundist við árbakkann. Ástand líkanna gefi einnig til kynna að þau hafi verið í vatninu í marga daga. Þau fundust stuttu frá skilum Bihar og Uttar Pradesh héraðanna. „Það er líklegt að þessar líkamsleifar hafi komið úr Uttar Pradesh héraði,“ sagði Ashok Kumar talsmaður héraðsstjórnar á blaðamannafundi. Hann sagði að líkamsleifarnar yrðu annaðhvort grafnar eða brenndar. Þá segir í tilkynningu að líkin hafi verið útþembd og að hluta brennd. Líklegt er talið að líkin hafi endað í ánni eftir að tilraun hafi verið gerð til að brenna líkin við árbakkann. Lík látinna eru alla jafnan brennd á Indlandi, en ekki grafin, og er því talið líklegt að tilraun hafi verið gerð til að brenna líkin í útför. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir Indland og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri en á síðustu vikum. Flestar útfararstofur landsins eru yfirfullar og hafa hvorki mannsskap né pláss til að halda í við að brenna líkin sem hrannast upp. Meira en 22,6 milljón hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni á Indlandi og 246.116 hafa dáið af völdum veirunnar frá upphafi faraldursins svo vitað sé um. Sérfræðingar telja hins vegar að dauðsföllin séu talsvert fleiri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 8. maí 2021 15:01 Mikil fjölgun smitaðra þrátt fyrir methlutfall bólusettra Yfirvöld í eyríkinu og ferðamannaparadísinni Seychelleseyjum í Indlandshafi hafa komið aftur á ströngum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins eftir að smituðum fjölgaði meir en nokkru sinni áður í vikunni. Þetta gerðist þrátt fyrir að hvergi sé hærra hlutfall íbúa bólusett fyrir veirunni í heiminum. 7. maí 2021 10:52 Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. 4. maí 2021 08:57 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir að staðarmiðlar hafi sumir greint frá því að allt að hundrað lík hafi fundist við árbakkann. Ástand líkanna gefi einnig til kynna að þau hafi verið í vatninu í marga daga. Þau fundust stuttu frá skilum Bihar og Uttar Pradesh héraðanna. „Það er líklegt að þessar líkamsleifar hafi komið úr Uttar Pradesh héraði,“ sagði Ashok Kumar talsmaður héraðsstjórnar á blaðamannafundi. Hann sagði að líkamsleifarnar yrðu annaðhvort grafnar eða brenndar. Þá segir í tilkynningu að líkin hafi verið útþembd og að hluta brennd. Líklegt er talið að líkin hafi endað í ánni eftir að tilraun hafi verið gerð til að brenna líkin við árbakkann. Lík látinna eru alla jafnan brennd á Indlandi, en ekki grafin, og er því talið líklegt að tilraun hafi verið gerð til að brenna líkin í útför. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir Indland og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri en á síðustu vikum. Flestar útfararstofur landsins eru yfirfullar og hafa hvorki mannsskap né pláss til að halda í við að brenna líkin sem hrannast upp. Meira en 22,6 milljón hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni á Indlandi og 246.116 hafa dáið af völdum veirunnar frá upphafi faraldursins svo vitað sé um. Sérfræðingar telja hins vegar að dauðsföllin séu talsvert fleiri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 8. maí 2021 15:01 Mikil fjölgun smitaðra þrátt fyrir methlutfall bólusettra Yfirvöld í eyríkinu og ferðamannaparadísinni Seychelleseyjum í Indlandshafi hafa komið aftur á ströngum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins eftir að smituðum fjölgaði meir en nokkru sinni áður í vikunni. Þetta gerðist þrátt fyrir að hvergi sé hærra hlutfall íbúa bólusett fyrir veirunni í heiminum. 7. maí 2021 10:52 Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. 4. maí 2021 08:57 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 8. maí 2021 15:01
Mikil fjölgun smitaðra þrátt fyrir methlutfall bólusettra Yfirvöld í eyríkinu og ferðamannaparadísinni Seychelleseyjum í Indlandshafi hafa komið aftur á ströngum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins eftir að smituðum fjölgaði meir en nokkru sinni áður í vikunni. Þetta gerðist þrátt fyrir að hvergi sé hærra hlutfall íbúa bólusett fyrir veirunni í heiminum. 7. maí 2021 10:52
Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. 4. maí 2021 08:57