Conor McGregor: Ég gæti gert stóra hluti hjá Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 10:01 Conor McGregor er að gera betri hluti í viðskiptalífinu en inn í búrinu þessa daga. Getty/Jeff Bottari Írski bardagakappinn Conor McGregor hefur áhuga á því að kaupa Manchester United en það er hins vegar ólíklegt að Glazer fjölskyldan vilji selja. Stuðningsmenn Manchester United hafa verið ósáttir með Glazer fjölskylduna sem eigendur alveg frá kaupum þeirra árið 2005 en mótmælin toppuðu á dögunum þegar stuðningsfólkið kom í veg fyrir að leikur liðsins á móti Liverpool færi fram á Old Trafford. Það varð allt vitlaust í apríl, eins og hjá öðrum félögum, þegar Manchester United tilkynnti að félagið væri einn af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildar Evrópu. United dróg sig út úr þeim samningi eins og öll ensku félögin þegar í ljós kom að nær engum nema gráðugum eigendum hugðist það að sjá svona keppni verða að veruleika. Everyone assumed Conor McGregor was joking about the idea of buying Manchester United, but now 'The Notorious' has doubled down on his claim... He even spoke about another massive club he held talks about investing in recently https://t.co/D2pVN23jBF— SPORTbible (@sportbible) May 10, 2021 Conor McGregor blandaði sér þá í umræðuna með því að skella á Twitter: „Ég er að hugsa um að kaupa Manchester United! Hvað finnst ykkur um það?,“ skrifaði McGregor á Twitter og fékk líka mjög jákvæð viðbrögð. McGregor hefur aftur á móti ekki efni á því að kaupa félagið einn. Hann er metin á allt að 300 milljónir dollara en Forbes verðmetur United félagið á tíu sinnum hærri upphæð eða þrjá milljarða dollara. Stuðningsmaður spurði Conor McGregor út í þessa yfirlýsingu og Írinn svaraði honum. „Í fyrstu fór ég að ræða það að kaupa Celtic ef ég segi alveg eins og er. Að kaupa hluti af Dermot Desmond,“ svaraði McGregor. „Ég er án nokkurs vafa áhugasamur um að eignast íþróttafélag á háu stigi. Bæði Celtic og Man United eru félög sem ég er hrifinn af. Ég er til. Ég gæti gert stóra hluti hjá Man United,“ svaraði Conor. Það má síðan deila um það hversu raunhæft það sé fyrir hann í fyrsta lagi að kaupa svona stórt félag fyrir mikinn pening og svo í öðru lagi að leggja enn meiri pening í reksturinn. Enski boltinn MMA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United hafa verið ósáttir með Glazer fjölskylduna sem eigendur alveg frá kaupum þeirra árið 2005 en mótmælin toppuðu á dögunum þegar stuðningsfólkið kom í veg fyrir að leikur liðsins á móti Liverpool færi fram á Old Trafford. Það varð allt vitlaust í apríl, eins og hjá öðrum félögum, þegar Manchester United tilkynnti að félagið væri einn af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildar Evrópu. United dróg sig út úr þeim samningi eins og öll ensku félögin þegar í ljós kom að nær engum nema gráðugum eigendum hugðist það að sjá svona keppni verða að veruleika. Everyone assumed Conor McGregor was joking about the idea of buying Manchester United, but now 'The Notorious' has doubled down on his claim... He even spoke about another massive club he held talks about investing in recently https://t.co/D2pVN23jBF— SPORTbible (@sportbible) May 10, 2021 Conor McGregor blandaði sér þá í umræðuna með því að skella á Twitter: „Ég er að hugsa um að kaupa Manchester United! Hvað finnst ykkur um það?,“ skrifaði McGregor á Twitter og fékk líka mjög jákvæð viðbrögð. McGregor hefur aftur á móti ekki efni á því að kaupa félagið einn. Hann er metin á allt að 300 milljónir dollara en Forbes verðmetur United félagið á tíu sinnum hærri upphæð eða þrjá milljarða dollara. Stuðningsmaður spurði Conor McGregor út í þessa yfirlýsingu og Írinn svaraði honum. „Í fyrstu fór ég að ræða það að kaupa Celtic ef ég segi alveg eins og er. Að kaupa hluti af Dermot Desmond,“ svaraði McGregor. „Ég er án nokkurs vafa áhugasamur um að eignast íþróttafélag á háu stigi. Bæði Celtic og Man United eru félög sem ég er hrifinn af. Ég er til. Ég gæti gert stóra hluti hjá Man United,“ svaraði Conor. Það má síðan deila um það hversu raunhæft það sé fyrir hann í fyrsta lagi að kaupa svona stórt félag fyrir mikinn pening og svo í öðru lagi að leggja enn meiri pening í reksturinn.
Enski boltinn MMA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira