Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2021 23:02 Reykur stígur til himins frá Gasa eftir loftárásir Ísraels. AP/Hatem Moussa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur tölu látinna eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Harka Ísraelshers gagnvart Palestínu hefur færst í aukana eftir að Hamas-samtökin, sem fara með völd á Gasa, skutu loftskeytum í átt að Ísrael. Af hinum minnst 28 látnu í Palestínu eru tíu börn. Tveir Ísraelar hafa látist í loftskeytaárásum Hamas á Ísrael. Átökin sem nú eiga sér stað milli Ísraels og Palestínu eru þau mestu síðan 2017. Þau má rekja til mótmæla Palestínumanna gegn þeim fyrirætlunum ísraelskra stjórnvalda að bera út palestínska íbúa hverfis í austurhluta Jerúsalem, þar sem ísraelskt landtökufólk hefur komið sér fyrir. Ísraelskir lögreglumenn handtaka Palestínumann við Damaskus-hlið gömlu borgarinnar í Jerúsalem.AP/Mahmoud Illean Miklar óeirðir hafa verið á Musterishæðinni í Jerúsalem, þar sem al-Aqsa moskuna, þriðju helgustu mosku Íslam, er að finna. Hundruð Palestínumanna eru særð eftir átök við ísraelska lögreglu við moskuna. Hér að neðan má sjá stutt myndband þar sem blokkin á Gasa sést falla. Tower collapse after strike in Gaza Also air raid sirens sounding in Sderot and Netivot pic.twitter.com/XBnGUQg5bv— ELINT News (@ELINTNews) May 11, 2021 Það sem koma skal Í kjölfar loftárásarinnar þar sem íbúðablokkin, sem einnig hýsir skrifstofur Hamas, féll hefur Hamas skotið loftskeytum í átt að ísraelsku borginni Tel Aviv. Mörg þeirra hafa verið skotin niður af loftvarnakerfi Ísraels. Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir loftárásirnar aðeins vera upphafið að því sem koma skuli. „Við höfum brugðist harkalega við hryðjuverkasamtökum og munum gera það áfram því þau réðust á Ísrael,“ sagði Gantz og vísaði þar til loftskeytaárása Hamas á Ísrael í kjölfar átakanna í Jerúsalem. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, segir samtökin reiðubúin til frekari átaka, kjósi Ísrael að ganga lengra í aðgerðum sínum gegn Palestínu. „Ef [Ísrael] vill auka átökin, þá erum við tilbúin fyrir það. Ef þau vilja hætta, þá erum við tilbúin il þess líka,“ sagði Haniyeh í ávarpi sem sjónvarpað var á svæðinu, og bætti við að valdajafnvægið á milli Ísraels og Palestínu væri tekið að breytast. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda bak við luktar dyr á morgun til þess að ræða átökin milli ríkjanna, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu. Ísrael Palestína Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur tölu látinna eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Harka Ísraelshers gagnvart Palestínu hefur færst í aukana eftir að Hamas-samtökin, sem fara með völd á Gasa, skutu loftskeytum í átt að Ísrael. Af hinum minnst 28 látnu í Palestínu eru tíu börn. Tveir Ísraelar hafa látist í loftskeytaárásum Hamas á Ísrael. Átökin sem nú eiga sér stað milli Ísraels og Palestínu eru þau mestu síðan 2017. Þau má rekja til mótmæla Palestínumanna gegn þeim fyrirætlunum ísraelskra stjórnvalda að bera út palestínska íbúa hverfis í austurhluta Jerúsalem, þar sem ísraelskt landtökufólk hefur komið sér fyrir. Ísraelskir lögreglumenn handtaka Palestínumann við Damaskus-hlið gömlu borgarinnar í Jerúsalem.AP/Mahmoud Illean Miklar óeirðir hafa verið á Musterishæðinni í Jerúsalem, þar sem al-Aqsa moskuna, þriðju helgustu mosku Íslam, er að finna. Hundruð Palestínumanna eru særð eftir átök við ísraelska lögreglu við moskuna. Hér að neðan má sjá stutt myndband þar sem blokkin á Gasa sést falla. Tower collapse after strike in Gaza Also air raid sirens sounding in Sderot and Netivot pic.twitter.com/XBnGUQg5bv— ELINT News (@ELINTNews) May 11, 2021 Það sem koma skal Í kjölfar loftárásarinnar þar sem íbúðablokkin, sem einnig hýsir skrifstofur Hamas, féll hefur Hamas skotið loftskeytum í átt að ísraelsku borginni Tel Aviv. Mörg þeirra hafa verið skotin niður af loftvarnakerfi Ísraels. Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir loftárásirnar aðeins vera upphafið að því sem koma skuli. „Við höfum brugðist harkalega við hryðjuverkasamtökum og munum gera það áfram því þau réðust á Ísrael,“ sagði Gantz og vísaði þar til loftskeytaárása Hamas á Ísrael í kjölfar átakanna í Jerúsalem. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, segir samtökin reiðubúin til frekari átaka, kjósi Ísrael að ganga lengra í aðgerðum sínum gegn Palestínu. „Ef [Ísrael] vill auka átökin, þá erum við tilbúin fyrir það. Ef þau vilja hætta, þá erum við tilbúin il þess líka,“ sagði Haniyeh í ávarpi sem sjónvarpað var á svæðinu, og bætti við að valdajafnvægið á milli Ísraels og Palestínu væri tekið að breytast. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda bak við luktar dyr á morgun til þess að ræða átökin milli ríkjanna, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu.
Ísrael Palestína Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira