Tuchel þurfti að ljúga að Aubameyang Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2021 09:30 Thomas Tuchel og Pierre-Emerick Aubameyang frá tíma þeirra saman hjá Dortmund. EPA/Christian Charisius Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði frá sérstökum samskiptum sínum við núverandi fyrirliða Arsenal þegar þeir unnu saman hjá Borussia Dortmund. Það er ljóst á orðum Tuchel að Pierre-Emerick Aubameyang á í svolitlum vandræðum með að mæta á réttum tíma. Þýski knattspyrnustjórinn er hins vegar lausnamiðaður og það sést vel á því hvernig hann tók á því þegar Aubameyang var alltaf að mæta of seint. Aubameyang komst í fréttirnar í mars þegar honum var hent út úr liðinu fyrir leik á móti Tottenham eftir að hafa mætt seint á æfingu daginn fyrir leikinn. Tuchel ræddi reynslu sína af Aubameyang á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. I still don't know how he managed to keep the driving licence in his pocket because from the sound of the car, I don't know if he was always on the speed limit. Thomas Tuchel on managing Pierre-Emerick Aubameyang. https://t.co/KjFnRE8dLP— John Cross (@johncrossmirror) May 11, 2021 „Það er ekki styrkur hans að mæta nákvæmlega á réttum tíma. Hann var eiginlega sá eini hjá okkur í Dortmund sem glímdi við þetta vandamál. Það fór því þannig að þegar við vildum að hann mætti á réttum tíma þá sögðum við honum að fundurinn var klukkan 10.45 þegar hann hófst í rauninni klukkan 11.00. Þá voru ágætis líkur á því að hann myndi mæta á fundinn eins og allir aðrir,“ sagði Thomas Tuchel. „Svo heyrðir þú líka í honum langt að. Það heyrðist vel í vélinni á kagganum hans síðasta kílómetrann. Við gátum því byrjað að undirbúa allt saman og byrjað myndbandið um leið og hann gekk í salinn,“ sagði Tuchel. „Ég veit ekki ennþá hvernig honum tókst að halda bílprófinu þessi tvö ár því ef marka má hljóðin úr bílnum þá var ekki hægt að ímynda sér að hann væri að keyra undir hámarkshraða. Hann var alltaf á síðustu stundu,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel lauds 'crazy' Pierre-Emerick Aubameyang as he fondly recalls their time at Borussia Dortmund | @Matt_Barlow_DM https://t.co/x4FfarVCGj— MailOnline Sport (@MailSport) May 12, 2021 „Svona er hann bara. Það er erfitt að vera reiður út hann því svo mætir hann skælbrosandi, opnar hjarta sitt og gefur öllum góða afsökun. Það er hægt að sætta sig við það að vera með einn eða tvo svona menn í sínu liði,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel stýrði Pierre-Emerick Aubameyang hjá Dortmund í tvö ár og þeir urðu þýskir bikarmeistarar saman 2017 og þá var Aubameyang einnig markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar. „Þetta er ekki stærsta vandamálið. Á sama tíma þá var hann mikill fagmaður. Ég veit ekki til þess að hann hafi misst af einni einustu æfingu. Hann laumaðist heldur aldrei í burtu af æfingunni einni mínútu áður en henni lauk. Þvert á móti. Þegar hann var kominn í æfingafötin þá var hann tilbúinn. Það var gott að hafa hann,“ sagði Tuchel. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Það er ljóst á orðum Tuchel að Pierre-Emerick Aubameyang á í svolitlum vandræðum með að mæta á réttum tíma. Þýski knattspyrnustjórinn er hins vegar lausnamiðaður og það sést vel á því hvernig hann tók á því þegar Aubameyang var alltaf að mæta of seint. Aubameyang komst í fréttirnar í mars þegar honum var hent út úr liðinu fyrir leik á móti Tottenham eftir að hafa mætt seint á æfingu daginn fyrir leikinn. Tuchel ræddi reynslu sína af Aubameyang á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. I still don't know how he managed to keep the driving licence in his pocket because from the sound of the car, I don't know if he was always on the speed limit. Thomas Tuchel on managing Pierre-Emerick Aubameyang. https://t.co/KjFnRE8dLP— John Cross (@johncrossmirror) May 11, 2021 „Það er ekki styrkur hans að mæta nákvæmlega á réttum tíma. Hann var eiginlega sá eini hjá okkur í Dortmund sem glímdi við þetta vandamál. Það fór því þannig að þegar við vildum að hann mætti á réttum tíma þá sögðum við honum að fundurinn var klukkan 10.45 þegar hann hófst í rauninni klukkan 11.00. Þá voru ágætis líkur á því að hann myndi mæta á fundinn eins og allir aðrir,“ sagði Thomas Tuchel. „Svo heyrðir þú líka í honum langt að. Það heyrðist vel í vélinni á kagganum hans síðasta kílómetrann. Við gátum því byrjað að undirbúa allt saman og byrjað myndbandið um leið og hann gekk í salinn,“ sagði Tuchel. „Ég veit ekki ennþá hvernig honum tókst að halda bílprófinu þessi tvö ár því ef marka má hljóðin úr bílnum þá var ekki hægt að ímynda sér að hann væri að keyra undir hámarkshraða. Hann var alltaf á síðustu stundu,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel lauds 'crazy' Pierre-Emerick Aubameyang as he fondly recalls their time at Borussia Dortmund | @Matt_Barlow_DM https://t.co/x4FfarVCGj— MailOnline Sport (@MailSport) May 12, 2021 „Svona er hann bara. Það er erfitt að vera reiður út hann því svo mætir hann skælbrosandi, opnar hjarta sitt og gefur öllum góða afsökun. Það er hægt að sætta sig við það að vera með einn eða tvo svona menn í sínu liði,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel stýrði Pierre-Emerick Aubameyang hjá Dortmund í tvö ár og þeir urðu þýskir bikarmeistarar saman 2017 og þá var Aubameyang einnig markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar. „Þetta er ekki stærsta vandamálið. Á sama tíma þá var hann mikill fagmaður. Ég veit ekki til þess að hann hafi misst af einni einustu æfingu. Hann laumaðist heldur aldrei í burtu af æfingunni einni mínútu áður en henni lauk. Þvert á móti. Þegar hann var kominn í æfingafötin þá var hann tilbúinn. Það var gott að hafa hann,“ sagði Tuchel.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira