Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2021 11:41 Landlæknir kynnti Bluetooth-uppfærslu rakningarappsins á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. Alma sagði smitrakninguna vera og verða einn af hornsteinum yfirvalda til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Með uppfærslu smáforritsins yrði smitrakningin sjálfvirkari en áður en fyrst og fremst væri um að ræða viðbót við núverandi aðgerðir. Sambærilegt app er í notkun í mörgum öðrum Evrópuríkjum, að sögn Ölmu. Eftir uppfærsluna mun smáforritið skrá „samtöl“ sem það á við aðra síma með appið og vista. Ef einstaklingur greinist með Covid-19, mun smitrakningarteymið óska eftir því að fá upplýsingar um þessi „samtöl“ og þannig getað haft samband við þá sem voru í nálægð við þann smitaða. Alma ítrekaði að forritið uppfyllti kröfur um bæði öryggi og persónuvernd. Gögnin væru aðeins vistuð á símanum og eigandi hans þyrfti að gefa leyfi fyrir notkun þeirra. Þá væri þeim eytt eftir fjórtán daga. Þeir sem vilja nýta sér nýjungina verða að uppfæra smáforritið og velja að fá tilkynningar um hugsanleg smit. Ef tilkynning berst leiðbeinir appið viðkomandi um að skrá sig í smitgát, sem er valkvætt, og fær í kjölfarið strikanúmer í sýnatöku. Forsenda góðs árangurs er að sem flestir sæki appið, sagði landlæknir og ítrekaði að yfirvöld teldu Bluetooth-eiginleikann sérstaklega miklivægan um þessar mundir, þegar samfélagið væri að verða opnara á ný. Biðlaði hún sérstaklega til unga fólksins sem væri mikið á ferðinni að uppfæra og nota forritið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Alma sagði smitrakninguna vera og verða einn af hornsteinum yfirvalda til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Með uppfærslu smáforritsins yrði smitrakningin sjálfvirkari en áður en fyrst og fremst væri um að ræða viðbót við núverandi aðgerðir. Sambærilegt app er í notkun í mörgum öðrum Evrópuríkjum, að sögn Ölmu. Eftir uppfærsluna mun smáforritið skrá „samtöl“ sem það á við aðra síma með appið og vista. Ef einstaklingur greinist með Covid-19, mun smitrakningarteymið óska eftir því að fá upplýsingar um þessi „samtöl“ og þannig getað haft samband við þá sem voru í nálægð við þann smitaða. Alma ítrekaði að forritið uppfyllti kröfur um bæði öryggi og persónuvernd. Gögnin væru aðeins vistuð á símanum og eigandi hans þyrfti að gefa leyfi fyrir notkun þeirra. Þá væri þeim eytt eftir fjórtán daga. Þeir sem vilja nýta sér nýjungina verða að uppfæra smáforritið og velja að fá tilkynningar um hugsanleg smit. Ef tilkynning berst leiðbeinir appið viðkomandi um að skrá sig í smitgát, sem er valkvætt, og fær í kjölfarið strikanúmer í sýnatöku. Forsenda góðs árangurs er að sem flestir sæki appið, sagði landlæknir og ítrekaði að yfirvöld teldu Bluetooth-eiginleikann sérstaklega miklivægan um þessar mundir, þegar samfélagið væri að verða opnara á ný. Biðlaði hún sérstaklega til unga fólksins sem væri mikið á ferðinni að uppfæra og nota forritið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira