Háskóli norðurslóða í tuttugu ár Eyjólfur Guðmundsson skrifar 14. maí 2021 12:00 Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar fögnuðu þeim merku tímamótum í vikunni að tuttugu ár eru liðin síðan Háskóli norðurslóða (UArctic) var formlega stofnaður. Af þessu tilefni veitti Háskólinn á Akureyri viðurkenningu til Þorsteins Gunnarssonar, fyrrum rektor Háskólans á Akureyri og Níelsi Einarssyni, forstöðumanni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar fyrir ötult starf í þágu norðurslóða. Viðurkenninguna afhenti Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Næstkomandi laugardag, þann 15. maí, hefst svo árleg ráðstefna Háskóla norðurslóða – sem að þessu sinni er haldin hér á landi og er hún liður í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Árið 2001 tóku Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar höndum saman með öðrum norðlægum háskólum og rannsóknastofnunum og stofnuðu Háskóla norðurslóða. Hugmyndin var lengi í mótun og ekki var hópurinn stór í upphafi, eða nítján fulltrúar stofnana frá norðurskautsríkjunum átta. Þó kom það fljótt í ljós að heilmikil atorka bjó í hugsjóninni sem sameinaði þessar stofnanir: Að berjast á móti hugmyndafræðinni um að norðurslóðir væru jaðarsvæði sem ungt fólk þyrfti að flytja frá til menntunar og að með því að beita sameinuðum kröftum væri hægt að bjóða öllu ungu fólki á norðurslóðum upp á menntun sem endurspeglaði veruleika þeirra og umhverfi. Ungt fólk sem átti margt sameiginlegt – eins og kom á daginn þegar stofnanirnar fóru að styðja við nemendaskipti sín á milli. Háskólinn á Akureyri hefur þannig um langt skeið staðið fyrir námi og rannsóknum í málefnum norðurslóða; í þágu íbúa á norðursvæðum og fyrir bætt lífsgæði þeirra. Frá upphafi hefur HA átt gott samstarf við aðra háskóla á norðlægum svæðum sem fást við svipuð vandamál og við er að etja hér á landi, og má þar meðal annarra nefna Háskólann í Lapplandi í Rovaniemi, Háskólann í Oulu, Háskólann í Tromsö, og Háskólann í Alaska, Fairbanks. Fyrir tuttugu árum þekktist varla að íslenskir háskólar legðu markvisst áherslu á málefni norðurslóða og var því um nýung að ræða sem sýnir vel framsýni stofnanna í norðurslóðaumhverfinu sem var í mótun á Akureyri á þessum tíma. Hins vegar hefur vaxandi þýðing svæðisins í alþjóðasamskiptum og almennri þjóðfélagsumræðu dregið fram mikilvægi norðurslóðafræða og fjölmargar aðrar stofnanir samfélagsins leggja nú áherslu á norðurslóðamál í sinni starfsemi. Í dag standa yfir 200 háskóla- og rannsóknastofnanir, ásamt samtökum frumbyggja, að Háskóla norðurslóða, fyrst og fremst frá þeim átta löndum sem aðild eiga að Norðurskautsráðinu. Fyrir tilstuðlan þessa merka frumkvöðlastarfs sem hér hefur verið rakið hefur byggst upp öflugt fræðasamfélag háskóla- og rannsóknastofnana sem oft er kennt við Borgir, rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri. Á Borgum starfar fjöldi sérfræðinga á stofnunum sem sinna ólíkum hliðum sjálfbærni og samfélags- og umhverfisbreytinga á Norðurslóðum, þar sem samspil manns og náttúru í heimi örra breytinga er í forgrunni. Árangur þessa margþætta starfs hefur verið eftirtektarverður og mikilvægur síðustu ár. Til að styrkja stöðu og ímynd Íslands sem norðurslóðaríkis enn frekar er því mikilvægt að efla þessa starfsemi og veita jafnframt fé til rannsókna á málefnum samfélaga á norðurslóðum – því það eru samfélögin sjálf sem verða fyrir mestum áhrifum af loftslagsbreytingum næstu áratuga. Þessi klasi á sér ekkert formlegt nafn. Við sem störfum í kringum þetta merka starf köllum hann í daglegu tali Norðurslóðamiðstöð Íslands, enda þykjumst við vita að sterk miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi er nauðsynleg til að styðja við og efla það margvíslega starf sem fer nú fram víða um land og tengist norðurslóðum. Væri ekki góð leið til að sýna í verki vilja nefndar um norðurslóðastefnu Íslands og setja slíka stofnun á fót formlega, byggt á grunni þess öfluga umhverfis sem skapast hefur að Norðurslóð á Norðurlandi? Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Akureyri Norðurslóðir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar fögnuðu þeim merku tímamótum í vikunni að tuttugu ár eru liðin síðan Háskóli norðurslóða (UArctic) var formlega stofnaður. Af þessu tilefni veitti Háskólinn á Akureyri viðurkenningu til Þorsteins Gunnarssonar, fyrrum rektor Háskólans á Akureyri og Níelsi Einarssyni, forstöðumanni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar fyrir ötult starf í þágu norðurslóða. Viðurkenninguna afhenti Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Næstkomandi laugardag, þann 15. maí, hefst svo árleg ráðstefna Háskóla norðurslóða – sem að þessu sinni er haldin hér á landi og er hún liður í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Árið 2001 tóku Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar höndum saman með öðrum norðlægum háskólum og rannsóknastofnunum og stofnuðu Háskóla norðurslóða. Hugmyndin var lengi í mótun og ekki var hópurinn stór í upphafi, eða nítján fulltrúar stofnana frá norðurskautsríkjunum átta. Þó kom það fljótt í ljós að heilmikil atorka bjó í hugsjóninni sem sameinaði þessar stofnanir: Að berjast á móti hugmyndafræðinni um að norðurslóðir væru jaðarsvæði sem ungt fólk þyrfti að flytja frá til menntunar og að með því að beita sameinuðum kröftum væri hægt að bjóða öllu ungu fólki á norðurslóðum upp á menntun sem endurspeglaði veruleika þeirra og umhverfi. Ungt fólk sem átti margt sameiginlegt – eins og kom á daginn þegar stofnanirnar fóru að styðja við nemendaskipti sín á milli. Háskólinn á Akureyri hefur þannig um langt skeið staðið fyrir námi og rannsóknum í málefnum norðurslóða; í þágu íbúa á norðursvæðum og fyrir bætt lífsgæði þeirra. Frá upphafi hefur HA átt gott samstarf við aðra háskóla á norðlægum svæðum sem fást við svipuð vandamál og við er að etja hér á landi, og má þar meðal annarra nefna Háskólann í Lapplandi í Rovaniemi, Háskólann í Oulu, Háskólann í Tromsö, og Háskólann í Alaska, Fairbanks. Fyrir tuttugu árum þekktist varla að íslenskir háskólar legðu markvisst áherslu á málefni norðurslóða og var því um nýung að ræða sem sýnir vel framsýni stofnanna í norðurslóðaumhverfinu sem var í mótun á Akureyri á þessum tíma. Hins vegar hefur vaxandi þýðing svæðisins í alþjóðasamskiptum og almennri þjóðfélagsumræðu dregið fram mikilvægi norðurslóðafræða og fjölmargar aðrar stofnanir samfélagsins leggja nú áherslu á norðurslóðamál í sinni starfsemi. Í dag standa yfir 200 háskóla- og rannsóknastofnanir, ásamt samtökum frumbyggja, að Háskóla norðurslóða, fyrst og fremst frá þeim átta löndum sem aðild eiga að Norðurskautsráðinu. Fyrir tilstuðlan þessa merka frumkvöðlastarfs sem hér hefur verið rakið hefur byggst upp öflugt fræðasamfélag háskóla- og rannsóknastofnana sem oft er kennt við Borgir, rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri. Á Borgum starfar fjöldi sérfræðinga á stofnunum sem sinna ólíkum hliðum sjálfbærni og samfélags- og umhverfisbreytinga á Norðurslóðum, þar sem samspil manns og náttúru í heimi örra breytinga er í forgrunni. Árangur þessa margþætta starfs hefur verið eftirtektarverður og mikilvægur síðustu ár. Til að styrkja stöðu og ímynd Íslands sem norðurslóðaríkis enn frekar er því mikilvægt að efla þessa starfsemi og veita jafnframt fé til rannsókna á málefnum samfélaga á norðurslóðum – því það eru samfélögin sjálf sem verða fyrir mestum áhrifum af loftslagsbreytingum næstu áratuga. Þessi klasi á sér ekkert formlegt nafn. Við sem störfum í kringum þetta merka starf köllum hann í daglegu tali Norðurslóðamiðstöð Íslands, enda þykjumst við vita að sterk miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi er nauðsynleg til að styðja við og efla það margvíslega starf sem fer nú fram víða um land og tengist norðurslóðum. Væri ekki góð leið til að sýna í verki vilja nefndar um norðurslóðastefnu Íslands og setja slíka stofnun á fót formlega, byggt á grunni þess öfluga umhverfis sem skapast hefur að Norðurslóð á Norðurlandi? Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun