„Fannst vanta algjört drápseðli í FH-inga“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2021 17:30 Ef Egill Magnússon er að hitna mega önnur lið vara sig, segir Bjarni Fritzson. vísir/vilhelm „Ég var óánægður með FH. Mér fannst vanta drápseðlið,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um framgöngu FH-inga í seinni hálfleik gegn Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta á sunnudag. FH vann leikinn að lokum 30-27 en Bjarni og Einar Andri Einarsson voru á því að liðið hefði átt að gera út um leikinn fyrr. FH var 17-13 yfir eftir fyrri hálfleik en Afturelding minnkaði muninn fljótt í eitt mark og komst yfir, 26-25 þegar tæplega átta mínútur voru eftir. „FH-ingar eru í 2. sæti og þetta er liðið sem við teljum að sé líklegt til að veita Haukum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir voru hins vegar svolítið flatir í þessum leik, sérstaklega á þessum kafla í seinni hálfleik. Þarna hefði maður viljað sjá toppklassalið „klára“ leikinn almennilega en ekki hleypa þeim inn í leikinn. Mér fannst vanta algjört drápseðli í FH-inga,“ sagði Bjarni. Innslagið úr Seinni bylgjunni, sem sýnd er á Stöð 2 Sport, má sjá hér að neðan: Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um FH Einar Andri tók undir með Bjarna: „Mér finnst FH-ingar oft spila ótrúlega góðan handbolta og þeir komast fimm mörkum yfir í seinni hálfleik en samt varð spenna í lokin. Það þarf aðeins meiri aga og skynsemi í lokin, því mér finnst þeir vera að spila frábæran handbolta.“ „Þeir eru með frábært lið,“ sagði Bjarni og benti á Egil Magnússon sem skoraði tvö mörk í röð undir lokin, eftir að staðan var jöfn, 26-26. „Mér fannst hann góður í þessum leik. Hann var að mata mennina í kringum sig og var áræðinn. Stundum skorar maður bara ekki, en hann var áræðinn. Ef að það er að kvikna á honum, sérstaklega hérna [benti á höfuðið]…“ sagði Bjarni áður en Einar Andri greip orðið: „Hann þarf að hafa meiri trú á sér. Ég vil sjá hann spila lengra frá vörninni því mér finnst hann oft fara í „contact“. Í staðinn ætti hann að skjóta meira á markið. Hann þarf aðeins meira sjálfstraust og trú á sér því hann er frábær leikmaður og sýndi það í lokin.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
FH vann leikinn að lokum 30-27 en Bjarni og Einar Andri Einarsson voru á því að liðið hefði átt að gera út um leikinn fyrr. FH var 17-13 yfir eftir fyrri hálfleik en Afturelding minnkaði muninn fljótt í eitt mark og komst yfir, 26-25 þegar tæplega átta mínútur voru eftir. „FH-ingar eru í 2. sæti og þetta er liðið sem við teljum að sé líklegt til að veita Haukum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir voru hins vegar svolítið flatir í þessum leik, sérstaklega á þessum kafla í seinni hálfleik. Þarna hefði maður viljað sjá toppklassalið „klára“ leikinn almennilega en ekki hleypa þeim inn í leikinn. Mér fannst vanta algjört drápseðli í FH-inga,“ sagði Bjarni. Innslagið úr Seinni bylgjunni, sem sýnd er á Stöð 2 Sport, má sjá hér að neðan: Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um FH Einar Andri tók undir með Bjarna: „Mér finnst FH-ingar oft spila ótrúlega góðan handbolta og þeir komast fimm mörkum yfir í seinni hálfleik en samt varð spenna í lokin. Það þarf aðeins meiri aga og skynsemi í lokin, því mér finnst þeir vera að spila frábæran handbolta.“ „Þeir eru með frábært lið,“ sagði Bjarni og benti á Egil Magnússon sem skoraði tvö mörk í röð undir lokin, eftir að staðan var jöfn, 26-26. „Mér fannst hann góður í þessum leik. Hann var að mata mennina í kringum sig og var áræðinn. Stundum skorar maður bara ekki, en hann var áræðinn. Ef að það er að kvikna á honum, sérstaklega hérna [benti á höfuðið]…“ sagði Bjarni áður en Einar Andri greip orðið: „Hann þarf að hafa meiri trú á sér. Ég vil sjá hann spila lengra frá vörninni því mér finnst hann oft fara í „contact“. Í staðinn ætti hann að skjóta meira á markið. Hann þarf aðeins meira sjálfstraust og trú á sér því hann er frábær leikmaður og sýndi það í lokin.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira