Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2021 10:29 Kantor Hallgrímskirkju og sóknarnefnd hennar náðu ekki saman um áframhaldandi störf hans. Niðurstaðan er að bæði hann og kórar tveir hverfa frá kirkjunni. Vísir/Vilhelm Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar. Greint var frá því á dögunum að Hörður Áskelsson, kantor og organisti Hallgrímskirkju til fjörutíu ára, láti af störfum um mánaðamótin. Með starfslokum hans hverfa Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum einnig úr kirkjunni. Tónskáldafélagið mærir Hörð og störf hans í kirkjunni í ályktun sinni. Hann hafi byggt upp tónlistastarf sem teljist hliðstætt við það sem best gerist á meðal þjóða sem Ísland beri sig saman við. Sóknarnefndin hafi nú leyst þetta starf upp með þeim afleiðingum að Hörður og kórar kirkjunnar hverfi á braut. „Aðalfundur Tónskáldafélags Íslands harmar þessa þróun og vísar því til yfirstjórnenda kirkjunnar, að þeir grípi í taumana og forði því skelfilega menningarslysi sem hér hefur verið í uppsiglingu,“ segir í ályktuninni. Lýsir félagið tónlistarstarfinu sem „krúnudjásni“ í starfi Þjóðkirkjunnar. Menningarstarfið í Hallgrímskirkju varði þjóðina alla. Þjóðkirkjan megi síst vera án þess. Trúmál Tónlist Hallgrímskirkja Menning Reykjavík Kórar Tengdar fréttir Samskipti við sóknarnefnd kólnandi þar til fraus í hylnum Brotthvarf tónlistarstjóra Hallgrímskirkju, Harðar Áskelssonar, er tónelskum áfall. 5. maí 2021 06:16 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Hörður Áskelsson, kantor og organisti Hallgrímskirkju til fjörutíu ára, láti af störfum um mánaðamótin. Með starfslokum hans hverfa Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum einnig úr kirkjunni. Tónskáldafélagið mærir Hörð og störf hans í kirkjunni í ályktun sinni. Hann hafi byggt upp tónlistastarf sem teljist hliðstætt við það sem best gerist á meðal þjóða sem Ísland beri sig saman við. Sóknarnefndin hafi nú leyst þetta starf upp með þeim afleiðingum að Hörður og kórar kirkjunnar hverfi á braut. „Aðalfundur Tónskáldafélags Íslands harmar þessa þróun og vísar því til yfirstjórnenda kirkjunnar, að þeir grípi í taumana og forði því skelfilega menningarslysi sem hér hefur verið í uppsiglingu,“ segir í ályktuninni. Lýsir félagið tónlistarstarfinu sem „krúnudjásni“ í starfi Þjóðkirkjunnar. Menningarstarfið í Hallgrímskirkju varði þjóðina alla. Þjóðkirkjan megi síst vera án þess.
Trúmál Tónlist Hallgrímskirkja Menning Reykjavík Kórar Tengdar fréttir Samskipti við sóknarnefnd kólnandi þar til fraus í hylnum Brotthvarf tónlistarstjóra Hallgrímskirkju, Harðar Áskelssonar, er tónelskum áfall. 5. maí 2021 06:16 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Samskipti við sóknarnefnd kólnandi þar til fraus í hylnum Brotthvarf tónlistarstjóra Hallgrímskirkju, Harðar Áskelssonar, er tónelskum áfall. 5. maí 2021 06:16