Útgefandi Moggans biðst afsökunar á nafnlausri bóluefnisauglýsingu Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2021 09:17 Auglýsingin birtist á heilsíðu í Morgunblaðinu á uppstigningardag. Framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Árvarkri sagði Vísi í gær að auglýsingin hefði birst nafnlaust fyrir mannleg mistök. Vísir/Egill Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, baðst afsökunar á að auglýsing um aukaverkanir bóluefna gegn kórónuveirunni hefði birst nafnlaus fyrir mistök í blaðinu á uppstigningardag. Forstjóri Lyfjastofnunar lýsti auglýsingunni sem villandi og henni hafi virst ætlað að ala á ótta við bólusetningar. Í heilsíðuauglýsingunni sem birtist í Morgunblaðinu í gær var auglýst eftir tilkynningum um mögulegar aukaverkanir bóluefna gegn kórónuveirunni. Var fólk þar hvatt til þess að senda inn tilkynningar til Lyfjastofnunar með tölvupósti eða í síma. Enginn var skráður fyrir auglýsingunni en henni lauk með slagorði almannavarna í kórónuveirufaraldrinum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði Vísi í gær að listinn yfir aukaverkanir sem kom fram í auglýsingunni væri ekki í samræmi við upplýsingar stofnunarinnar. Þar var andlát, blinda og lömum talin upp sem aukaverkanir bólusetningar og sagði Rúna að svo virtist sem því væri ætlað að vekja hræðslu hjá fólki. Í athugasemd frá Árvakri sem birtist með frétt um málið í Morgunblaðinu í morgun kom fram að vegna mistaka hefði auglýsingin verið birt þrátt fyrir að hún væri ekki merkt auglýsanda. Jafnvel hefði mátt ráða af auglýsingunni að hún væri frá Lyfjastofnun. Baðst útgefandinn velvirðingar á mistökunum. Fyrirtækið Bjuti ehf., sem er í eigu Vilborgar Bjarkar Hjaltested, keypti auglýsinguna. Vilborg vildi ekki segja Vísi hvernig hún hefði fjármagnað kaupin á auglýsingunni né hvers vegna hún hefði ekki lagt nafn sitt eða fyrirtækisins við hana. Hélt hún því ranglega fram að Lyfjastofnun hefði „viðurkennt“ að sextán manns hefðu látið lífið á Íslandi vegna bólusetningar gegn Covid-19. Virtist hún þar vísa til tilkynninga um mögulegar aukaverkanir bóluefna hér á landi. Tilkynn hefur verið um andlát sextán einstaklinga eftir að þeir voru bólusettir gegn veirunni. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að um orsakasamhengi hafi verið að ræða á milli dauðsfallanna og bólusetningarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í heilsíðuauglýsingunni sem birtist í Morgunblaðinu í gær var auglýst eftir tilkynningum um mögulegar aukaverkanir bóluefna gegn kórónuveirunni. Var fólk þar hvatt til þess að senda inn tilkynningar til Lyfjastofnunar með tölvupósti eða í síma. Enginn var skráður fyrir auglýsingunni en henni lauk með slagorði almannavarna í kórónuveirufaraldrinum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði Vísi í gær að listinn yfir aukaverkanir sem kom fram í auglýsingunni væri ekki í samræmi við upplýsingar stofnunarinnar. Þar var andlát, blinda og lömum talin upp sem aukaverkanir bólusetningar og sagði Rúna að svo virtist sem því væri ætlað að vekja hræðslu hjá fólki. Í athugasemd frá Árvakri sem birtist með frétt um málið í Morgunblaðinu í morgun kom fram að vegna mistaka hefði auglýsingin verið birt þrátt fyrir að hún væri ekki merkt auglýsanda. Jafnvel hefði mátt ráða af auglýsingunni að hún væri frá Lyfjastofnun. Baðst útgefandinn velvirðingar á mistökunum. Fyrirtækið Bjuti ehf., sem er í eigu Vilborgar Bjarkar Hjaltested, keypti auglýsinguna. Vilborg vildi ekki segja Vísi hvernig hún hefði fjármagnað kaupin á auglýsingunni né hvers vegna hún hefði ekki lagt nafn sitt eða fyrirtækisins við hana. Hélt hún því ranglega fram að Lyfjastofnun hefði „viðurkennt“ að sextán manns hefðu látið lífið á Íslandi vegna bólusetningar gegn Covid-19. Virtist hún þar vísa til tilkynninga um mögulegar aukaverkanir bóluefna hér á landi. Tilkynn hefur verið um andlát sextán einstaklinga eftir að þeir voru bólusettir gegn veirunni. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að um orsakasamhengi hafi verið að ræða á milli dauðsfallanna og bólusetningarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira