„Þetta eru svakalegar fréttir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 14:01 Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir eru spenntar fyrir endurkomu Thelmu Dísar Ágústsdóttir í Keflavíkurliðið. Pálína Gunnlaugsdóttir og sérfræðingar hennar fóru yfir einvígi Hauka og Keflavíkur í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en fyrsti leikurinn í einvíginu er í kvöld. Keflavík bætti við sig landsliðskonu fyrir úrslitakeppnina. Domino´s Körfuboltakvöld fjallaði um einvígi liðanna í öðru og þriðja sæti deildarinnar en með Pálínu voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir. Bæði lið Hauka og Keflavíkur hafa fengið til sín landsliðskonu á miðju tímabili og það eru miklar væntingar gerðar til þeirra í þessu einvígi. Sara Rún Hinriksdóttir verður þannig í stóru hlutverki í Haukaliðinu en hún er að fara að spila á móti sínu uppeldisfélagi. Bryndís Guðmundsdóttir þekkir það frá sínum ferli. „Hún fór fyrst í skóla í Bandaríkjunum og spilaði síðan með þessu liði í Englandi. Þetta er því öðruvísi en ef hún væri búin að vera í Keflavík allan tímann og færi svo í Hauka. Svo hefur hún systur sína við hliðina á sér og ég held að þetta hafi ekkert verið voðalega erfitt fyrir hana að fara í Hauka þegar hún kom aftur til baka,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Bryndís er á því að koma Söru hafi hjálpað hinni bandarísku Alyesha Lovett sem hefur blómstrað með Haukaliðinu í þremur leikjum maí. „Eftir að Sara Rún kemur þá létti yfir öllu, ekki bara henni heldur öllu Haukaliðinu. Ég veit ekki hvort maður geti sagt að Alyesha sé að njóta þess betur að spila eftir að Sara kemur. Hún virðist vera búin að gera meira og er vonandi búin að sýna að þetta sé hennar rétta andlit,“ sagði Bryndís. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Einvígi Hauka og Keflavíkur Stelpurnar sögðu líka frá því að Thelma Dís Ágústsdóttir sé að fara að spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni en hún hefur verið í námi í Bandaríkjunum í þrjú tímabil. „Þetta eru svakalegar fréttir,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir og Keflvíkingurinn Bryndís var líka kát með þetta. „Þetta verður svo geggjað. Þetta breytir svo miklu og pældu í því ef Þóranna og Birna væru með þeim líka,“ sagði Bryndís sem þekkir Thelma Dís vel eftir að hafa spilað með henni í Keflavík. „Við erum að fara að sjá allt því Thelma gerir allt. Hún var góð þegar hún fór í háskólaboltann en hún er orðin svo mikli betri,“ sagði Bryndís en dróg svo skyndilega aðeins í land. „Ég ætla ekki að setja of mikla pressu á hana en ég hlakka rosalega til að sjá hana,“ sagði Bryndís. „Þetta er það sem Keflavík þurfti til að gera þetta að seríu,“ sagði Ólöf Helga og Bryndís skaut inn í: „Nú vinna þær,“ sagði Bryndís létt. Pálína, Bryndís og Ólöf Helga ræddu frammistöðu liðanna í vetur og fóru yfir lykilmenn liðanna. Það má sjá alla umfjöllunina um einvígið hér fyrir ofan. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 18.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá fyrsta leik Vals og Fjölnis og báðir leikirnir verða svo gerðir upp í Dominos Körfuboltakvöldi kvenna strax á eftir seinni leiknum. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld fjallaði um einvígi liðanna í öðru og þriðja sæti deildarinnar en með Pálínu voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir. Bæði lið Hauka og Keflavíkur hafa fengið til sín landsliðskonu á miðju tímabili og það eru miklar væntingar gerðar til þeirra í þessu einvígi. Sara Rún Hinriksdóttir verður þannig í stóru hlutverki í Haukaliðinu en hún er að fara að spila á móti sínu uppeldisfélagi. Bryndís Guðmundsdóttir þekkir það frá sínum ferli. „Hún fór fyrst í skóla í Bandaríkjunum og spilaði síðan með þessu liði í Englandi. Þetta er því öðruvísi en ef hún væri búin að vera í Keflavík allan tímann og færi svo í Hauka. Svo hefur hún systur sína við hliðina á sér og ég held að þetta hafi ekkert verið voðalega erfitt fyrir hana að fara í Hauka þegar hún kom aftur til baka,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Bryndís er á því að koma Söru hafi hjálpað hinni bandarísku Alyesha Lovett sem hefur blómstrað með Haukaliðinu í þremur leikjum maí. „Eftir að Sara Rún kemur þá létti yfir öllu, ekki bara henni heldur öllu Haukaliðinu. Ég veit ekki hvort maður geti sagt að Alyesha sé að njóta þess betur að spila eftir að Sara kemur. Hún virðist vera búin að gera meira og er vonandi búin að sýna að þetta sé hennar rétta andlit,“ sagði Bryndís. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Einvígi Hauka og Keflavíkur Stelpurnar sögðu líka frá því að Thelma Dís Ágústsdóttir sé að fara að spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni en hún hefur verið í námi í Bandaríkjunum í þrjú tímabil. „Þetta eru svakalegar fréttir,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir og Keflvíkingurinn Bryndís var líka kát með þetta. „Þetta verður svo geggjað. Þetta breytir svo miklu og pældu í því ef Þóranna og Birna væru með þeim líka,“ sagði Bryndís sem þekkir Thelma Dís vel eftir að hafa spilað með henni í Keflavík. „Við erum að fara að sjá allt því Thelma gerir allt. Hún var góð þegar hún fór í háskólaboltann en hún er orðin svo mikli betri,“ sagði Bryndís en dróg svo skyndilega aðeins í land. „Ég ætla ekki að setja of mikla pressu á hana en ég hlakka rosalega til að sjá hana,“ sagði Bryndís. „Þetta er það sem Keflavík þurfti til að gera þetta að seríu,“ sagði Ólöf Helga og Bryndís skaut inn í: „Nú vinna þær,“ sagði Bryndís létt. Pálína, Bryndís og Ólöf Helga ræddu frammistöðu liðanna í vetur og fóru yfir lykilmenn liðanna. Það má sjá alla umfjöllunina um einvígið hér fyrir ofan. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 18.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá fyrsta leik Vals og Fjölnis og báðir leikirnir verða svo gerðir upp í Dominos Körfuboltakvöldi kvenna strax á eftir seinni leiknum.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti