„Að hafa hana í liðinu þínu þá ertu strax kominn með svindlkarl“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 16:01 Domino´s Körfuboltakvöld kvenna heldur að Helena Sverrisdóttir hafi verið að spara sig fyrir úrslitakeppnina. Vísir/Bára Pálína Gunnlaugsdóttir og sérfræðingar hennar fóru yfir einvígi Vals og Fjölnis í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en fyrsti leikurinn í einvíginu er í kvöld. Fjölniskonur gætu haft áhyggjur af því að Helena Sverrisdóttir hafi verið að spara sig fyrir úrslitakeppnina. Domino´s Körfuboltakvöld fjallaði um einvígi liðanna í fyrst og fjórða sæti deildarinnar en með Pálínu voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir. Valskonur urðu deildarmeistarar en einn af fáum tapleikjum liðsins kom einmitt á móti nýliðunum úr Grafarvoginum. „Helena hefur verið frekar róleg að undanförnu,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir í upphafi umræðunnar. „Hefur hún ekki bara verið að hlaða batteríin,“ skaut Ólöf Helga Pálsdóttir inn í. „Er hún ekki að koma öðrum leikmönnum í gang,“ spurði Pálína í framhaldinu. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Einvígi Vals og Fjölnis „Hún er róleg en samt er hún að skila svo svakalegum tölum að maður trúir því ekki,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Að hafa hana í liðinu þínu þá ertu strax kominn með svindlkarl og það hefur bara verið þannig í mörg ár,“ sagði Ólöf Helga. Hjá Fjölni er Ariel Hern búin að vera frábær á þessu tímabili og á mikinn þátt í því að nýliðarnir komust í úrslitakeppnina. „Ég held að við lofsyngjum hana í hverjum einasta þætti. Það verður erfitt fyrir Dagbjörtu Dögg og allt Valsliðið að hægja á henni,“ sagði Pálína. „Það fer mikil orka í það og þá getur X-faktorinn verið að hinar stígi upp. Hún er svolítið óstöðvandi samt og finnur bara leiðir,“ sagði Ólöf Helga. Það má horfa á alla umfjöllunina um einvígi Vals og Fjölnis hér fyrir ofan. Pálína, Bryndís og Ólöf Helga ræddu þar frammistöðu liðanna í vetur og fóru yfir lykilmenn liðanna tveggja. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 18.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá fyrsta leik Vals og Fjölnis og báðir leikirnir verða svo gerðir upp í Dominos Körfuboltakvöld kvenna strax á eftir seinni leiknum. Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld fjallaði um einvígi liðanna í fyrst og fjórða sæti deildarinnar en með Pálínu voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir. Valskonur urðu deildarmeistarar en einn af fáum tapleikjum liðsins kom einmitt á móti nýliðunum úr Grafarvoginum. „Helena hefur verið frekar róleg að undanförnu,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir í upphafi umræðunnar. „Hefur hún ekki bara verið að hlaða batteríin,“ skaut Ólöf Helga Pálsdóttir inn í. „Er hún ekki að koma öðrum leikmönnum í gang,“ spurði Pálína í framhaldinu. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Einvígi Vals og Fjölnis „Hún er róleg en samt er hún að skila svo svakalegum tölum að maður trúir því ekki,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Að hafa hana í liðinu þínu þá ertu strax kominn með svindlkarl og það hefur bara verið þannig í mörg ár,“ sagði Ólöf Helga. Hjá Fjölni er Ariel Hern búin að vera frábær á þessu tímabili og á mikinn þátt í því að nýliðarnir komust í úrslitakeppnina. „Ég held að við lofsyngjum hana í hverjum einasta þætti. Það verður erfitt fyrir Dagbjörtu Dögg og allt Valsliðið að hægja á henni,“ sagði Pálína. „Það fer mikil orka í það og þá getur X-faktorinn verið að hinar stígi upp. Hún er svolítið óstöðvandi samt og finnur bara leiðir,“ sagði Ólöf Helga. Það má horfa á alla umfjöllunina um einvígi Vals og Fjölnis hér fyrir ofan. Pálína, Bryndís og Ólöf Helga ræddu þar frammistöðu liðanna í vetur og fóru yfir lykilmenn liðanna tveggja. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 18.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá fyrsta leik Vals og Fjölnis og báðir leikirnir verða svo gerðir upp í Dominos Körfuboltakvöld kvenna strax á eftir seinni leiknum.
Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum