Dominykas Milka: Ég held að það hjálpi deildinni að það eru alltaf fleiri útlendingar að bætast við Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2021 09:02 Dominykas Milka hefur verið einn besti leikmaður deildarmeistaranna í vetur. Keflavík og Tindastóll mætast í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Dominykas Milka hefur verið einn besti leikmaður Keflvíkinga í vetur og hann fékk heimsókn í vinnuna þar sem hann sér um kostnaðarstýringu á Marriott hótelinu í Keflavík. „Ég er fjármálafræðingur og ég sé um kostnaðarstýringu á hótelinu,“ sagði Milka þegar Gaupi kíkti á hann. „Eitt það fyrsta sem ég gerði hérna var kostnaðarstýring fyrir nýjan matseðil sem við byrjum með næsta föstudag.“ „Ég fæ að vinna við það sem ég lærði, þetta er í rauninni kostnaðarbókhald. Þetta er áskorun, en þetta er eitthvað sem ég vil verða betri í og læra betur. Fólkið hér á Marriott hefur tekið mjög vel á móti mér og er tilbúið að hjálpa mér ein mikið og það getur.“ Milka segir að vinnan sé ekki að þvælast fyrir körfuboltanum og hann geti fengið að losna fyrr ef það er leikur seinna um kvöldið. „Ég vinn alla daga frá átta til fjögur, en suma daga hætti ég aðeins fyrr ef það er leikur um kvöldið. Við spiluðum til dæmis leik á móti ÍR um daginn sem var klukkan 18:15 í Reykjavík og þá þurfti ég að fara fyrr. Fólkið hérna á hótelinu styður mig algjörlega í þessu og þau vilja auðvitað sjá mig og liðið í heild standa sig vel.“ Klippa: Dominykas Milka Keflvíkingar tryggðu sér á dögunum deildarmeistaratitilinn og ætla sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Milka segir þó að þeir einblíni bara á einn leik í einu. „Við hugsum bara um 40 mínútur í einu, bara einn leik í einu. Við vitum að þetta verður erfitt, en ef við förum að pæla of mikið í úrslitunum eða hverjum við gætum mætt þá getur farið illa. Við verðum að bera virðingu fyrir öllum liðunum og gera okkar besta í öllum leikjum.“ Milka segir að þeirra helstu andstæðingar í úrslitakeppninni séu þeir sjálfir. „Þeir leikir sem við töpum verður ekki af því að andstæðingurinn er að gera eitthvað ótrúlega vel, heldur af því að við erum að gera eitthvað illa og ekki að spila okkar leik.“ „Við berum virðingu fyrir öllum liðunum í keppninni og vitum að öll liðin geta unnið okkur. Svo lengi sem við spilum okkar leik og náum góði flæði á boltann þá trúi ég því að við getum unnið.“ Eins og áður segir eru Keflvíkingar deildarmeistarar, og Milka telur liðsheildina vega þyngst í velgengni liðsins. „Ég held að það sé liðsheildin. Okkur líkar vel við hvern annan, þetta er annað árið okkar saman og þjálfararnir hafa staðið sig vel í að undirbúa okkur undir leikina.“ Milka segir einnig að Domino's deildin verði sterkari með hverju árinu. „Það er mun meiri samkeppni í ár en í fyrra og deildin er jafnari. Alveg fram á seinustu umferð voru þrjú eða fjögur lið sem áttu möguleika á úrslitakeppni og þrjú eða fjögur lið sem gátu fallið. Ég held að það hjálpi deildinni að það eru alltaf fleiri útlendingar að bætast við, og fleiri Litháar. Það eru núna fjórir eða fimm Litháar í deildinni,“ sagði Milka léttur. „Hér áður fyrr voru takmörk og það mátti bara hafa einn útlending í hverju liði. Það var kannski gott fyrir einhverja innlenda leikmenn, en ég held að það hafi ekki verið gott fyrir deildina í heild. Ég held að erlendu leikmennirnir færi gæðin í deildinni upp á næsta plan, sem skilar sér svo líka í betri innlendum leikmönnum.“ Keflavík ÍF Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Sjá meira
„Ég er fjármálafræðingur og ég sé um kostnaðarstýringu á hótelinu,“ sagði Milka þegar Gaupi kíkti á hann. „Eitt það fyrsta sem ég gerði hérna var kostnaðarstýring fyrir nýjan matseðil sem við byrjum með næsta föstudag.“ „Ég fæ að vinna við það sem ég lærði, þetta er í rauninni kostnaðarbókhald. Þetta er áskorun, en þetta er eitthvað sem ég vil verða betri í og læra betur. Fólkið hér á Marriott hefur tekið mjög vel á móti mér og er tilbúið að hjálpa mér ein mikið og það getur.“ Milka segir að vinnan sé ekki að þvælast fyrir körfuboltanum og hann geti fengið að losna fyrr ef það er leikur seinna um kvöldið. „Ég vinn alla daga frá átta til fjögur, en suma daga hætti ég aðeins fyrr ef það er leikur um kvöldið. Við spiluðum til dæmis leik á móti ÍR um daginn sem var klukkan 18:15 í Reykjavík og þá þurfti ég að fara fyrr. Fólkið hérna á hótelinu styður mig algjörlega í þessu og þau vilja auðvitað sjá mig og liðið í heild standa sig vel.“ Klippa: Dominykas Milka Keflvíkingar tryggðu sér á dögunum deildarmeistaratitilinn og ætla sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Milka segir þó að þeir einblíni bara á einn leik í einu. „Við hugsum bara um 40 mínútur í einu, bara einn leik í einu. Við vitum að þetta verður erfitt, en ef við förum að pæla of mikið í úrslitunum eða hverjum við gætum mætt þá getur farið illa. Við verðum að bera virðingu fyrir öllum liðunum og gera okkar besta í öllum leikjum.“ Milka segir að þeirra helstu andstæðingar í úrslitakeppninni séu þeir sjálfir. „Þeir leikir sem við töpum verður ekki af því að andstæðingurinn er að gera eitthvað ótrúlega vel, heldur af því að við erum að gera eitthvað illa og ekki að spila okkar leik.“ „Við berum virðingu fyrir öllum liðunum í keppninni og vitum að öll liðin geta unnið okkur. Svo lengi sem við spilum okkar leik og náum góði flæði á boltann þá trúi ég því að við getum unnið.“ Eins og áður segir eru Keflvíkingar deildarmeistarar, og Milka telur liðsheildina vega þyngst í velgengni liðsins. „Ég held að það sé liðsheildin. Okkur líkar vel við hvern annan, þetta er annað árið okkar saman og þjálfararnir hafa staðið sig vel í að undirbúa okkur undir leikina.“ Milka segir einnig að Domino's deildin verði sterkari með hverju árinu. „Það er mun meiri samkeppni í ár en í fyrra og deildin er jafnari. Alveg fram á seinustu umferð voru þrjú eða fjögur lið sem áttu möguleika á úrslitakeppni og þrjú eða fjögur lið sem gátu fallið. Ég held að það hjálpi deildinni að það eru alltaf fleiri útlendingar að bætast við, og fleiri Litháar. Það eru núna fjórir eða fimm Litháar í deildinni,“ sagði Milka léttur. „Hér áður fyrr voru takmörk og það mátti bara hafa einn útlending í hverju liði. Það var kannski gott fyrir einhverja innlenda leikmenn, en ég held að það hafi ekki verið gott fyrir deildina í heild. Ég held að erlendu leikmennirnir færi gæðin í deildinni upp á næsta plan, sem skilar sér svo líka í betri innlendum leikmönnum.“
Keflavík ÍF Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum