Körfuboltakvöld kvenna: Keflavík fann engin svör við vörn Hauka Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2021 10:00 Ólöf Helga og Berglind voru sérfræðingar gærkvöldsins í Körfuboltakvöldi. Í Körfuboltakvöldi kvenna í gærkvöldi var farið yfir fyrsta leik Hauka og Keflavíkur í úrslitakeppni Domino's deildarinnar. Sérfræðingar kvöldsins voru sammála um það að Keflvíkingar hafi átt í erfiðleikum með að finna svör við þéttri vörn Hauka. „Ég trúi ekki öðru en að þær komi sterkari til leiks næst,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. „Það er kannski stundum gott að fá svona tapleiki og svona stóran skell því það fær mann kannski til að hugsa aðeins og einbeita sér að því sem skiptir máli.“ „Eins og Jonni sagði, ef hann lagar það hjá sínu liði, að þær séu ekki að drippla of mikið og ná að hreyfa boltann betur til að opna glufur í vörninni þá getur allt gerst. Þær eru bara að spila svolítið óagað núna.“ Berglind Gunnarsdóttir tók í sama streng, og sagði Haukaliðið búa yfir miklum gæðum innan sinna raða. „Mér fannst líka sjást svolítill gæðamunur á liðunum í kvöld. Það eru ótrúlega mikil gæði í Haukaliðinu og mikil breidd. Þær komu inn af miklum krafti og mér fannst það skilja liðin að í kvöld. Haukarnir byrjuðu algjörlega frá byrjun og héldu kraftinum allan tíman.“ Þar næst var umræðan færð að varnarleik Hauka, en Keflvíkingar áttu oft á tíðum mjög erfitt með að finna glufur. „Það er ótrúlega mikilvægt fyrir Hauka að halda þessu áfram,“ sagði Berglind. „Í þessum leik hafði Keflavík engin svör.“ Eins og við höfum séð svolítið í vetur, þá fara Keflvíkingar í þessi villtu þriggja stiga skot og það var í rauninni ekkert annað uppi á teningnum hjá þeim í kvöld.“ „Svo fá þær góða vörn á móti sér og skotin eru ekki að detta hjá þeim og þá fannst manni þær ekki hafa neitt annað til að grípa í.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavík fann engin svör við varnarleik Hauka Ólöf Helga var sammála Berglindi og segir að það eigi bara eftir að verða erfiðara fyrir Keflavík að finna svör við varnarleik Hauka. „Það er allt í lagi að hrósa og það er flott að gera mistök og læra af þeim en núna erum við komin í úrslitakeppnina. Þú verður að vera rólegur og yfirvegaður og taka réttar ákvarðanir. Ef þú gerir það ekki þá ertu bara dottinn út.“ „Og fyrst að við vorum að tala um vörnina hjá Haukum þá er hún bara að fara að vera betri. Ef einhver er góður varnarþjálfari þá er það Baddi. Hann er alltaf með gott leikplan í vörninni.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Öruggt hjá Haukakonum í fyrsta leik Haukar tóku á móti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stig kvöldsins, en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Haukakonur lönduðu að lokum 14 stiga sigri, 77-63. 14. maí 2021 19:58 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira
„Ég trúi ekki öðru en að þær komi sterkari til leiks næst,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. „Það er kannski stundum gott að fá svona tapleiki og svona stóran skell því það fær mann kannski til að hugsa aðeins og einbeita sér að því sem skiptir máli.“ „Eins og Jonni sagði, ef hann lagar það hjá sínu liði, að þær séu ekki að drippla of mikið og ná að hreyfa boltann betur til að opna glufur í vörninni þá getur allt gerst. Þær eru bara að spila svolítið óagað núna.“ Berglind Gunnarsdóttir tók í sama streng, og sagði Haukaliðið búa yfir miklum gæðum innan sinna raða. „Mér fannst líka sjást svolítill gæðamunur á liðunum í kvöld. Það eru ótrúlega mikil gæði í Haukaliðinu og mikil breidd. Þær komu inn af miklum krafti og mér fannst það skilja liðin að í kvöld. Haukarnir byrjuðu algjörlega frá byrjun og héldu kraftinum allan tíman.“ Þar næst var umræðan færð að varnarleik Hauka, en Keflvíkingar áttu oft á tíðum mjög erfitt með að finna glufur. „Það er ótrúlega mikilvægt fyrir Hauka að halda þessu áfram,“ sagði Berglind. „Í þessum leik hafði Keflavík engin svör.“ Eins og við höfum séð svolítið í vetur, þá fara Keflvíkingar í þessi villtu þriggja stiga skot og það var í rauninni ekkert annað uppi á teningnum hjá þeim í kvöld.“ „Svo fá þær góða vörn á móti sér og skotin eru ekki að detta hjá þeim og þá fannst manni þær ekki hafa neitt annað til að grípa í.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavík fann engin svör við varnarleik Hauka Ólöf Helga var sammála Berglindi og segir að það eigi bara eftir að verða erfiðara fyrir Keflavík að finna svör við varnarleik Hauka. „Það er allt í lagi að hrósa og það er flott að gera mistök og læra af þeim en núna erum við komin í úrslitakeppnina. Þú verður að vera rólegur og yfirvegaður og taka réttar ákvarðanir. Ef þú gerir það ekki þá ertu bara dottinn út.“ „Og fyrst að við vorum að tala um vörnina hjá Haukum þá er hún bara að fara að vera betri. Ef einhver er góður varnarþjálfari þá er það Baddi. Hann er alltaf með gott leikplan í vörninni.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Öruggt hjá Haukakonum í fyrsta leik Haukar tóku á móti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stig kvöldsins, en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Haukakonur lönduðu að lokum 14 stiga sigri, 77-63. 14. maí 2021 19:58 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira
Öruggt hjá Haukakonum í fyrsta leik Haukar tóku á móti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stig kvöldsins, en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Haukakonur lönduðu að lokum 14 stiga sigri, 77-63. 14. maí 2021 19:58