Ekkert landgræðsluflug lengur á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2021 12:32 Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri og Páll Halldórsson, flugmaður með nýju bókina sína á milli sín, sem heitir „Landgræðsluflugið - Endurheimt landgæða með eins hreyfils flugvélum.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikið frumkvöðulsstarf var unnið á sviði landgræðslu með eins hreyfils flugvélum á árunum 1958 til 1992 þar sem flugvélarnar fóru um landið og dreifðu áburði og fræi. Í dag er ekkert landgræðsluflug stundað á Íslandi. Mjög mikilvægt frumkvöðulsstarf Landgræðslunnar og flugmanna hennar fór fram á 34 ára tímabili við endurheimt landgæða sem fram fór með eins hreyfils flugvélum á árunum 1958 til 1992. Flogið var vítt og breytt um landið og áburði og fræi dreift úr lofti í þeim tilgangi að græða landið. Sveinn Runólfsson, sem var landgræðslustjóri í 44 ára og Páll Halldórsson, sem var flugmaður í landgræðslufluginu voru að gefa út bók um þetta merkilega starf Landgræðslunnar í þeim tilgangi að varðveita söguna. Bókin heitir; „ Landgræðsluflugið - Endurheimt landgæða með eins hreyfils flugvélum. Sveinn segir flugið hafa verið mjög merkilegan þátt í íslenskri flugsögu og verðmæt framlag til sögu landgræðslu. „Þetta var gríðarleg bylting á sínum tíma, 1958 þegar þetta starf með eins hreyfils flugvélunum hófst. Þá voru dráttarvélar og áburðadreifarar þeirra tíma mjög lítil tæki og komust lítt út fyrir túnin og lítið um erfiðara land, hraun og þess háttar, þannig að þetta gaf tækifæri á að takast á við miklu erfiðari svæði og miklu stærri svæði með margföldum afköstum,“ segir Sveinn og bætir strax við. Sveinn og Páll hafa fengið mjög góðar viðtökur við nýju bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var svo mikið atriði líka að það væri ekki flogið langt með áburðinn og fræðið, farmurinn var ekki nema 300 kíló á fyrstu flugvélunum og þess vegna var nú verið að freistast til að lenda á stöðum sem engum myndi detta í hug að lenda á í dag.“ Páll segir að landgræðsluflugið hafi verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi. „Ég held að þetta hafi verið eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert á mínum flugferli. Þetta var náttúrulega bara eitt ævintýri fyrir svona ungan mann og þá sérstaklega eins og ég hef stundum sagt, að fá borgað fyrir að fljúga lágflug, sem var náttúrlega algjörlega bannað,“ segir Páll. Sveinn segir að ekkert landgræðsluflug sé stundað í dag. „Nei,það er ekki og ég sé ekki að það verði, því miður.“ Páll segist vilja sjá landgræðsluflugið fara aftur á stað hjá Landgræðslunni. „Já, eg myndi gjarnan vilja það en ég hef bara ekkert um það að segja, því miður.“ Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mjög mikilvægt frumkvöðulsstarf Landgræðslunnar og flugmanna hennar fór fram á 34 ára tímabili við endurheimt landgæða sem fram fór með eins hreyfils flugvélum á árunum 1958 til 1992. Flogið var vítt og breytt um landið og áburði og fræi dreift úr lofti í þeim tilgangi að græða landið. Sveinn Runólfsson, sem var landgræðslustjóri í 44 ára og Páll Halldórsson, sem var flugmaður í landgræðslufluginu voru að gefa út bók um þetta merkilega starf Landgræðslunnar í þeim tilgangi að varðveita söguna. Bókin heitir; „ Landgræðsluflugið - Endurheimt landgæða með eins hreyfils flugvélum. Sveinn segir flugið hafa verið mjög merkilegan þátt í íslenskri flugsögu og verðmæt framlag til sögu landgræðslu. „Þetta var gríðarleg bylting á sínum tíma, 1958 þegar þetta starf með eins hreyfils flugvélunum hófst. Þá voru dráttarvélar og áburðadreifarar þeirra tíma mjög lítil tæki og komust lítt út fyrir túnin og lítið um erfiðara land, hraun og þess háttar, þannig að þetta gaf tækifæri á að takast á við miklu erfiðari svæði og miklu stærri svæði með margföldum afköstum,“ segir Sveinn og bætir strax við. Sveinn og Páll hafa fengið mjög góðar viðtökur við nýju bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var svo mikið atriði líka að það væri ekki flogið langt með áburðinn og fræðið, farmurinn var ekki nema 300 kíló á fyrstu flugvélunum og þess vegna var nú verið að freistast til að lenda á stöðum sem engum myndi detta í hug að lenda á í dag.“ Páll segir að landgræðsluflugið hafi verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi. „Ég held að þetta hafi verið eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert á mínum flugferli. Þetta var náttúrulega bara eitt ævintýri fyrir svona ungan mann og þá sérstaklega eins og ég hef stundum sagt, að fá borgað fyrir að fljúga lágflug, sem var náttúrlega algjörlega bannað,“ segir Páll. Sveinn segir að ekkert landgræðsluflug sé stundað í dag. „Nei,það er ekki og ég sé ekki að það verði, því miður.“ Páll segist vilja sjá landgræðsluflugið fara aftur á stað hjá Landgræðslunni. „Já, eg myndi gjarnan vilja það en ég hef bara ekkert um það að segja, því miður.“
Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira