Ekkert landgræðsluflug lengur á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2021 12:32 Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri og Páll Halldórsson, flugmaður með nýju bókina sína á milli sín, sem heitir „Landgræðsluflugið - Endurheimt landgæða með eins hreyfils flugvélum.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikið frumkvöðulsstarf var unnið á sviði landgræðslu með eins hreyfils flugvélum á árunum 1958 til 1992 þar sem flugvélarnar fóru um landið og dreifðu áburði og fræi. Í dag er ekkert landgræðsluflug stundað á Íslandi. Mjög mikilvægt frumkvöðulsstarf Landgræðslunnar og flugmanna hennar fór fram á 34 ára tímabili við endurheimt landgæða sem fram fór með eins hreyfils flugvélum á árunum 1958 til 1992. Flogið var vítt og breytt um landið og áburði og fræi dreift úr lofti í þeim tilgangi að græða landið. Sveinn Runólfsson, sem var landgræðslustjóri í 44 ára og Páll Halldórsson, sem var flugmaður í landgræðslufluginu voru að gefa út bók um þetta merkilega starf Landgræðslunnar í þeim tilgangi að varðveita söguna. Bókin heitir; „ Landgræðsluflugið - Endurheimt landgæða með eins hreyfils flugvélum. Sveinn segir flugið hafa verið mjög merkilegan þátt í íslenskri flugsögu og verðmæt framlag til sögu landgræðslu. „Þetta var gríðarleg bylting á sínum tíma, 1958 þegar þetta starf með eins hreyfils flugvélunum hófst. Þá voru dráttarvélar og áburðadreifarar þeirra tíma mjög lítil tæki og komust lítt út fyrir túnin og lítið um erfiðara land, hraun og þess háttar, þannig að þetta gaf tækifæri á að takast á við miklu erfiðari svæði og miklu stærri svæði með margföldum afköstum,“ segir Sveinn og bætir strax við. Sveinn og Páll hafa fengið mjög góðar viðtökur við nýju bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var svo mikið atriði líka að það væri ekki flogið langt með áburðinn og fræðið, farmurinn var ekki nema 300 kíló á fyrstu flugvélunum og þess vegna var nú verið að freistast til að lenda á stöðum sem engum myndi detta í hug að lenda á í dag.“ Páll segir að landgræðsluflugið hafi verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi. „Ég held að þetta hafi verið eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert á mínum flugferli. Þetta var náttúrulega bara eitt ævintýri fyrir svona ungan mann og þá sérstaklega eins og ég hef stundum sagt, að fá borgað fyrir að fljúga lágflug, sem var náttúrlega algjörlega bannað,“ segir Páll. Sveinn segir að ekkert landgræðsluflug sé stundað í dag. „Nei,það er ekki og ég sé ekki að það verði, því miður.“ Páll segist vilja sjá landgræðsluflugið fara aftur á stað hjá Landgræðslunni. „Já, eg myndi gjarnan vilja það en ég hef bara ekkert um það að segja, því miður.“ Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Mjög mikilvægt frumkvöðulsstarf Landgræðslunnar og flugmanna hennar fór fram á 34 ára tímabili við endurheimt landgæða sem fram fór með eins hreyfils flugvélum á árunum 1958 til 1992. Flogið var vítt og breytt um landið og áburði og fræi dreift úr lofti í þeim tilgangi að græða landið. Sveinn Runólfsson, sem var landgræðslustjóri í 44 ára og Páll Halldórsson, sem var flugmaður í landgræðslufluginu voru að gefa út bók um þetta merkilega starf Landgræðslunnar í þeim tilgangi að varðveita söguna. Bókin heitir; „ Landgræðsluflugið - Endurheimt landgæða með eins hreyfils flugvélum. Sveinn segir flugið hafa verið mjög merkilegan þátt í íslenskri flugsögu og verðmæt framlag til sögu landgræðslu. „Þetta var gríðarleg bylting á sínum tíma, 1958 þegar þetta starf með eins hreyfils flugvélunum hófst. Þá voru dráttarvélar og áburðadreifarar þeirra tíma mjög lítil tæki og komust lítt út fyrir túnin og lítið um erfiðara land, hraun og þess háttar, þannig að þetta gaf tækifæri á að takast á við miklu erfiðari svæði og miklu stærri svæði með margföldum afköstum,“ segir Sveinn og bætir strax við. Sveinn og Páll hafa fengið mjög góðar viðtökur við nýju bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var svo mikið atriði líka að það væri ekki flogið langt með áburðinn og fræðið, farmurinn var ekki nema 300 kíló á fyrstu flugvélunum og þess vegna var nú verið að freistast til að lenda á stöðum sem engum myndi detta í hug að lenda á í dag.“ Páll segir að landgræðsluflugið hafi verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi. „Ég held að þetta hafi verið eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert á mínum flugferli. Þetta var náttúrulega bara eitt ævintýri fyrir svona ungan mann og þá sérstaklega eins og ég hef stundum sagt, að fá borgað fyrir að fljúga lágflug, sem var náttúrlega algjörlega bannað,“ segir Páll. Sveinn segir að ekkert landgræðsluflug sé stundað í dag. „Nei,það er ekki og ég sé ekki að það verði, því miður.“ Páll segist vilja sjá landgræðsluflugið fara aftur á stað hjá Landgræðslunni. „Já, eg myndi gjarnan vilja það en ég hef bara ekkert um það að segja, því miður.“
Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira