Árni Bragi: Við ætlum okkur í úrslitakeppnina Ester Ósk Árnadóttir skrifar 16. maí 2021 16:35 Árni Bragi Eyjólfsson gekk í raðir KA fyrir rúmu ári og hefur reynst liðinu vel. Mynd/KA Árni Bragi var frábær fyrir KA í dag þegar þeir sigruðu ÍBV á heimavelli með tveimur mörkum, 29-27. Árni með 9 mörk úr 15 skotum. „Tilfinningin að vinna er frábær. Það er svo gott að fá fólkið aftur í húsið. Það er svo frábært að fólkið sem er búið að standa á bak við okkur í allan vetur sé mætt og geti fagnað þessu með okkur. Það er það sem kom okkur yfir línuna í dag í hörkuleik á móti mjög góðu ÍBV liði.“ „Færanýting var ekki sérstök á köflum í leiknum. Sóknarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik. Petar var að verja vel frá okkur, ég klikka til dæmis á tveimur vítum gegn honum. Varnarlega voru við mjög góðir þegar við náðum að skila okkur til baka. ÍBV er með frábæra hornamenn í Hákon og Tedda, þeir voru alltaf fyrstir fram þegar við vorum að reyndum að skila okkur heim. Mér fannst við frábærir í öllu í dag nema kannski færanýting á köflum.“ Það var mikill spenna í leiknum í KA og ekki ljóst fyrr en á síðustu sekúndnum hvort liðið myndi vinna. „Það er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Það er alveg gaman að vinna stórt en svona leikir eru það sem gefa öllum extra orku, það er bara lang skemmtilegast að gera þetta svona.“ KA er komið í fína stöðu varðandi úrslitakeppnina með sigri í dag. „Við erum bara að taka einn leik í einu. Leikurinn á móti Aftureldingu var náttúrlega risa stór og við stefndum á sigur þar sem gekk ekki en að fá þessi tvö stig í dag ýtir okkur bara nær markmiðinu. Það er ekkert leyndarmál, við ætlum okkur í úrslitakeppnina. Það er númer 1, 2 og 3. Við færumst nær því. Þetta er bara einn leikur í einu.“ KA spilar leikina sína þétt núna og stutt á milli þar sem liðið gat ekki spilað á með landsliðspásan var en önnur lið gerðu það. „Svona er bara tímabilið og við gerum það þá bara þannig. Maður er alltaf minna þreyttur þegar maður vinnur. Það er miklu auðveldara að mæta í endurheimt og á æfingar eftir sigurleiki. Sigurleikir gefa manni alltaf auka orku og vonandi náum við að byggja á því.“ Árni Bragi er á leið til Aftureldingar eftir tímabilið. „Ég verð hálf klökkur að hugsa út í það sjálfur en ég ætla bara að leyfa því að gerast þegar tímabilið er búið. Nú er það bara KA.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. KA Olís-deild karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Sjá meira
„Tilfinningin að vinna er frábær. Það er svo gott að fá fólkið aftur í húsið. Það er svo frábært að fólkið sem er búið að standa á bak við okkur í allan vetur sé mætt og geti fagnað þessu með okkur. Það er það sem kom okkur yfir línuna í dag í hörkuleik á móti mjög góðu ÍBV liði.“ „Færanýting var ekki sérstök á köflum í leiknum. Sóknarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik. Petar var að verja vel frá okkur, ég klikka til dæmis á tveimur vítum gegn honum. Varnarlega voru við mjög góðir þegar við náðum að skila okkur til baka. ÍBV er með frábæra hornamenn í Hákon og Tedda, þeir voru alltaf fyrstir fram þegar við vorum að reyndum að skila okkur heim. Mér fannst við frábærir í öllu í dag nema kannski færanýting á köflum.“ Það var mikill spenna í leiknum í KA og ekki ljóst fyrr en á síðustu sekúndnum hvort liðið myndi vinna. „Það er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Það er alveg gaman að vinna stórt en svona leikir eru það sem gefa öllum extra orku, það er bara lang skemmtilegast að gera þetta svona.“ KA er komið í fína stöðu varðandi úrslitakeppnina með sigri í dag. „Við erum bara að taka einn leik í einu. Leikurinn á móti Aftureldingu var náttúrlega risa stór og við stefndum á sigur þar sem gekk ekki en að fá þessi tvö stig í dag ýtir okkur bara nær markmiðinu. Það er ekkert leyndarmál, við ætlum okkur í úrslitakeppnina. Það er númer 1, 2 og 3. Við færumst nær því. Þetta er bara einn leikur í einu.“ KA spilar leikina sína þétt núna og stutt á milli þar sem liðið gat ekki spilað á með landsliðspásan var en önnur lið gerðu það. „Svona er bara tímabilið og við gerum það þá bara þannig. Maður er alltaf minna þreyttur þegar maður vinnur. Það er miklu auðveldara að mæta í endurheimt og á æfingar eftir sigurleiki. Sigurleikir gefa manni alltaf auka orku og vonandi náum við að byggja á því.“ Árni Bragi er á leið til Aftureldingar eftir tímabilið. „Ég verð hálf klökkur að hugsa út í það sjálfur en ég ætla bara að leyfa því að gerast þegar tímabilið er búið. Nú er það bara KA.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
KA Olís-deild karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Sjá meira