Fótbolti

Mis­jafnt gengi hjá Ís­lendinga­liðunum í Noregi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfons Sampsted [lengst til hægri] var í byrjunarliði Bodo/Glimt í 2-2 jafntefli liðsins gegn Rosenborg.
Alfons Sampsted [lengst til hægri] var í byrjunarliði Bodo/Glimt í 2-2 jafntefli liðsins gegn Rosenborg. Giuseppe Cottini/Getty

Fjöldinn allur af Íslendingum var í eldlínunni í dag er fjöldinn allur af leikjum fór fram í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Vålerenga í 2-1 tapi gegn Kristiansund. Markið kom í uppbótartíma. Brynjólfur Darri Willumsson var í byrjunarliði Kristiansund en var tekinn af velli á 70. mínútu.

Samúel Kári Friðjónsson spilaði 63 mínútur í 1-0 tapi Viking gegn Tromsø í dag. Samúel Kári nældi sér í gult spjald á 28. mínútu leiksins.

Bodø/Glimt og Rosenborg gerðu 2-2 jafntefli. Alfons Sampsted var á sínum stað í hægri bakverði hjá meisturunum á meðan Hólmar Örn Eyjólfsson var í hjarta varnar Rosenborg. Hólmar Örn fékk gult spjald á 81. mínútu leiksins.

Valdimar Þór Ingimundarson spilaði tíu mínútur í 3-1 sigri Strømsgodset á Lillestrom.

Þegar þrjár umferðir eru búnar er Bodø/Glimt í 2. sæti með sjö stig, Rosenborg í 3. sæti með fimm stig, Vålerenga í 4. sæti með fjögur stig, Strømsgodset í 7. sæti með þrjú stig líkt og Kristiansund sem er í 8. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×