Í Álaborg eru samgöngur fyrir alla Þórarinn Hjaltason skrifar 17. maí 2021 08:01 Samgönguyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu halda því fram að óhjákvæmilegt sé að byggja Borgarlínu til þess að bregðast við fjölgun íbúa og þar með fjölgun einkabíla, m.a. vegna þess að reynslan erlendis sýni að breikkun vega og nýir vegir geri ekkert annað en auka bílaumferð. Um sé að ræða svokallaða aukna ferðamyndun sem hefur einnig verið nefnd framboðsstýrð eftirspurn (e. Induced Demand). Þess vegna þurfi hágæða almenningssamgöngur til að bjarga málum og ekki dugi neitt minna en 58 km hraðvagnakerfi (Bus Rapid Transit, BRT) með gullstandard (BRT-Gold) til þess að hér verði ekki enn meira umferðaröngþveiti. Jafnframt er því haldið á lofti að borgarsvæði af svipaðri stærð séu yfirleitt annað hvort komin með hágæða almenningssamgöngur eða með þær á stefnuskrá og nánast hættar að breikka vegi eða leggja nýja vegi. Þegar málin eru skoðuð nánar stendur ekki steinn yfir steini í þessum áróðri. Framboðsstýrð eftirspurn er aðallega vandamál í milljónaborgum með mun meira umferðaröngþveiti en hér. Á höfuðborgarsvæðinu eru umferðartafir þó óeðlilega miklar miðað við borgarsvæði af svipaðri stærð, einfaldlega vegna þess að frá aldamótum hefur uppbygging þjóðvegakerfisins ekki fylgt mikilli umferðaraukningu. Það er fjarri sanni að borgarsvæði af svipaðri stærð séu yfirleitt með BRT sambærilegt við Borgarlínu eða léttlestir (Light Rail Transit, LRT) á dagskrá og láti vegagerð mæta afgangi. Það gildir sérstaklega um BNA og Kanada, en einnig að töluverðu leyti um evrópsk borgarsvæði af þessari stærð. Á heimasíðu Borgarlínunnar má finna kynningarglærur, þar sem m.a. er listi yfir borgir sem sagt er að séu af svipaðri stærð og höfuðborgarsvæðið og með hágæða almenningssamgöngur á dagskrá. Í meirihluta tilvika er aðeins greint frá íbúafjölda viðkomandi borgar. Grófasta dæmið er Albany, höfuðborg New York ríkis, með um 100 þúsund íbúa. Íbúafjöldi Albanysvæðisins er um ein milljón! Nálægt helmingur borgarsvæðanna er ekki með BRT eða LRT á dagskrá. Eitt af borgarsvæðunum á listanum er Álaborgarsvæðið í Danmörku og er íbúafjöldi Álaborgar sagður vera 120.000. Íbúafjöldi Álaborgar er í raun um 219.000 og því er það sambærilegt við höfuðborgarsvæðið. Meginbyggðin, Ålborg by, telur um 119.000 íbúa, skv. Wikipedia: Í aðalskipulagi Álaborgar er eitt af markmiðum að gera meira aðlaðandi að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur til þess að umferð einkabíla verði minni en ella. Hjá samgönguyfirvöldum Álaborgar er hins vegar ekki á dagskrá að þrengja að einkabílnum til þess að ná markmiði um breyttar ferðavenjur. Þvert á móti er áætlað að útvíkka mótorvegakerfið í Álaborg með því að leggja um 20 km langan mótorveg, sem verður þriðja vegtengingin yfir/undir Limafjörðinn, sbr. þessa frétt. Mótorvegurinn verður lagður við vesturjaðar meginbyggðar Álaborgar. Framkvæmdir munu hefjast árið 2024. Áætlaður kostnaður er 6,6 milljarðar DK, eða um 120 milljarðar ISK. Markmiðið er að létta á núverandi vegtengingum, þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum, og minnka gegnumakstur um miðborgina. Framkvæmdir eru hafnar við hraðvagnaleið (Plusbus), 12 km langa leið þvert í gegnum borgina frá vestri til austurs. Áætlaður stofnkostnaður er um 500 milljón DKR, eða 10 milljarðar ISK, og áætluð verklok 2023. Jafnframt hefur verið samþykkt að skoða tæknilegar og fjárhagslegar forsendur fyrir hraðvagnaleið milli suður- og norðurhluta borgarinnar, +Bus 2. Borgaryfirvöld Álaborgar telja að Plusbus sé hágæða almenningssamgöngur og flokka sem BRT. Leiðin stenst væntanlega gæðakröfur Vejdirektoratet (danska Vegagerðin) um BRT, en til þess að fá vottun ITDP (Institute for Transportation and Development Policy) um að hraðvagnaleið sé BRT eru gerðar ítarlegar kröfur. ITDP flokkar gæði hraðvagnaleiða í BRT-Gold, BRT-Silver, BRT-Bronze og BRT-Basic. Það er mat greinarhöfundar að þessi fyrsta Plusbusleið muni varla ná háu mati hjá ITDP og verði BRT-Lite. Fyrir áhugasama má sjá deiliskipulag fyrir leiðina hér: Lokalplan 1-1-134 BRT-tracé, Aalborg, med miljørapport (plandata.dk) Við hjá Áhugafólki um samgöngur fyrir alla (sjá vefsíðu ÁS www.samgongurfyriralla.com) leggjum til BRT-Lite, eða það sem við köllum létta Borgarlínu sem verði hágæða almenningssamgöngur líkt og við teljum Álaborg stefna að. Þessi leið komi í stað þungu Borgarlínunnar sem áætlað er að uppfylli gullstaðal (BRT-Gold) ITDP og er margfalt dýrari. Að öllu samanlögðu er deginum ljósara að borgaryfirvöld í Álaborg stefna að betri samgöngum fyrir alla ferðamáta. Þar er ekki á stefnuskrá að fjölga sem mest farþegum í almenningssamgöngum með því að setja sem minnst fjármagn í uppbyggingu vega og auka þannig verulega umferðartafir með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Höfundur er samgönguverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Borgarlína Þórarinn Hjaltason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samgönguyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu halda því fram að óhjákvæmilegt sé að byggja Borgarlínu til þess að bregðast við fjölgun íbúa og þar með fjölgun einkabíla, m.a. vegna þess að reynslan erlendis sýni að breikkun vega og nýir vegir geri ekkert annað en auka bílaumferð. Um sé að ræða svokallaða aukna ferðamyndun sem hefur einnig verið nefnd framboðsstýrð eftirspurn (e. Induced Demand). Þess vegna þurfi hágæða almenningssamgöngur til að bjarga málum og ekki dugi neitt minna en 58 km hraðvagnakerfi (Bus Rapid Transit, BRT) með gullstandard (BRT-Gold) til þess að hér verði ekki enn meira umferðaröngþveiti. Jafnframt er því haldið á lofti að borgarsvæði af svipaðri stærð séu yfirleitt annað hvort komin með hágæða almenningssamgöngur eða með þær á stefnuskrá og nánast hættar að breikka vegi eða leggja nýja vegi. Þegar málin eru skoðuð nánar stendur ekki steinn yfir steini í þessum áróðri. Framboðsstýrð eftirspurn er aðallega vandamál í milljónaborgum með mun meira umferðaröngþveiti en hér. Á höfuðborgarsvæðinu eru umferðartafir þó óeðlilega miklar miðað við borgarsvæði af svipaðri stærð, einfaldlega vegna þess að frá aldamótum hefur uppbygging þjóðvegakerfisins ekki fylgt mikilli umferðaraukningu. Það er fjarri sanni að borgarsvæði af svipaðri stærð séu yfirleitt með BRT sambærilegt við Borgarlínu eða léttlestir (Light Rail Transit, LRT) á dagskrá og láti vegagerð mæta afgangi. Það gildir sérstaklega um BNA og Kanada, en einnig að töluverðu leyti um evrópsk borgarsvæði af þessari stærð. Á heimasíðu Borgarlínunnar má finna kynningarglærur, þar sem m.a. er listi yfir borgir sem sagt er að séu af svipaðri stærð og höfuðborgarsvæðið og með hágæða almenningssamgöngur á dagskrá. Í meirihluta tilvika er aðeins greint frá íbúafjölda viðkomandi borgar. Grófasta dæmið er Albany, höfuðborg New York ríkis, með um 100 þúsund íbúa. Íbúafjöldi Albanysvæðisins er um ein milljón! Nálægt helmingur borgarsvæðanna er ekki með BRT eða LRT á dagskrá. Eitt af borgarsvæðunum á listanum er Álaborgarsvæðið í Danmörku og er íbúafjöldi Álaborgar sagður vera 120.000. Íbúafjöldi Álaborgar er í raun um 219.000 og því er það sambærilegt við höfuðborgarsvæðið. Meginbyggðin, Ålborg by, telur um 119.000 íbúa, skv. Wikipedia: Í aðalskipulagi Álaborgar er eitt af markmiðum að gera meira aðlaðandi að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur til þess að umferð einkabíla verði minni en ella. Hjá samgönguyfirvöldum Álaborgar er hins vegar ekki á dagskrá að þrengja að einkabílnum til þess að ná markmiði um breyttar ferðavenjur. Þvert á móti er áætlað að útvíkka mótorvegakerfið í Álaborg með því að leggja um 20 km langan mótorveg, sem verður þriðja vegtengingin yfir/undir Limafjörðinn, sbr. þessa frétt. Mótorvegurinn verður lagður við vesturjaðar meginbyggðar Álaborgar. Framkvæmdir munu hefjast árið 2024. Áætlaður kostnaður er 6,6 milljarðar DK, eða um 120 milljarðar ISK. Markmiðið er að létta á núverandi vegtengingum, þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum, og minnka gegnumakstur um miðborgina. Framkvæmdir eru hafnar við hraðvagnaleið (Plusbus), 12 km langa leið þvert í gegnum borgina frá vestri til austurs. Áætlaður stofnkostnaður er um 500 milljón DKR, eða 10 milljarðar ISK, og áætluð verklok 2023. Jafnframt hefur verið samþykkt að skoða tæknilegar og fjárhagslegar forsendur fyrir hraðvagnaleið milli suður- og norðurhluta borgarinnar, +Bus 2. Borgaryfirvöld Álaborgar telja að Plusbus sé hágæða almenningssamgöngur og flokka sem BRT. Leiðin stenst væntanlega gæðakröfur Vejdirektoratet (danska Vegagerðin) um BRT, en til þess að fá vottun ITDP (Institute for Transportation and Development Policy) um að hraðvagnaleið sé BRT eru gerðar ítarlegar kröfur. ITDP flokkar gæði hraðvagnaleiða í BRT-Gold, BRT-Silver, BRT-Bronze og BRT-Basic. Það er mat greinarhöfundar að þessi fyrsta Plusbusleið muni varla ná háu mati hjá ITDP og verði BRT-Lite. Fyrir áhugasama má sjá deiliskipulag fyrir leiðina hér: Lokalplan 1-1-134 BRT-tracé, Aalborg, med miljørapport (plandata.dk) Við hjá Áhugafólki um samgöngur fyrir alla (sjá vefsíðu ÁS www.samgongurfyriralla.com) leggjum til BRT-Lite, eða það sem við köllum létta Borgarlínu sem verði hágæða almenningssamgöngur líkt og við teljum Álaborg stefna að. Þessi leið komi í stað þungu Borgarlínunnar sem áætlað er að uppfylli gullstaðal (BRT-Gold) ITDP og er margfalt dýrari. Að öllu samanlögðu er deginum ljósara að borgaryfirvöld í Álaborg stefna að betri samgöngum fyrir alla ferðamáta. Þar er ekki á stefnuskrá að fjölga sem mest farþegum í almenningssamgöngum með því að setja sem minnst fjármagn í uppbyggingu vega og auka þannig verulega umferðartafir með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Höfundur er samgönguverkfræðingur.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar