Kýldi konu algjörlega að tilefnislausu í Hveragerði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2021 10:57 Líkamsárásin átti sér stað í Hveragerði í desember 2019. Vísir/Vilhelm Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt konu að tilefnislausu í Hveragerði í desember 2019. Þá þarf hann að greiða henni 300 þúsund krónur í bætur. Karlmaðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og líflátshótun. Var honum gefið að sök að hafa veist að konunni, slegið hana í jörðina, elt hana, gripið í yfirhöfn hennar og kýlt hana í andlitið. Þá hefði hann hótað henni lífláti og þannig vakið hjá henni ótta um líf, heilbrigði og velferð. Ákærði neitaði sök og sagðist hafa brugðist við með löðrungi eftir að konan hefði kýlt hann í magann. Hún hefði átt upptökin með leiðindum á veitingastaðnum Rósakaffi þar sem hún hefði drukkið úr glösum hans og annarra. Hann hefði meinað henni að mæta í eftirpartý því hann styddi ekki framhjáhald sem hann teldi í vændum. Konan sagði karlmanninn hafa verið æstan. Þegar hún hefði spurt hann um ástæðu pirringsins hefði hann slegið hana með krepptum hnefa í andlitið. Hún hefði hlaupið í burtu og hann á eftir, fellt hana og látið höggin dynja á höfði hennar. Hún hefði komist upp í Securitas bifreið hvar öryggisvörður sat. Karlmaðurinn hefði hótað henni lífláti fyrir utan bílinn. Hún kannaðist ekkert við lýsingar mannsins á aðdragandanum, hvorki varðandi dólgshátt á veitingastaðnum eða að vilja komast í samkvæmið hjá honum. Þá hefði hún ekki slegið hann eða veist að með nokkrum hætti. Öryggisvörður hjá Securitas staðfesti frásögn konunnar af líflátshótunum. Læknir sagði áverkavottorð samsvara frásögn konunnar af atvikum og myndir af andliti hennar sem lögregla tók voru einnig lögð fyrir dóminn. Þá lýstu vitni því að hafa séð karlmanninn slá konuna. Héraðsdómur Suðurlands taldi nægilega sannað að karlmaðurinn hefði veitt konunni þessa áverka eins og lýst var í ákæru. Myndir sýndu glögglega hvernig konan var útleikin. Ekkert hefði komið fram sem sýndi fram á að konan hefði átt upptökin. Ekki væri betur séð en atlagan hefði verið algjörlega tilefnislaus. Var karlmaðurinn dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni 300 þúsund krónur í bætur. Hveragerði Dómsmál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og líflátshótun. Var honum gefið að sök að hafa veist að konunni, slegið hana í jörðina, elt hana, gripið í yfirhöfn hennar og kýlt hana í andlitið. Þá hefði hann hótað henni lífláti og þannig vakið hjá henni ótta um líf, heilbrigði og velferð. Ákærði neitaði sök og sagðist hafa brugðist við með löðrungi eftir að konan hefði kýlt hann í magann. Hún hefði átt upptökin með leiðindum á veitingastaðnum Rósakaffi þar sem hún hefði drukkið úr glösum hans og annarra. Hann hefði meinað henni að mæta í eftirpartý því hann styddi ekki framhjáhald sem hann teldi í vændum. Konan sagði karlmanninn hafa verið æstan. Þegar hún hefði spurt hann um ástæðu pirringsins hefði hann slegið hana með krepptum hnefa í andlitið. Hún hefði hlaupið í burtu og hann á eftir, fellt hana og látið höggin dynja á höfði hennar. Hún hefði komist upp í Securitas bifreið hvar öryggisvörður sat. Karlmaðurinn hefði hótað henni lífláti fyrir utan bílinn. Hún kannaðist ekkert við lýsingar mannsins á aðdragandanum, hvorki varðandi dólgshátt á veitingastaðnum eða að vilja komast í samkvæmið hjá honum. Þá hefði hún ekki slegið hann eða veist að með nokkrum hætti. Öryggisvörður hjá Securitas staðfesti frásögn konunnar af líflátshótunum. Læknir sagði áverkavottorð samsvara frásögn konunnar af atvikum og myndir af andliti hennar sem lögregla tók voru einnig lögð fyrir dóminn. Þá lýstu vitni því að hafa séð karlmanninn slá konuna. Héraðsdómur Suðurlands taldi nægilega sannað að karlmaðurinn hefði veitt konunni þessa áverka eins og lýst var í ákæru. Myndir sýndu glögglega hvernig konan var útleikin. Ekkert hefði komið fram sem sýndi fram á að konan hefði átt upptökin. Ekki væri betur séð en atlagan hefði verið algjörlega tilefnislaus. Var karlmaðurinn dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni 300 þúsund krónur í bætur.
Hveragerði Dómsmál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira