Ekki alvöru liðsheild hjá þungum og pirruðum Valsmönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2021 14:02 Valsmenn hafa valdið vonbrigðum í vetur. vísir/vilhelm Vandræði Valsmanna voru til umræðu í Seinni bylgjunni í gær. Valur tapaði fyrir Stjörnunni, 31-28, í Olís-deild karla á laugardaginn og eftir leikinn talaði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, um pirring í sínu liði. „Maður heldur alltaf að nú þurfi liðin að passa sig því Valsvélin sé að fara í gang og þetta smelli. En það gerist alls ekki. Eins og Snorri sagði í viðtalinu er eins og það sé einhver pirringur. Það er ekki eins og þetta sé alvöru liðsheild. Það er slen yfir þessu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í Seinni bylgjunni og bætti við að Valur saknaði vissulega Magnúsar Óla Magnússonar. Valsmenn hafa verið brokkgengir á tímabilinu og gengið illa að halda sér á beinu brautinni. „Þeir virðast þurfa að hafa rosalega mikið fyrir því að halda andlegu hliðinni góðri. Í fyrra lentu þeir í mjög djúpum dal og fengu aðstoð, komust á skrið og urðu deildarmeistarar. Þeir lenda í raun aftur í því núna, í djúpum dal og talað um að þetta sé andlegt, mikil fýla og þyngsli. Þeir koma aftur upp en detta svo niður og þeir miklu brothættari núna en í fyrra,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Klippa: Seinni bylgjan - Vandræði Vals Hann velti fyrir sér ástæðunum fyrir gengi Vals í vetur sem hefur ekki verið í takt við markmiðin. „Eru þeir of gamlir? Róbert [Aron Hostert], Agnar [Smári Jónsson], Anton [Rúnarsson] og Finnur [Ingi Stefánsson] eru í kringum og þetta er ekkert eldgamalt. Hristu þeir nógu mikið upp í hópnum? Er komin þreyta í þetta? Þeir hafa ekki fengið marga leikmenn síðustu tvö ár,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er einhver þreyta og pirringur. Róbert er búinn að vera besti leikmaður Íslandsmótsins mörg ár í röð en hann fer varla yfir fjögur mörk. Þá er eins og hann lendi á vegg og sé búinn og þreyttur. Hann er eilífðarmeiddur. Það er alltaf eitthvað að honum. Agnar Smári er mikið meiddur sem og Magnús Óli. Auðvitað er þetta erfitt. Þegar maður hugsar til baka er ekkert sem situr eftir hjá Val, enginn leikmaður eða einn frábær leikur. þetta hefur verið frekar flatt.“ Valsmenn eru í 6. sæti Olís-deildarinnar þegar tveimur umferðunum er ólokið. Valur mætir KA og Aftureldingu í síðustu tveimur leikjum sínum. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Heiðursmyndband eftir tólfta deildarmeistaratitilinn á öldinni „Haukar verða alltaf bestir,“ eins og segir í laginu, hefur átt vel við ansi margar leiktíðir á 21. öldinni, í handbolta karla. Enn ein verðlaunin bættust í safnið þegar Haukar urðu deildarmeistarar um helgina. 17. maí 2021 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 31-28 | Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vann góðan sigur á Val 31-28 og jafnaði í leiðinni Val að stigum í deildinni. Leikurinn var kaflaskiptur en lengst af leik voru Stjörnumenn með yfirtökin á leiknum sem varð til þess að leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar. 15. maí 2021 20:25 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sjá meira
„Maður heldur alltaf að nú þurfi liðin að passa sig því Valsvélin sé að fara í gang og þetta smelli. En það gerist alls ekki. Eins og Snorri sagði í viðtalinu er eins og það sé einhver pirringur. Það er ekki eins og þetta sé alvöru liðsheild. Það er slen yfir þessu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í Seinni bylgjunni og bætti við að Valur saknaði vissulega Magnúsar Óla Magnússonar. Valsmenn hafa verið brokkgengir á tímabilinu og gengið illa að halda sér á beinu brautinni. „Þeir virðast þurfa að hafa rosalega mikið fyrir því að halda andlegu hliðinni góðri. Í fyrra lentu þeir í mjög djúpum dal og fengu aðstoð, komust á skrið og urðu deildarmeistarar. Þeir lenda í raun aftur í því núna, í djúpum dal og talað um að þetta sé andlegt, mikil fýla og þyngsli. Þeir koma aftur upp en detta svo niður og þeir miklu brothættari núna en í fyrra,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Klippa: Seinni bylgjan - Vandræði Vals Hann velti fyrir sér ástæðunum fyrir gengi Vals í vetur sem hefur ekki verið í takt við markmiðin. „Eru þeir of gamlir? Róbert [Aron Hostert], Agnar [Smári Jónsson], Anton [Rúnarsson] og Finnur [Ingi Stefánsson] eru í kringum og þetta er ekkert eldgamalt. Hristu þeir nógu mikið upp í hópnum? Er komin þreyta í þetta? Þeir hafa ekki fengið marga leikmenn síðustu tvö ár,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er einhver þreyta og pirringur. Róbert er búinn að vera besti leikmaður Íslandsmótsins mörg ár í röð en hann fer varla yfir fjögur mörk. Þá er eins og hann lendi á vegg og sé búinn og þreyttur. Hann er eilífðarmeiddur. Það er alltaf eitthvað að honum. Agnar Smári er mikið meiddur sem og Magnús Óli. Auðvitað er þetta erfitt. Þegar maður hugsar til baka er ekkert sem situr eftir hjá Val, enginn leikmaður eða einn frábær leikur. þetta hefur verið frekar flatt.“ Valsmenn eru í 6. sæti Olís-deildarinnar þegar tveimur umferðunum er ólokið. Valur mætir KA og Aftureldingu í síðustu tveimur leikjum sínum. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Heiðursmyndband eftir tólfta deildarmeistaratitilinn á öldinni „Haukar verða alltaf bestir,“ eins og segir í laginu, hefur átt vel við ansi margar leiktíðir á 21. öldinni, í handbolta karla. Enn ein verðlaunin bættust í safnið þegar Haukar urðu deildarmeistarar um helgina. 17. maí 2021 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 31-28 | Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vann góðan sigur á Val 31-28 og jafnaði í leiðinni Val að stigum í deildinni. Leikurinn var kaflaskiptur en lengst af leik voru Stjörnumenn með yfirtökin á leiknum sem varð til þess að leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar. 15. maí 2021 20:25 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sjá meira
Heiðursmyndband eftir tólfta deildarmeistaratitilinn á öldinni „Haukar verða alltaf bestir,“ eins og segir í laginu, hefur átt vel við ansi margar leiktíðir á 21. öldinni, í handbolta karla. Enn ein verðlaunin bættust í safnið þegar Haukar urðu deildarmeistarar um helgina. 17. maí 2021 12:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 31-28 | Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vann góðan sigur á Val 31-28 og jafnaði í leiðinni Val að stigum í deildinni. Leikurinn var kaflaskiptur en lengst af leik voru Stjörnumenn með yfirtökin á leiknum sem varð til þess að leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar. 15. maí 2021 20:25